Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Page 15

Heima er bezt - 01.09.1997, Page 15
skemmst að vitna til orða Ara Teits- sonar, formanns samtaka bænda, eftir setningu Búnaðarþings. Hann sagðist hafa farið vítt um sveitir að undanfornu. Nálega hvar sem hann kom á bændabýli, lá ekkert fyrir hjá þeim sem enn þraukuðu en að verða að negla fyrir dyr og glugga. Þeir voru síðustu ábúendur síns býlis, síns óðals!!! Þvílík hugsýn!! Hvar stöndum við, sem þjóð þeg- ar svo er komið högum hennar!? Langt er síðan endar byggðar í Ameshreppi lögðust í eyði. Eftir var miðja sveitarinnar og þéttbýlasti hluti hennar, sem er eitt af þremur láglendissvæðum Vestfjarða- kjálkans. A tímabili var búið, af stjórnvöldum, að dæma hana til auðnar. Akvörðun hafði verið tekin af landsstjórnarmönnum að veita engin lán eða fyrirgreiðslu til fram- kvæmda í Árneshreppi (viðreisnar). Okkur, þó fáir væram eftir, tókst að brjóta þetta ok af okkur. Hér eru ágæt húsakynni á um 30 bæjum, fyrir fólk, fénað og heyforða. Og ræktun fylgdi í kjölfarið, svo fóður- öflun var í góðu lagi, nema í harð- indum. Félagslegar byggingar eru hér allar nýbyggðar og með sóma við haldið. Hafnarmannvirki á Norðurfirði (í miðri byggð) ágæt og skilyrði til sjósóknar. Við þessar aðstæður horfir nú til auðnar. Ungt fólk getur ekki haslað sér völl eða tekið við búum af for- eldrum sínum. Svo nærri hefur ver- ið gengið um niðurskurð á því, sem var undirstaða byggðar hér. Það er hörmuleg saga. Allt, sem gert hefur verið, öllum ónýtt og einskis virði!! Ég rek þessa sorgarsögu ekki meir en orðið er. Ég heiti á þig og aðra þá, sem ég held að séu ekki sáttir við það, sem er að gerast, að leggja lið ykkar til að koma í veg fyrir þessa bölvuðu þróun. Með þeim orðum hef ég lokið þessum bölmóð, sem skyggir sýn mína. Með bestu kveðju og þökk fyrir Heima er bezt ásamt öðru. tffSfsi sp Ingvar Björnsson: ==^1E1 Fiskirí og sjófatn- aöur, fyrr á árum árunum 1936-40 dvaldi ég að mestu leyti í Grindavík og þó að ég færi þar aldrei á sjó, svo ég muni, lærði ég þar margt um sjó- sókn og hegðan sjómanna við vinnu sína og einnig lærði ég margt um hegðan fiska sjávarins. Á þeim tíma, sem hér um ræðir, átti Grindavík fátt ef nokkuð sam- merkt þeirri Grindavík sem menn þekkja í dag, annað en það að báðar áttu allt sitt undir sjósókn og afla- brögðum. Nú er komin stór og góð höfn í Grindavík og stór skip stunda veið- ar sínar þaðan flesta daga ársins. Áður voru þarna aðeins litlir, opnir, fimm til sex mannabátar, með lítilli yfirbyggðri vél, sem leyst hafði gömlu árarnar og/eða seglin af hólmi. Þá var árinu líka skipt niður í róðrabímabil, það voru haust- og vorvertíðir, en aðallega var það þó vetrarvertíðin sem gaf mikið af sér. Ég man vel að þau ár, sem ég var þarna, kom alltaf aflahrota um páskaleytið. Lok vetrarvertíðar var ellefti maí, lengur þýddi víst ekki að þrauka. Það, sem ég lærði í Grindavík, var fyrst og fremst vinna við veiðar- færi í landi og aðgerð á fiski úr sjó. Svo var það hlustun mín á orð reyndra sjómanna í landlegum, sem fræddi mig um margt, auk þess sá ég auðvitað hvernig bæði formenn og hásetar báru sig til er þeir lögðu að og frá landi. Það eru einmitt tvö atrið sem mér eru minnisstæðust frá þessum tíma er ég bæði heyrði og sá og gera þennan formála nauðsynlegan við frásögn þá, sem hér fer á eftir og á að öðru leyti við seinni tíma og l"íi'-----— annan stað, eins og fram mun koma. Fyrra atvikið er að oft heyrði ég talað um það er páskahrotan stóð sem hæst og mest fiskaðist í Grindavík, að ekki væri það ein- leikið að saman færi gott fiskirí í Grindavík er væri sunnan á Reykja- nesskaganum og undir Stapanum er væri þar að norðanverðu. Margan heyrði ég ýja að því að göng hlytu að vera undir nesið, þar sem fiskur- inn synti í gegn. Hitt atriðið var það að mér fannst það alltaf skrítið að margir for- menn, sem ég vissi að voru ekkert nema geðprýðin og stillingin er þeir voru í landi, hreinlega umhverfðust um leið og þeir stigu út í bátinn, eða réttara sagt, þegar þeir voru búnir að taka ofan gula sjóhattinn og fara hátt og hátíðlega með sjóferðarbæn- ina. Þá byrjuðu þeir að öskra og skammast sem óðir væru. Seinna komst ég að því að þessi kúvending „kallsins“ var landlægur skrambi, laus við staðbundna heimahaga. Þessi tvö atriði, sem að framan er getið, hurfu fljótt úr minni mínu, enda hef ég ekki talið að þau ættu eftir að vefjast fyrir mér síðar meir. Árið 1942 eða 43 ræðst ég eina vetrarvertíð á bát úr Vogunum, sem mótoristi. Þessi bátur var mjög áþekkur bátunum úr Grindavík sem ég hef áður lýst. Nafn bátsins man ég ekki en eitthvað er orðið Dagný að veltast um í huga mér. Eigandi og formaður var Guðmundur Korts- son í Bræðraparti í Vogum og minnir mig að við höfum verið fimm á bátnum. Ég var til heimilis í Bræðraparti hjá Guðmundi og konu hans. J Heima er bezt 331

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.