Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 12
bannmerkinu í Suðurgötunni, en svo sem kunnugt er má ekki leggja í þeirri götu, þó var yfirstrikað P nálægt miðri götu eins og síðar kom í ljós. Að þessu sinni var ég búinn að leita lengi að stæði og kom loks í Suðurgötuna. Þar var þá röð af bílum vestan megin götu og einn að bakka út. Nú hækkaði á mér brúnin, og reyndi ég að vera fljótur að ná þessu stæði, lagði síðan glaður af stað minna erinda út í bæ og hugsaði sem svo, að ekki færi nú illa um gamla Landróverinn minn meðal þess- ara virðulegu höfuðborgarbíla. Ekki þarf að orðlengja það að áhyggjulaus var ég að stússa í ýmsu mikinn hluta dags, en þegar ég kem að vitja fararskjótans, stendur hann þama heldur einn og einmanalegur og kominn miði undir þurrk- una, þar sem bílstjóri er beðinn að hafa tal af lögreglu. Sé ég þá að bíllinn er undir yfirstrikuðu péi. Aliðið var dags og fór ég ekki á lögreglustöð fyrr en daginn eftir, hitti mann í einkennisbúningi og sagði mínar farir ekki sléttar. Hann hló við, fór síðan með mig til ein- hvers yfirmanns og þar endurtók ég söguna albúinn að taka upp veskið. Báðir voru þessir menn vingjarnlegir, sá síðarnefndi brosti við, rétti mér síðan höndina og sagði, að við skyldum gleyma þessu. Síðan hef ég heldur varast að leggja bíl undir yfirstrikuðu péi. I einn tíma var ég með stutta þætti í útvarpinu, sem ég kallaði „Krækiber á Stangli.“. í einum þættinum sagði ég frá þessu atviki. Þetta voru vinsælir þættir og hringdi fólk stundum til mín að lestri loknum. Eitt sinn hringdi til mín ókunnug kona í Reykjavík og talaði lengi, sagðist vera með heilsuböð og nudd. Bauð hún mér að koma til sín og skyldi ég fá þá þjónustu sem ég vildi. Framtíðin Hamingjan góða, hvað hefúr gamall maður að segja um framtíð? Ætli þar gildi ekki spakmælið: „Lítið sjáum aft- ur en ekki fram“. Nú er ég einn orðinn á bænum. Barna- heimilið hætti, þegar konan mín fór að finna til heilsu- brests. Nú er hér ekki lengur umsvifamikill búskapur, að- eins lítið hrossabú, sem íjölskyldan mín hefur verið að rækta upp og tekist nokkuð vel, svo er ég skógarbóndi, svo það teygist úr búskaparárunum. Eftir að ég varð einn leigði ég barnaheimilið samfellt í níu ár. Þá var hér rekið heimili fyrir þroskaheft börn. Það var góður tími, gott starfsfólk og þetta þroskahefta fólk, saklaust og gott. Síðan hefúr ekki verið samfelld leiga. Húsið er alltof stórt fyrir fjölskyldu. Mig langar til, að hér verði hæfilega stór stofnun með heimilissniði er þjóni á sviði mannúðar og menningar, það gæti vel farið sam- an. Þessi draumur minn vona ég að rætist. Nei, þú færð mig ekki til að spá, til þess eru aðrir fær- ari. Það eru vissulega ýmsar blikur á lofti, ekki allar álit- legar. Það er nú ekki í samræmi við mína skaphöfn að hafa uppi hrakspár, vonin er haldreipi, án hennar væri ekkert líf. Ég held það þurfi nýtt verðmætamat - nýjan Guðmundur 90 ára. skilning á lífinu - nýja lífssýn, en það gerist varla í einni svipan. Mannsævin er stutt, þó hef ég lifað þvílíkar breyt- ingar á mörgum, jafnvel flestum sviðum að ef landið okk- ar væri ekki á sínum gamla stað og óbreytt í aðalatriðum, þá liggur við að þetta gæti verið á annarri plánetu. Hins vegar hefur alltaf verið breyting og á að vera breyting. Breytingar fyrri tíðar eru óverulegar á mælikvarða tækni- aldar, en voru mikilvægar á sinni tíð og yrði of langt mál upp að telja, enda hef ég reynt að lýsa lífi og lífsháttum á fyrri hluta þessarar aldar þar sem ég þekki til, i bók minni „Þjóðlíf og þjóðhættir,“ útg. 1991. Ég hef alla tíð verið bjartsýnismaður og átt auðvelt með að sjá skoplegu hliðina á tilverunni. Þetta hefúr oft fleytt mér yfir smávegis þröskulda. Ég vona að bjartsýnin hlaupi ekkert frá mér og að ég haldi áfram að trúa á Guð og framtíðina og fái að vera áfram þessi litla öreind í sköpunarverkinu, sem reynir að sinna sínu hlutverki, svo lengi sem náðarstundin endist, eða eins og Jón Kristjáns- son kennari minn lét okkur börnin syngja fyrir um það bil áttatíu árum: „Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið / boðorðið, hvar sem þér í fylking standið. / Hvernig sem stríðið þá og þá er blandið. / Það er að elska, byggja og treysta á landið”. Það er fróðlegt og skemmtilegt að ræða við Guðmund á Egilsá. Hann er hafsjór af fróðleik og hægt að halda lengi áfram. En mér finnst upplagt að slá botninn í þetta viðtal með vísu eftir Guðmund, sem er hluti af stærra verki sem nefnist „ Vor. “ Viltu svo, guð minn góður, gefa þeim mikið Ijós, öllum sem landið yrkja, öllum sem hirða jjós. 328 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.