Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 36
ekki nákvæm skil á því sem þarna fór fram, nema sögunni, sem lesin var upp. Hún hét „Sveitarómagi.“ Fólkið á skemmtuninni hafði ekki heyrt hennar getið. Þegar ég kom heim var ég spurður hvað hefði gerst á skemmtuninni og sagði ég þá frá sögunni. Sagði þá gamla konan, húsmóðirin á heimilinu: „Reyndu að segja okkur söguna.“ Ég reyndi það og fékk lof fyrir. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem ég reyndi að segja sögu, og þær eru orðnar margar, sem ég hef sagt. Það eru nú orðin 77 ár síðan ég fór á þessa skemmtun og ennþá man ég kafla úr þessari sögu, þó ég sé hálf búinn að gleyma skemmtuninni. En hún rifjaðist þó upp þegar ég fór að hugsa um þetta löngu liðna at- vik. Þegar ég reyndi að segja heimilis- fólkinu, sem ekki fór á skemmtun- ina, söguna, sagði húsmóðurin: „Ansi segir strákurinn vel frá.“ Ég var náttúrlega hreykinn af lof- inu. í fyrra hitti ég frænku mína. Hún var ein af þeim, sem heyrði mig segja söguna. Hún sagði: „Það var líkt og þú Iifðir þig inn í þessa sögu.“ En það var nú kannski ástæða fyrir því. Sagan sagði frá barni, sem misst hafði foreldra sína og lenti á sveit- inni. Það var farið mjög illa með það, þar sem það var. Góð kona, sem búin var að missa einkabarn sitt, 12 ára dreng, veitti því athygli hvernig aðbúnaðurinn var hjá þessum for- eldralausa dreng, og bauðst til að taka hann án þess að neitt væri gefið með honum. Ég hef stundum verið að hugsa um það, hvers vegna ég var svona hrif- inn af áður nefndri sögu. Ég held að nú hafi ég fundið skýringuna. Ég átti það ekki víst að fá að vera á Hörðu- bóli, æskuheimili mínu, því ég var tökubarn. Faðir minn dó, þegar ég var 6 mánuða og móðir mín gat ekki haft mig. Hún vann fyrir bróður mín- um en gat ekki haft okkur báða. En þetta var ágætisheimili sem ég var á. Ég gat ekki hugsað mér að fara þaðan fyrr en ég væri orðinn fullfær um að vinna fyrir mér. Það stóð eitt sinn til að láta mig fara burt af heimilinu, en sú saga verður ekki rakin hér. Fátt hefur komið verr við mig um ævina en þegar ég heyrði það. Ég gat ekki hugsað mér að fara frá gömlu konunni. Henni átti ég það að þakka að ég fékk að vera kyrr. En nú ætla ég að segja meira af skemmtuninni, sem greinarkornið byrjaði á. Kristján Jóhannsson frá Bugðu- stöðum, flutti þarna þátt, stökur, sem hann hafði gert. Hann var kunnur um alla Dalasýslu og víðar, sem mjög snjall hagyrðingur. Ég lærði tvær vísur sem hann fór með og kann þær enn. Hann sá mann ríða fyrir ofan garð. Það var vinnumaður frá Tungu í Hörðudal. Hesturinn var afar vilj- ugur og talinn einn besti reiðhestur sveitarinnar. Vísan er svona: % Aldrei hnaut, því afls síns naut, áfram þaut með sogum, greiður Fauti gneistum skaut, gatan flaut í logum. Oddur Amgrímsson var alkunn hermikráka, söng- og gleðimaður. Ég man að hann var með bók fyrir fram- an sig og sagði: „Kæru bræður og systur. Ég ætla að lesa upp úr Litla-testamentinu.“ Hann las með blástursrykkjum. Svo kom tómið. Og mikið var hlegið. Hann passaði sig á því að hafa ekkert lag, heldur jóðlaði allt með miklum hávaða. Sálminn hafði hann sjálfur samið. Hann hermdi eftir fleiri prestum en sr. Jóhannesi. Ég heyrði sagt að einu sinni, er hann kom að Kvenna- brekku, hafi sr. Jóhannes sagt við hann: „Ég heyri sagt að þú sért farinn að predika. Viltu nú ekki lofa mér að heyra smá ræðustúf?“ Oddur brást vel við og sagði það velkomið, en hann yrði nú að athuga að missmíði kynni að vera á því hjá sér, hann væri ekki háskólagenginn. Þá hlógu þeir báðir. Jóhannes sagði þetta ekki af því að hann væri móðgaður. Ég man vel eft- ir honum. Fyrsta skiptið sem ég veitti honum athygli, mun ég hafa verið rúmlega 7 ára. Þá spurði hann mig hvort ég vildi ekki lesa fyrir sig. Ég las upp úr einhverri barnabók, sem hann var með. „Þetta er nú gott, litli vinur. Það er gaman að svona ungur drengur skuli lesa svona vel.“ Ég varð hrifinn af því að heyra þessi orð. En nú er ég kominn að framhaldi skemmtifundarins. Kristján Jóhannesson var ágætur hagyrðingur. Hann hafði gengið í skóla í Hafnarfirði og var ágætlega greindur. Hann var kunnur um alla Dali, sem prýðilegur hagyrðingur. Góðlyndur gleðimaður. Hann stund- aði kennslu. Fólkið skemmti sér ágætlega þó þetta mundi nú kannski þykja fábreytt nú. Eitt skemmtiatriðið fólst í því að menn fóru að kveðast á. Þar hafði enginn við Kristjáni á Bugðustöðum. Hann lék sér að því að botna svo að segja undir eins, enda mátti segja að hann væri talandi skáld. Og víst var að fólkið skemmti sér vel. Það var spjallað um margt. Síðan var dansað og komið var fram undir morgun þeg- ar fólkið fór að búa sig til heimferð- ar. Þá hafði snjóað mikið og kominn öskubylur. Ég var leiddur heim. Mér finnst það undarlegt að ég skuli muna þetta, eftir öll þessi ár. Þegar ég nú sit og rita þetta, þá skýtur upp í huga minn stöku eftir Kristján frá Bugðustöðum. Hún er svona: Flélt á leið til hæðsta þings, heims frá neyð og prettum. Slær nú gleiður hlynur hrings á himins breiðu sléttum. SgB 352 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.