Heima er bezt - 01.09.1997, Síða 18
Gamlir leikfélagar í Haganesvík,
Sigurjón Jóhannesson frá Vík og
Guðmundur Sœmundsson frá Neðra-
Haganesi. Myndin er tekin 1996.
að vetrinum á m/b. Kópi, fram yfir
1950. Bátar Skafta hétu hins vegar
ýmsum nöfnum s.s. Úlfur Uggason,
Stathav, Mjölnir, Þormóður o.fl., en
þó var alltaf bara talað um bátinn
hans Skafta. Koma með Skafta eða
Fastar strandferðir hófust
hins vegar til Haganesvíkur
með e/s. Skálholti laust fyrir
síðustu aldamót en þær lögð-
ust af þegar m/s. Skjaldbreið
hætti ferðum árið 1966. Ferðir
flóabátsins frá Akureyri hófust
hins vegar til Haganesvíkur
árið 1909, en voru stundum
stopular til ársins 1928 að Jón
Björnsson, útgerðarmaður á
Akureyri, tók þær að sér og síð-
ar Steindór sonur hans, sem
þekktastur varð fyrir útgerð flóa-
bátsins Drangs. Drangur nr. 2
mun hafa hætt ferðum til Skaga-
ljarðarhafna 1974.
Annar þáttur sjósamgangna við
Haganesvík var Siglufjarðarbátur-
inn, sem reyndar stundum var í
opinberum skýrslum nefndur Fljóta-
bátur. Þessar ferðir hófust í tengslum
við áætlun hópferðabifreiða árið
1935 og auðvitað 3-4 mánuði að
sumarlagi, en þær lögðust af þegar
akstur hófst um Siglufjarðarskarð
1947. Það var Skafti Stefánsson út-
gerðarmaður á Siglufirði, sem ann-
aðist þessar ferðir lengst af og einnig
að vetrarlagi, en síðar tók annar Sigl-
firðingur, Jón Daníelsson, við þeim
Á fyrri hluta aldarinnar og
fram yfir hana miðja var
vegur Haganesvíkur tals-
verður, einkum voru það
fjórði og fimmti áratugarnir
sem báru af í þeim efnum.
Byggingaframkvæmdir
kaupfélagsins, bryggjugerð,
veitingaskáli reistur, félags-
heimili o.fl. Fasta búsetu í
Víkinni og á Haganesbæjun-
um höfðu þó ekki fleiri en
40-50 manns. Yfir sumar-
tímann var þó öllu líflegra,
einkum meðan virkjunar-
framkvæmdir stóðu yfir við
Skeiðsfoss 1942-1945, en
þá var Haganesvík umskip-
unarhöfn verktakanna og
lágu stór flutningaskip dög-
um saman við festar á Vík-
inni meðan farmur var los-
aður.
Hraun í Fljótum, Hraunamöl,
Haganesborg og jjöll vestan
Haganesvíkur bera yfir
Miklavatn sem er nœst á
myndinni. Eldra húisið byggði
Jón Mýrdal, rithöfundur, á
ofanverðri 19. öld og þarna er
talið aó Davíð Stefánsson,
skáld frá Fagraskógi hafi
byrjað að safna fróðleik um
Sölva Helgason í bókasafni
móðurbróður síns, Guðmundar
Daviðssonar, sem bjó á
Hraunum fyrri hluta þessarar
aldar. Myndin er tekin 1996.
fara með Skafta.
Á fyrri árum og allt fram
undir síðustu aldamót var sjósókn
annar höfuðatvinnuvegur Fljóta-
manna til þorsk- og hákarlaveiða.
Meðan sjávarútvegurinn var þar í
mestum blóma, voru Fljótin oft köll-
uð forðabúr Hólastóls enda átti
Stóllinn skreiðarskemmu í Haganes-
vík.
En Fljótamenn guldu líka mikla
mannfórnir í baráttunni við hafið,
liklega fleiri en aðrir útgerðarstaðir
norðanlands ef marka má gamla ann-
334 Heima er bezt