Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 40
s
Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum:
Hver liðin stund
1 •• \ r • r x
er logð 1 sjoð
I þessari bók segir Skúli frá bamaskólanámi sínu, en kennari hans þar var
Amdís Jónsdóttir, sem þekktari er sem „Elskan hans Þórbergs.“ Hann rekur
á eftirminnilegan hátt kynni sín af henni, frá fyrsta fundi til hins síðasta. í
þeirri frásögn kemur fram hvemig kynnum hennar og Þórbergs var háttað.
Einn kafli bókarinnar fjallar um skólavist Skúla í Samvinnuskólanum í
Reykjavík og gerir hann þar skemmtilega grein fyrir nokkmm skólasystkinum
sínum.
Sitthvað fleira er forvitnilegt í þessari bók og má þar m.a. nefna lýsingu
á Borðeyrardeilunni svo kölluðu, frá sjónarhóli heimamanns, sagt er frá
komu nýs kaupfélagsstjóra til Borðeyrar, greint frá pólitískum hræringum
í sveitinni, m.a. á tíma Finnagaldursins, og sagt er frá dvöl bresks herliðs
þar. Lýst er hvemig Bæhreppingar fógnuðu stofnun lýðveldis á íslandi 17.
júní 1944 og sitthvað fleira er hér skemmtilegt að lesa.
Svo hleypur
Skjaldborg BÓKAÚTGÁFA
Ármúla 23- 108 Reykjavík - Sími 588-2400
æskan unga
Skúla á Ljótunnarstöðum tekst svo sannarlega að láta lesandann gleyma
stund og stað er hann leiðir hann um dularfullan heim bernskunnar, fullan
af grun, eftirvæntingu og spum við „Guðfræðinám í hænsnakofa,“ og segir
honum síðan „Ævintýrið um Krist," þessa eilífu atburðahri ngrás, sem aldrei
rofnar. Og þá gleymist ekki „Vindheima Björtsem lifði vammlausu lífi
alla sína daga, en olli hneykslun með dauða sínum, eða hin hetjulega barátta
Jóns ísakssonar, er bætti fyrir öll sín brot með andlátsorðunum.
Þátturinn „Með blindu fólki,“ er sjáandi mönnum holl lesning og bendir
á margt sem betur má fara í skiptum okkar og umgengni við hina blindu.
Þjóðlífsþættirnir tveir „Um gesti og gestakomur“ og „Fornar ástir og
þjóðlegt klám,“ hafa sérstakt heimildargildi um þau viðhorf, sem óðum eru
að gleymast. í þeim birtist e.t.v. best hin sérstæða frásagnarsnilld höfundarins
og hæfileiki hans til að skynja samtíð sína og þá menningarstrauma er ryðja
burt fornum hefðum og siðum.
kr. 99».-
^ Bóðar b»korg
sendingargi0
.. SERSTAKUR
PONTUNARSEÐILL
FYLGIR BLAÐINU