Heima er bezt - 01.09.1997, Page 21
Sigurður var vanur að koma fram,
enda enginn viðvaningur, marghertur
í hretviðrum stjórnmálanna og búinn
að vera forsætisráðherra. Sigurður
var glæsimenni, hár, tígulegur og
góðlegur. í svipnum var einhver sér-
stakur hlýleiki. Hann var vel mælsk-
ur og kryddaði ræður sínar með
skáldlegum tilvitnunum.
Séra Jón Guðnason var sá af fram-
bjóendunum sem ég þekkti að
nokkru ráði, enda hafði hann fermt
mig og ég oft hlustað á hann í kirkju.
Ég var því mjög fylgjandi að hann
næði kosningu sem og líka varð.
Ekki var þetta þó af því að ég hefði
svo fastmótaðar skoðanir í stjórn-
málum eða ég heíði ákveðið að
fylgja Framsóknarflokknum að mál-
um, heldur stafaði þessi óskhyggja
mín af stakri aðdáun á manninum
sjálfum. Ég hygg að flest þau börn
sem hann hafi fermt hafi verið sama
sinnis, enda var maðurinn sérstakt
ljúfmenni og aðlaðandi í allri fram-
komu.
Ég hef haft kennslu að ævistarfi og
umgengist marga kennara og barna-
fræðara. Ég tel mig því hafa nokkra
innsýn inn í þau mál sem að kennslu
lúta. Það er skoðun mín að séra Jón
hafi verið fæddur kennari.
Arni Árnason læknir, var hlédræg-
ur maður og fáskiptinn. Talinn var
hann gáfumaður mikill og einlægur
trúmaður. Hann mun hafa notið al-
mennrar virðingar. Stjórnmál munu
að líkindum ekki hafa verið hans fag,
þótt hann léti tilleiðast í þetta skipti.
Fundurinn stóð til klukkan fimm
um morguninn. Fyrst fluttu fram-
bjóðendur framsöguræður og þær
nokkuð langar. Ég man ekki efni
þeirra en hitt man ég að mér þótti
Sigurður Eggerz skara fram úr og
eins hvað Árni læknir var feiminn og
virtist taka sér þetta nærri.
Brátt snerist fundurinn upp í nokk-
urs konar einvígi milli Jóns Þorláks-
sonar og Tryggva Þórhallssonar.
Málflutningur þeirra var glæsilegur
en þó ólíkur um margt. Ég held að
Tryggvi hafi verið það sem kallað er
á dönsku „folketaler.“ Maðurinn var
glæsilegur og átti létt með að orða
hugsanir sínar svo að almenningur
skildi. Jón var rökhyggjumaður og
þungur á bárunni, en allt glöggt og
skýrt það sem hann sagði. Það ein-
kenndi Jón og lýtti málflutning hans
að nokkru að honum hætti við að
stama, einkum er hann hóf mál sitt.
En er hann hafði talað nokkra stund
varð hann flugmælskur og var þá
sem hraðinn ykist er á leið ræðuna.
Aðeins einn innanhéraðsmaður tók
til máls á fundinum, Þorsteinn Þor-
steinsson sýslumaður. Þorsteinn var
frekar stirður ræðumaður og ekki
áheyrilegur, en var af flestum talinn
hygginn.
Ég hygg að það hafi verið frekar
fátítt að innanhéraðsmenn tækju til
máls á opinberum fundum. Ég man
aðeins eftir einum sem ég heyrði tala
á almennum stjórnmálafundi, það
var Guðbrandur Jónsson bóndi á
Spákelsstöðum. Sérstæður maður um
margt, hægur og látlaus í framkomu
en flugmælskur. Guðbrandur var tal-
inn fróður í lögum og því af sumum
kallaður Laga-Brandur.
Nokkuð tók að fækka á fundinum
er líða tók á nóttina. Ferðafélagar
mínir, þeir Bergjón og Oddur, komu
til mín um þrjúleytið og sögðust ekki
nenna að hanga þarna lengur. Sögð-
ust vera að fara heim og spurðu mig
hvort ég ætlaði ekki að vera með. En
ég gat ómögulega slitið mig frá þess-
ari sérstæðu skemmtun, sagðist ekki
fara fyrr en fundi væri slitið. Fund-
urinn stóð til klukkan nærri fimm
um morguninn. Heim að Snóksdal
kom ég um klukkan sjö. Það var í
þann mund er Kristján gamli var að
koma út og líklega nýbúinn að signa
sig, en það var vani hans á hverjum
morgni og hans fyrsta verk er út var
komið.
Þegar hann sá mig kallaði hann:
„Gústi, flýttu þér nú og komdu inn
og segðu mér fréttirnar af fundinum.
Það er ekkert að marka það sem þeir
segja, Oddur og Bergjón.“
Ekki gat ég leynt því að ég var dá-
lítið upp með mér af því að hann
skyldi meta mig meira en bæði son
sinn og uppeldisson. Var nú sest inn
og þar varð ég að þylja yfir gamla
manninum allt sem ég mundi af
fundinum, eins greinilega og ég gat.
Ég var þá aðeins seytján ára, en
Kristján kominn yfir sjötugt.
Enn er mér þetta glöggt í minni.
Það er eins og ég sjái okkur sitja á
innsta rúminu í fátæklegu og hrör-
legu baðstofúnni í Snóksdal.
Kristján var einn af þeim mönnum
sem átti samleið með æskunni fram á
elliár. Við áttum saman margar
skemmtilegar stundir sem ég man vel
enn.
Ég var spenntur að bíða eftir úrslit-
um kosninganna. Ekki þó vegna þess
að ég væri svo pólitískur eða hefði
myndað mér ákveðna pólitíska skoð-
un. Minn áhugi var eingöngu bund-
inn við að séra Jón Guðnason ynni
kosninguna. Mér var svo innilega
hlýtt til hans.
Kosið var fyrsta vetrardag. Mig
minnir að veðrið væri mjög vont
þann dag. Urslit urðu sem hér segir:
Sr. Jón Guðnason fékk 271 at-
kvæði, náði kosningu.
Sigurður Eggerz fékk 238 atkvæði,
°g
Árni Árnason 117 atkvæði.
Heima er bezt 337