Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 26
1890, en kom áður frá Snartarstöð-
um í sömu sveit.
Við Halldór bjuggum hér félagsbúi
með foreldrum hans allt til 1972, að
Sigurður lést, en um 1977 gekk
næstelsti sonur okkar, Björn, inn í
búið og hefur síðan verið að smá
stækka við sig, jafnhliða því að við
drögum saman. Höfum við núna um
80 ær, en stutt er í það að þetta teljist
50 ára búskapur. Hér er nú orðið, að-
eins búið með sauðfé, en við höfðum
kýr til heimilisnota fram yfir 1980.
Börn okkar eru sex:
Sigurður, f. 1951, héraðslæknir í
Öxarljarðarhéraði og leysir einnig af
á Raufarhöfn og Þórshöfn, af og til.
Hann á þrjú börn.
Björn, f. 1954, stúdent frá M.A.,
síðar búfræðingur frá Hvanneyri, á
ijóra syni.
Halldór Gunnar, f. 1958, tann-
læknir á Akureyri, hann á fimm
börn.
Kristján Þórhallur, f. 1961, tölvun-
arfræðingur og rekstrarverkfræðing-
ur, á þrjú böm, starfar nú sem rekstr-
arstjóri Rækjuvinnslu F.H. á Kópa-
skeri. Fiskiðjusamlag Húsavíkur,
skammstafað F.H., rekur nú rækju-
vinnsluna hér á staðnum.
Guðrún, f. 1962, hún er hjúkrunar-
fræðingur, vinnur á skurðstofu
Sjúkrahúss Reykjavíkur, á þrjú börn.
Rannveig, f. 1964, stúdent frá
M.A. eins og hin, hárgreiðsludama,
nýflutt til Kópaskers, á þrjú börn.
Öll eiga þau maka, vel menntað og
traust fólk.
A unglingsárum mínum vann ég
mest á heimili foreldra minna þegar
ég var ekki í skóla, en það var á
þeim tíma bæði mannmargt og um-
svifamikið á allan hátt, mikill gesta-
gangur en þægindi ekki að sama
skapi, svo sem við þvotta. Auk þess
var stundaður búskapur, alltaf 2-3
kýr en tilheyrandi heyöflun, kartöflu-
rækt og annað grænmeti til ársnota,
svo eitthvað sé nefnt.
Eftir 1947 vann ég við afgreiðslu-
og skrifstofustörf í K.N.Þ. í u.þ.b. tvö
ár.
Mitt aðalstarf frá upphafi búskapar
Kristveig Björnsdóttir og Halldór
Sigurðsson.
Kristveig og Halldór með börnum
sínum 1998.
hefur verið dæmigert húsmóðurhlut-
verk, en það má svo sem geta þess,
að í mínu tilviki fólst einnig í því að
taka til hendi utan húss, svo sem um
sauðburð og heyskapartíma og fram-
an af árum var ég eiginlega
ómissandi við að keyra dráttarvélina,
við þann frumstæða tækjakost er þá
var, en tengdafaðir minn reyndi
aldrei að læra þá kúnst að aka,
hvorki henni né bifreið. Seinna tóku
synirnir við, smátt og smátt.
Um nokkurra ára tímabil, u.þ.b.
'78-'82, vann ég vaktavinnu við
rækjuvinnslu á Kópaskeri. Það þótti
mér fremur tilbreytingarlítið og leið-
inlegt starf. Þá brá t.d. svo við að ég
stóð mig venjulega að því að bíða
eftir því að tíminn liði, í stað þess að
finnast hann aldrei nógu langur!
Á síðustu 18 árum hefur líf mitt
tvisvar tekið óvænta stefnu, að mér
allsendis óviðbúinni. í fyrra sinnið
vantaði organista við sóknarkirkjuna
okkar, Snartarstaðakirkju. Við hjón-
in höfðum sungið í kórnum frá ung-
lingsárum, en þama hafði fráfarandi
söngstjóri stungið upp á því
við söngmálastjóra, Hauk
Guðlaugsson, að reyna að ala
mig upp í það að taka við
starfinu. Enn þann dag í dag
skil ég ekki hvað fékk mig til
að taka annað eins í mál, ég,
sem rétt þekkti nótumar og
æfði mig aldrei á mitt fallega
orgel, enda var það óvirkt til
1971, er við sendum það í við-
gerð.
En Haukur er þekktur fyrir
það að gefast ekki upp, og um
haustið dreif hann mig á nám-
skeið í Skálholti. Seinna urðu
þau fleiri og í gegnum þau hef
ég kynnst mörgu ágætis fólki,
svo að þetta hefur verið dýr-
mæt reynsla. Hitt er svo annað
mál, að auðvitað var ég orðin
of gömul til að ná færni, þó að
ég færi í tíma til ýmissa góðra
manna. En smátt og smátt
náði ég þokkalegum tökum á
spilamennskunni en þetta var engan
veginn létt framan af. Vil ég mikið
þakka það mínu ágæta kórfólki að ég
komst í gegnum þetta álag.
Réttum 13 árum seinna réðist
hingað menntaður organisti, ung
kona, sem einnig tók að sér næstu
tvær sóknir. Hef ég síðan getað sung-
ið með mínu fólki, mér til mikillar
ánægju.
342 Heima er bezt