Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 4
' Agætu lesendur. Nú lækkar sól óðum á lofti og dagurinn styttist. Ekki hygg ég að það sé ýkja oft sem við mannfólkið leiðuin hugann beinlínis að þessum lífgjafa alls sem á jörðinni grær, sólinni. Þessum eldhnetti sem, þrátt fyrir gífurlega fjarlægð sína, nær að lýsa upp allt á jörðinni svo albjart verður og hita upp svo um munar. „Dýr myndi Hafliði allur,“ var sagt í öðru sambandi og tilgangi, en á sama hátt mætti segja að mikill hlýtur hitinn allur og birtan vera í þessum eldhnetti, að hann skuli ná þessum áhrif- um um svo langan veg. Sólin hefur enda heillað mannkynið frá alda öðli og hafa menn dáð hana víða og m.a. túlkað útlit hennar á ýmsa vegu í listaverkum sín- um. Einhverjar kenningar hafa menn reyndar verið með uppi um að tími sólarinnar sé takmarkaður, eins og flests annars í efnisheimi, hún muni er tímar líða brenna upp og breytast í risastóran gasrisa, sem muni verða svo mikill að umfangi að hann muni m.a. umlykja jörðina. Telja menn sig hafa séð þessa þróun hjá öðrum sam- bærilegum stjörnum úti í hinum stóra himingeimi. Ekki er þetta þó þróun sem við er nú búum á hóteli Jörð, þurfum að hafa verulegar áhyggjur af, því menn telja að þessi breyting muni ekki verða fyír en eftir svo sem einn milljarð ára. En sérkennileg getur sú þróun verið, því þar má segja eins og kannski um fleira í veröldinni, að eins dauði verði annars brauð. Þó þessi væntanlega stækkun á sól- inni muni að sjálfsögðu eyða öllu lífi á jörðinni, verði það enn þar til staðar þegar þar að kemur, og væntan- lega svíða hressilega alla næstu hnetti, þá búast menn við að á sumum ljarlægari hnöttum, sem í dag eru nán- ast djúpfrystir og óbyggilegir lífi eins og við þekkjum það, muni hlýna snarlega og að því marki sem heppilegt er fyrir myndun lífs og alls sem því fylgir. Hafa menn nefnt sum tungl og fylgihnetti í ytra hluta sólkerfis okk- ar, í þessu sambandi. Stundum verður manni hugsað til þess hvað skyn- heimur okkar jarðarbúa er í raun afskaplega lítill og tak- markaður, ef miðað er við öll þau ósköp og víðáttu sem utan hans er, þ.e.a.s. ef litið er til himingeimsins og alls þess sem hann býr yfir, og sem við auðvitað vitum harla lítið um, enn sem komið er. Þó eru menn smám saman að bæta við þekkingu sína í því efni, og þrátt fyrir þær fjarlægðir og yfirtök sem vísindatæki og geimför eru farin að fara og ná yfir, að okkar mati, þá eru þau tæp- lega farin að yfirgefa Qöruborð okkar við alheimshafið ennþá. Slíkar eru ómælisvíddirnar í þessu „reginhafi“ efnisheimsins. Löngum hafa menn starað upp í stjörnubjartan nætur- himininn, stundum í lotningu, og fyrr á öldum sáu menn ótal myndir út úr afstöðu stjarnanna og gáfu þeim nöfn eftir því sem þeir töldu sig sjá þar. Það auðveldaði þeim einnig að ferðast og rata eftir stöðu stjarnanna. Sagt er að það hafi verið íbúar hinna fornu menning- arsamfélaga í Litlu-Asíu, Assyríu, Babyloníu og Fönikíu, sem fyrstir notuðu ímyndunaratlið og skipuðu stjörnunum í stjörnumerki og gáfu þeim nafn. Og svo vikið sé aftur að sólinni þá er svo sem ekki mjög að undra að menn hafi dýrkað hana og dáð í gegn- um aldirnar, því alllengi hefur mönnum verið ljóst hvílík undir- staða hún er fyrir tilveru lífs á jörð- unni. Hún lýsir og hitar, veldur flóði og fjöru, skapar regn og þurrk og bók- staflega talað heldur öllu gangandi á jarðríki okkar. Þetta er öllum ljóst að sjálfsögðu, en merkilegt er það samt hversu lítt hinn almenni nútíma maður í raun leiðir hugann að þessari staðreynd. Ekki svo að skilja að slíkar hugleiðingar myndu hafa afger- andi eða verulega lífsbreytandi áhrif fyrir hann, en þó er eins og mætti ímynda sér að það væri ekki óhollt fyrir mannfólkið að íhuga stundum hversu háð það er öllu umhverfi sínu og hvaðan því kemur möguleikinn til til- veru. Þetta gerðu sumar hinna fornu þjóða, og kannski voru þau tengsl og hugrenningar ekki alveg eins út í bláinn og maður gæti ímyndað sér. En þetta er eitt af því sem horfið hefur með nútíma menningu og tækni. Mað- urinn trúir æ meir á mátt sinn og megin, yfirráð yfir náttúrunni, og getu sinni til þess að stjórna henni og fara með að vild. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. 320 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.