Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 5
Birgitta H. Halldórsdóttir r J / J Rœtt við skáldið og bóndann Guðmund L. Friðfinnsson Guðmundur L. Friðfinnson er þjóðinni kunn- ur vegna skrifa sinna, bœði útgefinna bóka og útvarpsefnis sem hann hefur lagt okkur til gegnum tíóina. Eftir hann eru útkomnar fimmt- án bœkur, auk leikrita og annars efnis sem flutt hefur verið í útvarpi. En þó að Guðmundur hafi verið afkastamikill með pennann, þá hefur hann ekki síður verið ajkastamikill í ræktun og umbótum á jörðinni sinni, Egilsá í Skagafirði. Hann er handlaginn mjög og er margt til lista lagt. Guðmundur erfróður maður og hefurfrá mörgu að segja. Það var mér því mikil ánægja að fá að taka hús á Guómundi einn fagran sumardag. Það vakti athygli mína að við heim- reiðina stendur fallegt skilti með orðum Jónas- ar Haugrímssonar: „Faðir og vinur alls sem er, annastu þennan grœna reit... “ Og fyrir neðan þessi fallegu orð er bæn frá Guðmundi sjálfum: „ Gef okkur visku til að umgangast landið með virðingu og gát, grœða sár þess, hlífa gróðri þess og lífi, auka fegurð þess og arðsemi og njóta þess og nytja það á heilbrigðan og heiðarlegan hátt. “ Viðtökurnar voru höfðinglegar og ég naut þess að hlusta á þennan fróða mann segja frá í kyrrðinni og náttúrufegurðinni, sem Egilsá hef- ur uppá að bjóða. Heima er bezt 321

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.