Heima er bezt - 01.09.1997, Page 35
Loks gaf ég húsmóðurinni það eina
svar, sem ég gat gefið, að ég vissi
þetta ekki.
Hún rak mig tafarlaust til læknis,
hann staðfesti að grunsemdir hennar
væru réttar, ég gengi með barni.
Ráðningartími minn í Súlnavogi var
senn út runninn, og ég vissi ekki mitt
ijúkandi ráð. Mundi nokkur vilja taka
stúlku í vist, svona á sig komna? Hús-
móðirin hefur sennilega ályktað eitt-
hvað líkt og ég og fundið til vorkunn-
nsemi vegna fávisku minnar og ungs
aldurs, því hún kvað upp úr með það,
að ég mætti vera kyrr í vinnumennsku
á heimili hennar þar til ég hefði alið
bamið, en þá yrði ég að finna mér
nýjan dvalarstað.
Hjá mér fóm í hönd margar dimmar
andvökunætur. Hvemig átti ég ein að
sjá fyrir bami, sem varla var komin
sjálf af bamsaldri og átti hvergi vísan
samastað eftir fæðingu þess, og ekki
gæti ég leitað að Jensen í öðm landi
með barnið í farteskinu. Þetta var mér
hreinlega um megn að mér fannst. En
meðgangan rann sitt skeið. í fyllingu
tímans ól ég son, með miklum harm-
kvælum. Jafnskjótt og ljósmóðirin
hafði lokið við að lauga bamið og
gera því til góða, fór húsfreyjan með
það inn í svefnherbergi þeirra hjón-
anna og veitti því alla þá umönnun,
sem það þarfnaðist. Hún vissi sem var
að ég kunni ekkert með ungbam að
fara. Á meðan ég lá „á sæng“ sá ég
drenginn aðeins þegar reynt var að
koma honum á brjóst, en ég mjólkaði
honum lítið sem ekkert og húsmóðirin
vandi hann því strax á pela. Eg kom
hart niður af bamsburðinum og heils-
aðist ekki sem best fyrst á eftir. Ef til
vill hafa dökkar framtíðarhorfur, sem
lágu mér mjög þungt á hjarta, átt sinn
þátt í því. En einhver úrræði varð ég
að finna og það helst áður en ég stigi
af „sæng.“
Ég játa það fúslega að í unggæð-
ingshætti mínum bar ég blendnar
móðurtilfinningar í brjósti til bams-
ins, sem ég taldi mig engan veginn
geta framfleytt af eigin rammleik og
tilkoma þess setti allar fyrirætlanir úr
skorðum hjá mér, í þá veru að leita
Jensen uppi, en það vó þyngst af öllu
í mínum barnalega hugsanagangi.
Eftir langar og þjáningarfullar vanga-
veltur og humyndaflækjur, fæddist
loks lausn í hugskoti mínu, sem ég
tók að skoða í fyllstu alvöru. Þar sem
húsfreyjan hafði strax við fæðingu
barnsins, tekið það að sér, eins og
hún ætti það sjálf, fékk ég þá flugu í
höfuðið að léti ég mig hverfa mundi
hún aldrei hrekja barnið frá sér á
meðan það þyrfti á aðstoð hennar að
halda. Mér var vel kunnugt um það
að húsbændur mínir höfðu nóg fyrir
sig að leggja og þóttist þess fullviss
að þau mundu ekki láta sig muna um
það að fæða einn lítinn mun til við-
bótar fjórum stálpuðum börnum sín-
um, sem þegar voru byrjuð að hjálpa
til við fjáröflun heimilisins. Böm
hjónanna virtust öll mjög hrifin af
litla drengnum og ekki mundu þau
skemma fyrir honum.
Að þaulhugsuðu máli taldi ég bestu
lausnina til þess að tryggja framtíð
barnsins og einnig fyrir mig sjálfa, að
ég léti mig hverfa sem fyrst frá
Súlnavogi, áður en húsmóðirin færi
að reifa vistaskiptin að nýju. Þegar ég
svo hefði fundið Jensen, kæmum við
bæði heim til íslands og sæktum son
okkar.
Örfáum dögum effir að ég reis af
sæng náði ég að komast um borð í
strandferðaskip, sem losaði vörur hér
á Súlnavogi og keypti mér farseðil til
Reykjavíkur. Ég þekkti engan í höf-
uðborginni og átti þar hvergi vísan
samastað. Ég lenti í klefa hjá eldri
konu austan af landi, sem einnig var
á leið til höfuðborgarinnar og með
okkur tókust vinsamleg kynni. Ég
spurði hana hvort hún hefði komið
áður til Reykjavíkur. Jú, fyrir ári hafði
hún farið þangað til þess að leita sér
lækninga og var nú að fara í annað
skiptið sömu erinda.
Ég innti hana eftir því hvort hún
þekkti marga í Reykjavík.
„Engan, það ég veit,“ svaraði hún.
Ég gisti á „Hemum.“
„Hernum!? Hemum!? Hvað er
það?“ spurði ég fávís og forvitin.
„Hjálpræðisherinn er kristintrúar-
hreyfing, sem starfar að trúboði og
líknarmálum víða um lönd.
Herkastalinn í Reykjavík er höfuðvígi
starfseminnar hér á landi og þar er
bæði ódýrt og gott að gista,“ svaraði
hún.
„Ferðu þangað núna?“ spurði ég.
„Já, beint ffá skipshlið,“ svaraði
hún.
Þar með hafði ég fundið ódýran
næturstað án minnstu fyrirhafnar, en
pyngja min var létt og lítið eftir af
sumarhýmnni.
Við stöllur fengum gistingu á
„Hemum.“ Næsta morgun gaf ég mig
á tal við starfsstúlku, sem þjónaði
okkur til borðs. Hjá henni mætti ég
ógleymanlegri hlýju og góðvild. Ég
tjáði henni að mig bráðvantaði vinnu
en þekkti engan hér um slóðir, sem ég
gæti beðið um að leiðbeina mér í því
efni. Hún kvað ekkert sjálfsagðara en
reyna að greiða götu mína.
„Hér er nýkomið Morgunblað, þar
er venjulega að finna ýmis konar at-
vinnutilboð. Viltu ekki byrja á því að
líta yfir það,“ sagði hún og rétti mér
blaðið.
Ég hafði ekki lengi flett blaðinu
þegar við mér blasti það sem ég leit-
aði að. Auglýst var eftir stúlku til
heimilisstarfa strax, vegna forfalla.
Upplýsingar á staðnum. Húsnúmer og
götuheiti.
Að kvöldi sama dags var ég ráðin í
vist hjá heldrimanna fjölskyldu í höf-
uðborginni og þar með byrjaði ég að
vinna fyrir fargjaldinu til Noregs.
Rúmu hálfu öðm ári síðar, steig ég
á skipsfjöl og sigldi á þriðja farrými
til fyrirheitna landsins.
Mér gekk strax vel að fá vinnu í
Noregi og tungumálið lærði ég fljótt.
Ég var í leit að sjómanni og hélt mig
því við sjávarsíðuna, þræddi útgerðar-
bæina og fiskimannaþorpin. Byijaði
syðst og dvaldi á hveijum stað þangað
til að ég þóttist hafa fullkannað að
Jensen væri þar ekki að finna. Þá
flutti ég á næsta leitarsvæði. Uppgjöf
kom aldrei til greina í mínum huga.
Framhald í nœsta blaði.
Heima er bezt 351