Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Qupperneq 37

Heima er bezt - 01.09.1997, Qupperneq 37
,Ætlaði að vcrða djáfeni...“ Framhald afbls. 329 Bólstað, ekki bara það að þeir væru orðnir fullnuma hjá Húnvetningum. Það vantaði allt svigrúm en mér finnst alltaf gaman að koma vestur í t.d. Stafnsrétt og hitta gömlu sóknarbörnin því að ég tengdist Húnvetningum sterkum böndum. Við fluttum hingað norður i Mælifell 9. okt. 1983 og höfum verið hér síðan. Fyrsta messan sem ég fram- kvæmdi hér var messa í Ábæ. Hana flutti ég í ágústbyrj- un, áður en ég flutti. Við fluttum hér í gamalt hús á Mæli- felli, það er byggt 1922. Það var töluverð breyting að koma úr húsinu í Bólstað og í þetta gamla hús hér, mér fannst það ekki gott fyrst, en vandist því og kann alltaf betur og betur við húsið eftir því sem tíminn líður. Það er líka búið að gera mjög mikið til að endurbæta það eftir að við komum hingað. Það er búið að klæða það að utan, skipta um þak, glugga og einangra. Ymislegt er búið að laga inni líka svo að nú er þetta gjörbreytt hús. Við erum með dálítinn búskap, sem er þó mest til gamans en ekki sem lifibrauð. Það er enginn fullvirðisréttur á Mælifelli. Mér líkar vel að vera hér. Fólkið í sveitinni er gott og hefur tekið okkur afar vel. Sóknin er að vísu ekki ljöl- menn. Hér eru þrjár kirkjur, Mælifell, Reykir og Goðdal- ir, og svo Ábær sú ijórða. Það þekkja nú flestir lands- menn Ábæjarkirkjuna nú orðið, hún hefur verið svo mik- ið í fjölmiðlum. Þar er messað einu sinni á sumri og sú messa er mjög vel sótt og fer stöðugt fjölgandi kirkju- gestum. Ábær og guðsþjónustur þar eru mjög sterkur þáttur í menningarsögu Skagfirðinga. Fólk kemur langan veg í nokkurs konar pílagrímsferð til að vera við messu í Ábæ. í sumar var til dæmis á fimmta hundrað manns og fólk kom af öllum landshlutum. Það er eitthvað sem dregur mann þarna inn í dalinn, sem nú er alveg kominn í eyði. Síðasta sóknarbarnið í Ábæ, Helgi Jónsson á Merkigili, hrapaði í gilinu í janúar sl. og lést. Það var mikill harmur. Helga var mjög annt um Ábæjarkirkju og sinnti henni mjög vel. Monika á Merkigili hugsaði mjög vel um kirkjuna og Helgi tók við því af henni. En eins og ég sagði, Ábæjarmessurnar eru mjög vel sóttar og svo verður vonandi áfram. í Ábæ verður messað einu sinni á ári um ókomin ár, sá siður er orðinn hálfrar aldar gamall. Það er margt sem fylgir starfinu hér þó að sóknarbörn- in mættu vera fleiri. Ég er með barnastarf tvisvar í mán- uði. Síðast liðinn vetur var ég með það hér heima á Mæli- felli, en var áður með það á Reykjum. Ég hef fengið yngri börnin til að syngja í kirkjunni og þau eru mjög virk. Ég stefni á að hafa hér lítinn barnakór. Okkur hefur liðið vel hér, þó maður viti aldrei hvað framtíðin ber í skauti sínu. Þegar ég kom hingað fyrst þá átti ég ekki von á því að vera nema 1-2 ár en þau eru nú að verða 14. Eftir því sem ég er hér lengur tengist maður staðnum og fólkinu sterkari böndum. Mælifell er mjög gróinn kirkjustaður og hefur verið prestsetur og kirkju- staður frá örófi alda. Staðurinn býður líka upp á marga kosti, þetta er góð jörð til búskapar. Hér er líka óvenju- lega fallegt bæjarstæði. Húsið nýtur sín mjög vel og ijallasýnin stórkostleg. Mælifellshnjúkurinn blasir við heiman frá bænum. Þessi staður hefur sterkar rætur og mér finnst mikilvægt að finna þær. Hér hafa margir merkir klerkar setið. Áhugamál Þó að preststarfið sé ærið starf þá hef ég reynt að sinna ýmsum áhugamálum mínum. Ég hef starfað mikið með Lionshreyfingunni, var svæðisstjóri á Norðurlandi vestra veturinn 1992-93. í Lionshreyfingunni hef ég kynnst mörgum góðum mönnum og það starf er mjög gefandi. Ég hef einnig starfað við MENOR, Menningarsamtök Norðlendinga og verið þar formaður í fjögur ár. Þar er ýmislegt áhugavert í gangi, þó að það fari kannski ekki alltaf hátt. Við höfum verið með ljóðasamkeppni annað hvert ár og smásagnasamkeppni hitt árið . Það var í sam- vinnu við Dag á Akureyri. Það er mjög skemmtilegt og mikið efni sem hefur komið inn á borð hjá okkur. Við gefum út blað einu sinni á ári, MENOR- fréttir. En þetta geri ég eingöngu af áhuga fyrir því að leggja menningar- málum lið. Ég hef líka mjög gaman af að ferðast þó að ég hefi lítið farið út fyrir landsteinana. Ég fór ásamt yngri dætrum mínum í sumar að hitta Pál son minn í Svíþjóð, sem var mjög ánægjulegt. En ég hef ferðast talsvert mikið innan- lands og hef ánægju af að fara um hálendið. Ég hef líka gaman af að lesa, en hef kannski ekki næg- an tíma. Mestan áhuga hef ég á þjóðlegum fróðleik og öllu sem snýr að kirkjunni. Ég stunda nú ekki mikil rit- störf, hef svolítið fengist við að skrifa minningargreinar, greinar um ýmis málefni og smásögur. Ég held að það sé mjög gott fyrir presta að skrifa eitthvað meira en bara predikanir. Það er þroskandi. Ég reyni að gefa mér góðan tíma í að skrifa mínar predikanir, en því miður held ég að almennar kirkjuræður sitji ekki mikið eftir í fólki, nema að eitthvað sérstakt sé. Útfararræður eru ef til vill þær ræður sem skipta fólk mestu máli og það er oft sagt að sá prestur sem semur góðar útfararæður, að honum sé borg- ið í starfinu. Ég hef líka mjög gaman af tónlist og er nán- ast alæta hvað hana snertir. Hér í Skagafirði er mjög mik- ið sönglíf og ánægjulegt að vita til þess. Ég var sjálfstæðismaður á ínínum yngri árum, en hef orðið róttækari eftir því sem árin færast yfir. Það er nú sagt að menn verði yfirleitt íhaldssamari með árunum, en þessu er þveröfugt farið með mig. Ástæðan fyrir þessari hugarfarsbreytingu var dvöl mín í guðfræðideildinni. Heima er bezt 353

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.