Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Síða 24

Heima er bezt - 01.09.1997, Síða 24
Einar Vilhjálmsson: Reimleifear á Hrauni / rið 1943 flutti Hermann Vilhjálmsson og ijölskylda frá Hrauni í Seyöisfjarðarhreppi í Helgahús, sem er númer 11 við Austurveg á Seyðisfirði. Njáll Stefánsson og fjölskylda flutti þá frá Norðfirði í Hraun. í kjallaranum bjó um þessar mundir, Valgeir Emilsson og frú. Fljótlega eftir komu Njáls fór að bera á reimleikum á Hrauni, sem ágerðust er líða tók á veturinn. Húsið stóð í halla, tvílyft timburbygging með kjallara. Við vesturenda var hlaða en við austurenda steinsteypt við- bygging, timburþiljuð í hólf og gólf, tvær hæðir og kjallari. Aðal inngangur hússins var í viðbygginguna frá suðri í for- stofu á jarðhæð. Eldhús var móti suðri og stofa mót norðri og gengið inn frá forstofúnni. Gegnt eldhúsdyrum var gengið inn í svefnherbergi hjóna í viðbyggingunni. Stigi var úr forstofu upp á gang á efri hæðinni. Gengið var af stigapalli inn í óinnréttaða geymslu í eldri hlutanum, „Dimmaloftið,“ en inn af því var herbergi og geymslu- kompa. 1 austurendanum, á efri hæð viðbyggingar, var stúlkna- herbergi. Gengið var í kjallara um útidyr að norðanverðu en einnig af hæðinni um stiga frá forstofu og um stigagat á eldhúsgólfi. í kjallara var búr, smíðastofa og herbergi sjó- manna. Reimleikamir hófúst um miðnætti uppi á Dimmalofti, með því að rótað var í bókakössum og ýmsu dóti og því dreift um gólf. Síðan heyrðist marrið í stiganum, þegar gengið var af loftinu niður í forstofuna. Var síðan tekið í snerilinn á eldhúshurðinni, honum snúið og hurðinni hrundið upp. Heyrðist þá að gengið var inn í eldhúsið. Einnig átti draugurinn til að rótast um í geymslu í kjall- ara. Var það leikur hans þar að kasta kartöflum upp í stig- ann og láta þær velta niður á gólf. Þessi óhugnaður endur- tók sig nótt eftir nótt. Eitt sinn að kvöldi, þegar Valgeir var að heiman, varð draugsins vart í kjallaranum. Heyrði fólkið umstang frammi á ganginum. Fór Emil, bróðir Valgeirs, fram í for- stofúna og svipaðist um, en þar var enginn sjáanlegur. Margir gerðust til þess að vaka og freista þess að kveða niður drauginn. Engum tókst þó að leysa þrautina og eng- inn fékkst til þess að vera nema eina nótt, svo hræddir urðu menn við návist draugsa. Vigfús Jónsson fór mörgum háðulegum orðum um reim- leikana á Hrauni og taldi þá helbera ímyndun. Hann vakti þar eina nótt en gaf ekki kost á meiru. Þórir Daníelsson hugðist vaka eina nótt, vopnaður hagla- byssu. Hann sofnaði á verðinum og varð því einskis var. Fullhuginn Einar Ólafsson bauðst þá til þess að vaka. Hann var annáluð skytta og hugðist skjóta kauða. Undir miðnætti, þegar heimilisfólkið var gengið til náða, settist hann á stól gegnt eldhúsdyrum, með byssuna hlaðna á hnjám sér. A miðnætti hófst atgangurinn á Dimmalofti og gekk nú meira á en nokkru sinni fyrr. Barst hann niður stigann og að eldhúshurðinni. Einar spennti þá byssuna og miðaði á hurðina. Hann sá að snerlinum var snúið, hurð- inni hrundið upp og marrið í gólfinu gaf til kynna að geng- ið var inn í eldhúsið og fann Einar til návistar draugsins, án þess að sjá hann. Byssan kom því að engu gagni og full- huganum fór eins og fyrirrennurum hans, hann vildi ekki reyna aftur. Stuttu síðar gafst Njáll upp fyrir draugnum og flutti frá Hrauni. Árið 1944 flutti Eðvald Jónsson útgerðarmaður í Hraun. Varð aldrei vart reimleika þar upp frá því. gjp Á förnum vegi... „Sýnum að viö séum frá Lofeinhömrum" Einhvern tíma var það að hópur manna var saman kominn við flutninga. Þá kom að því að lyfta þurfti fullri tunnu. Þá var einum að orði: „Sýnum að við séum frá Lokinhömrum og tökum hana tveir“ Var þetta lengi haft að orðtaki hér um slóðir þegar átti að taka á einhverjum hlut. (Sögn Sigurjúns G. Jónassonar frá Lokinhömrum.) Komið að lufetum dyrum Örlögin spá engu góðu, andinn stendur kvrr. Aðurfyrr mér ávallt stóðu opnar þessar dyr. Elías M. V. Þórarinsson frá Hrauni orti er hann kom að luktum dyrum í Höfn vorið 1943, eftir að Kristján Jakobsson og fjölskylda fluttu þaðan alfarin til Þingeyrar. (Sögn Eliasar Kjaran.) (Heimild: Mannlíf og saga í Þingeyrar- ogAuðkúluhr. hinum fornu.) 340 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.