Heima er bezt - 01.09.1997, Page 38
Sr. Ólafur með Páli syni sínum, konu hans og afastelpunum þremur.
Hún breytti mér og ól mig upp.
Eg fór að gera mér betur grein
fyrir lífinu og tilverunni og
þeirri ábyrgð að vera manneskja
í sköpun Guðs. Guðfræðin er
ákaflega menntandi og kemur á
svo margan hátt inn á hið mann-
lega, sem eðlilegt er. Það er okk-
ar starf að vinna með fólk.
Ég fann mig ekki í pólitíkinni
og yfirgaf flokkinn. Síðan hef ég
verið óflokksbundinn. Ég segi
það stundum til gamans ef fólk
er að tala um að ég sé róttækur,
að eini flokkurinn sem ég hafi
verið flokksbundinn í sé Sjálf-
stæðisflokkurinn. Ég held að ég
rækist mjög illa með einhverjum
ákveðnum flokki og það breytist
áreiðanlega ekki, það er frekar
erfitt að kenna gömlum hundi að
sitja. Ég hef frekar litla trú á
stjórnmálamönnum yfirleitt,
finnst þeir hafa brugðist. Ég veit
að margir eru sama sinnis og
þess vegna eru stjórnmálamenn
ekki allir í miklu áliti. Menn snúast eins og vindhanar eft-
ir því sem landið liggur og það kemur fram í þeirra störf-
um. Menn sjá í gegn um þennan loddaraleik. En auðvitað
eru til einstaka menn sem vinna af heilindum.
Lífið í dag
Það sem veldur mér hvað mestum áhyggjum í dag er
þessi gróðahyggja sem er að tröllríða öllu. Allt virðist
ganga út á gróða, hagvöxt og fleira í þeim dúr. Þetta tíðk-
aðist ekki svo mjög þegar ég var ungur. Það er eins og
það sé ekkert sem skiptir máli í okkar þjóðfélagi nema
græða og sú hugsun að allt sé hægt að kaupa fyrir pen-
inga. Menn geta safnað að sér alls kyns dauðum hlutum,
alls kyns skrani, en það er ekki það sem skiptir máli. Það
er ekki lífið sjálft. Auðvitað er lífsbaráttan hörð og menn
verða að lifa. En þegar öll hugsun manna er farin að snú-
ast um hin efnislegu gæði þá er illa komið. Þessi mamm-
onsdýrkun er hrikaleg og dansinn kringum gullkálfin
skelfir mann.
Ég get ekki sætt mig við í þessu þjóðfélagi hve lífskjör
þeirra sem minna mega sín eru sífellt skert. Það er ráðist
á sjúklinga, ellilífeyrisþega og þá sem minna mega sín, á
sama tíma og gróðapungar og sægreifar vaða uppi í þjóð-
félaginu. Þessir menn verða stöðugt ríkari á meðan hinir
verða stöðugt fátækari, það er slæm þróun.
Það hefur alltaf verið talað um að íslendingar væru
mikið fyrir samhjálp og samvinnu. Tryggingar væru góð-
ar og vel staðið við bakið á okkur. En mér finnst vera
orðin breyting á og hafa orðið mikil breyting síðustu tíu
til tuttugu ár. Samhjálpin fer minnkandi. Hugsanagangur-
inn er þannig að hver eigi að hugsa um sig. Það finnst
mér slæmt. Einstaklings- og gróðahyggja fer vaxandi.
Þetta er slæmt og ég vona að við munum snúa við og
hætta að halda áfram á þessari braut.
Það eru svo ótal margir sem þurfa á hjálp að halda,
bæði fullorðnir og böm. Prestar verða oft varir við slíkt í
starfi sínu. Það eru mun fleiri en manni dettur í hug. Við
megum heldur ekki gleyma líknarfélögum út um allt land
sem þurfa á ljárstuðningi að halda. Öll eru þau þörf, en
þvi miður þá getur maður ekki styrkt allt. Mér finnst að
þessi félög ættu að fá meiri fyrirgreiðslu frá hinu opin-
bera. Þjóðfélaginu ber skylda til þess að aðstoða þá sem
ekki geta séð sér farborða af eigin raun, t.d. vegna veik-
inda eða fötlunar.
Það eru ýmsar blikur á lofti í þjóðfélaginu. Við eyðum
og sóum á báða bóga. Áfengis- og eiturlyíjaneysla er
vandamál í landinu, fólk kennir unglingum um en gengur
svo ekki á undan með góðu fordæmi. Það þýðir ekki að
tala alltaf um unglingana, við verðum að sýna fordæmin
sjálf. Við íslendingar erum líka óskaplega blind á öll þau
auðæfi sem við eigum, þá á ég við fegurð og hreinleika
landsins okkar. Við reisum stóriðjuver til að spilla lofti og
legi en hugsum ekki um afleiðingarnar. Ég held að ís-
lendingar hefðu gott af að skoða staði þar sem mengun er
mikil, svo að við sæjum hve hreint og yndislegt loft við
354 Heima er bezt