Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 13
Hallgerður Gísladóttir Þann fimmtánda október nœstkomandi, standa þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Islands og handritadeild Landsbóka- safnsins, fyrir degi dagbókarinnar. Is- lendingar verða beðnir um að halda dagbókþann dag og vonumst við til að sem flestir taki þátt í því átaki svo að það megi fást sem bestur þverskurður af lífi þjóðarinnar einn haustdag í lok tuttugustu aldarinnar. Jafnframt eru þeir, sem eiga í fórum sínum persónu- legar heimildir, svo sem bréfasöfn eða dagbœkur hvattir til að afhenda þær handritadeild Landsbókasafnsins eða héraðsskjalasöfnum, svo að þessar heimildir megi koma til góða þeim fræðimönnum sem fást við að rannsaka lífshœtti Islendinga á komandi öldum. Við vonum að lesendur Heima er bezt láti ekki sitt eftir liggja. Hér á eftir eru birt dæmi úr heimildasafni þjóð- háttadeildar en þar hefur um árabil verið safnað persónulegum heimildum af ýmsu tagi, með því að senda spurningaskrár til eldra fólks eða taka viðtöl. Þar eru nú um 13000 handrit sem innihalda fróðleik um daglegt líf íslendinga. Lögð er áhersla á að nálgast heim- ildir sem alla jafna rata ekki á bækur og er oft hægt að finna út mismun milli héraða varðandi ákveðin vinnu- brögð eða siði, því að heimildarmenn úr flestum héruð- um svara spurningaskránum. Tvær til þrjár spurninga- skrár eru gefnar út á ári í þjóðháttadeild og nú í október verður send út spurningaskrá um heimilisguðrækni. Heimildarkona úr Vestur Skaftafellssýslu f. 1876 segir frá föstum verkum sínum þegar hún var 9 ára gömul og var lánuð austur á Mýrar til að vera liðléttingur á heimili frænda síns. Þórður Tómasson skráði: Kýrnar átti ég að sækja og reka þriðja hvern dag, en þarna voru þrjú heimili og önnuðust um þetta til skiptis. Þær voru látnar liggja úti í Staffellshvammi. Mýrarblettir þar fyrir neðan nefndust Jarðföll og voru kýrnar þar vanalega á beit á morgnana. Þarna var svonefnt Morlón, og rann Hrafnagilslækur við það. Ég lagði stundum net- stúf í lónið á kvöldin og fékk bleikju í hann, þó ekki gæti ég vaðið út með netið. Húsmóðirin gekk út milli mála um engjasláttinn. Fór hún á engjamar, þegar hún var búin að fara í kvíarnar. Þá var ég ein heima með þrjú smábörn og mátti vel gæta að öllu, því hættur voru skammt ffá bæn- um, opinn brunnur austur í túni og graflækur litlu austar. Bað ég frænda að bera steina inn í bæinn og setja bak við Heima er bezt 329

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.