Heima er bezt - 01.09.1997, Qupperneq 26
húsmóðir mín mig hvort ég treysti
mér til að fara austur á beitarhúsin.
Sagði ég já, og lagði af stað klukkan
um hálf tíu. Þegar ég kom á beitar-
húsin var komið argasta veður,
dimmviðris snjóbylur, svo að ekki
var til hugsandi að láta fé út. Gaf ég
því þess vegna inni en að því loknu
treysti ég mér ekki eða sá mér ekki
fært, að fara heim aftur að svo
komnu. Hafði ég undan veðrinu á
beitarhúsin en á móti að sækja heim.
Beið ég svo þarna og vissi ekki
hvað tímanum leið. Úti hamaðist
hríðin með ógn og hávaða og alls-
staðar kváðu við margbreytileg hljóð
sem stormurinn og snjóiðan fram-
leiddu. Voru þau ekki eingöngu í
vindskeiðunum á þakinu og í gættun-
um á húsinu sem ég var í, heldur
einnig í íjöllunum og úti í náttúrunni
allt í kring.
í fjárhúsinu var hlýtt og notalegt og
í raun og veru leið mér þar vel en
skuggalegt var í torfhúsunum gömlu
og fljótlega varð dimmt í kofanum
hjá mér þegar leið undir kvöldið og
snjórinn og ffosthélan lá yfir glugg-
anum. Ekki hafði ég neina ljóstýru
að kveikja á og þarna í óhugnaðin-
um, sem leiddi af illviðrinu, myrkr-
inu og einverunni, læddust nú að mér
alls konar kynjasögur, sem ég hafði
heyrt og það þá einna helst að þarna,
einmitt í þessum beitarhúsum, átti að
vera reimt svo um munaði. Ég trúði
ekki svona sögum og hef aldrei lagt
trúnað á þær um ævina, en þarna
stóðu þær mér fyrir hugskotssjónum
og komu í mig ónotum. Freistaði ég
þess nú að leggja af stað og reyna að
komast heim en komst ekki nema
stuttan spöl og sá minn kost vænleg-
astan að snúa aftur til beitarhúsanna
og fann þau við illan leik. Mun ég
eitthvað hafa lent af leið áður en ég
komst aftur í beitarhúsin.
Á að giska um miðnætti birti í
lofti, en hvassviðri var mikið. Lagð
ég þá aftur af stað heim á leið. Frusu
mjög á mér fötin, sem áður höfðu
fennt upp og snjórinn síðan bráðnað
í, eftir að ég kom aftur í fjárhúsin.
Var ég því mjög stirður til gangs.
Klukkan þrjú um nóttina kom ég
heim og var þá feginn að fá mat
minn og komast í rúm til að njóta
hvíldar.
Á Melrakkanesi var ég í eitt ár en
fór þaðan að Búlandsnesi við Djúpa-
vog, til Ólafs Thorlacius héraðslækn-
is. Tvö ár var ég á Búlandsnesi og
leið þar vel.
Þaðan fór ég svo að Karlsstöðum á
Berufjarðarströnd og fluttist þaðan
að tveimur árum liðnum til Eski-
fjarðar vorið 1906. Voru foreldrar
mínir þá búsettir þar en þau fluttust
þangað árið áður eða 1905. Vorum
við Jón bróðir minn, sem var tíu
árum yngri en ég, til heimilis hjá
þeim þá. Reri ég á ýmsum mótorbát-
um ffá Eskifirði um árabil og vann
alla algenga vinnu þar á milli. Lengst
var ég á mótorbátnum Svaninum,
eign Finnboga Þorleifssonar, eða í
tólf ár. Þaðan réðist ég á mótorbátinn
Njál, eign Friðgeirs Hallgrímssonar.
Formaður á bátnum var Ágúst Guð-
jónsson.
Eftir eitt ár urðu eigendaskipti á
þeim báti. Keypti þá Ólafur Sveins-
son hann og varð Óli Þorleifsson,
bróðir Finnboga Þorleifssonar, sem
áður getur, formaður á honum. Var
Óli formaður á mótorbátnum Njáli í
þrjú ár, eða þar til báturinn fórst.
Einn dag sem oftar, í júlí, lögðum
við frá bryggju á Eskifirði í róður á
mótorbátnum Njáli. Klukkan var sex
að kvöldi og þoka mjög dimm.
Sigldum við þrjá tíma til hafs eða á
miðin, þar sem við lögðum línuna. Á
ellefta tímanum höfðum við lokið
við að leggja og lágum við bauju-
vakt. Voru þá allir undir þiljum nema
ég, sem átti vakt. Ekkert hljóð barst
mér að eyrum og þokan var eins og
þykkur veggur á allar hliðar. Það
voru að verða vaktaskipti og minnist
ég þess að Eirkíkur Kristjánsson,
sonur Kristjáns Jónssonar pósts á
Eskifirði, var að koma upp stigann til
þess að taka við af mér. Varð mér þá
litið út um glugga bakborðsmegin og
sá þá stefhi á skipi í fárra feta fjar-
lægð koma út úr þokumekkinum og
sigla beint á miðjan bátinn með
þriggja mílna hraða. Fannst mér þetta
frernur óglæsileg sjón, því að þarna
voru engin undanbrögð framkvæm-
anleg. Ég hrópaði þá eins hátt og mér
var framast unnt til félaga minna að
það væri að verða ásigling, en um
leið fór skipið inn í miðjan bátinn
eða inn undir lúgu og hélt honum þar
föstum. Ég var í stýrishúsinu og féll
við höggið. Fékk ég miklar skrámur
á andlitið og meiddist í hægra hand-
legg. Draghurð var á stýrishúsinu og
lokaðist hún föst. Var hún opin en
skall aftur við höggið eða hnykkinn,
sem kom á bátinn við áreksturinn.
Var mjög erfitt að opna hurðina og
óttaðist ég þá að ég myndi fara niður
með bátsflakinu, því að mér var ekki
auðvelt að neita afls, svo meiddur
sem ég var, einkum þó í handleggn-
um. Heppnaðist mér þó einhvern
veginn að komast út hjálparlaust.
Tveir af bátsverjum voru komnir í
koju þegar slysið vildi til. Komust
þeir þó allir upp á þilfar en fáklæddir
og við illan leik. Skipið hélt áfram
sína ferð með bátinn á stefni sínu og
urðum við ekki manna varir á því.
Voru nú góð ráð dýr. Hugkvæmdist
okkur þá að reyna að lyfta léttasta
manninum upp á skipið og varð fyrir
því Kláus Kristinsson frá Hafranesi.
Þegar hann kom upp á skipið fann
hann þar kaðal og renndi honum til
okkar. Ætluðum við að handstyrkja
okkur á kaðlinum upp á skipið og
reyndist það auðvelt fyrir félaga
mína, en þegar ég ætlaði að taka á
kaðlinum var hægri handleggurinn á
mér algjörlega máttlaus. Var þá kaðl-
inum brugðið undir hendurnar á mér
og yfir herðarnar og hífðu þeir mig
þannig upp á skipið. Reyndist þetta
vera breskur togari frá Grimsby.
Þegar við vorum allir komnir upp,
urðum við fyrst varir við mann á
skipinu. Var það háseti. Spurði hann
okkur hvort við hefðum verið fleiri á
bátnum og svöruðum við því neit-
andi. Sögðu togaramenn að í stýris-
húsi hefðu verið tveir menn, stýri-
maður og háseti, og einn maður í
vélarúmi skipsins, þegar ásiglingin
varð.
342 Heima er bezt