Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 9
Gamla húsið nýlega byggt. staðar og ráða ráðum. í þennan tíma bjuggu að Syðstu-Grund hjónin Jónína Guðmundsdóttir, móðursystir mín, og Hjörtur Jónasson frá Fremri-Kotum. Vissu þau af ferðum okkar og komu von bráðar á vettvang, buðu heim og gistingu. Aldrei kom til orða að snúa við. Fór Anna bráðlega heim með þeim, en við Gunnar vorum eftir og héldum áfram að ræða kringum- stæðurnar. Alldjúpur áll beljaði gegnum skarðið, sem ekki var þó breitt. Loks var það til ráðs tekið, að við óðum suður fyrir og gengum fram í Stóru-Akra í leit að brúarefni. Fólk var þar allt í svefni, en við hús á túninu fundum við ijögur tré allvæn, sem við drösluðum úteftir og lögðum tvö og tvö saman yfir álinn með hæfilegu milli- bili fyrir hjólin. Nú gangsetti Gunnar og þokaði bílnum með varkárni yfir á þessari brú. Sigurglaðir héldum við nú út í Syðstu-Grund og sóttum Önnu eftir að hafa notið góðra veitinga. Nú var ekkert til fyrirstöðu, aðeins að taka upp brúarefnið og skila á sama stað. Nú var að sjálf- sögðu langt liðið á nótt og vissi ég, að foreldrar mínir voru löngu gengin til náða. í þennan tíma var húsmaður á Silfrastöðum, Höskuldur Geirfinnsson. Hann vann hjá bændum að jarðvinnslu, sem þá var eingöngu unnin með hestum. Við Höskuldur vorum kunningjar og vissi ég hvar hann svaf, og nú fór ég heim í Silfrastaði, vakti Höskuld og bað hann að lána mér hesta og reiðtygi til næsta dags. Höskuldur brást vel við og sóttum við tvo trausta hesta og lögðum á. Vornóttin var fögur, og nú riðum við hjónaefnin fram Silfrastaðafjall, fórum rólega og vorum kát. Áin var enn í miklu flóði og Anna lítt vön að ríða vatnsföll. Ekki bar þó á ótta, þegar við lögðum út í, ég hafði hennar hest straummegin, hélt um tauminn og sagði henni að leggja aftur augun eins og venja var til, ef fólk sundlaði. Þegar við riðum í hlað á Egilsá, var sólin að koma upp, og morguninn var fagur. Anna hafði aldrei komið hér fyrr. Hún stóð við á hlaðinu, leit í kringum sig, sagði ekk- ert en brosti. Nú var að sjálfsögðu kominn mánudagur. Síðan hafa mánudagar verið mínir uppáhaldsdagar. Gifting Það var háttur sumra á þessari tíð, að bregða sér í ann- að prestakall til að giftast og höfðum við ákveðið að fara til Akureyrar. Sem fyrr fengum við Gunnar til þessarar farar og skildi fara til Akureyrar laugardaginn 10. júní og láta séra Friðrik J. Rafnar, síðar vígslubiskup, fram- kvæma athöfnina daginn eftir. Þennan íyrirhugaða laug- ardag var veður heldur leiðinlegt, norðan sveljandi, þoka og jafnvel súld. Af þessum sökum var ég tvístígandi, hvort við ættum ekki að fresta athöfninni og bíða betri tíðar. Ræddi ég þetta við Önnu og síðan foreldra mína. Anna sagði að ég skyldi ráða, en foreldrar mínir lögðu lítið til mála. í þessu þófi stóð frameftir degi. Loks sagði pabbi: „Þið ráðið að sjálfsögðu, en það hefur nú verið siður minn að halda mínu striki með það, sem ég hef á annað borð ákveðið.“ Meiri eggjan þurfti ekki. Nú skildi fara, hverju sem fram færi. Hjónin í Flatartungu, Oddur og Sigríður, ætl- uðu að vera svaramenn okkar og slógust í för, svo var ég með leyfisbréfið í vasanum. Meira þurfti ekki. Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en næsta morgun, en þá var komið glampandi sólskin og blíðviðri. Eftir at- höfn fórum við öll í Vaglaskóg. Það var okkar brúð- kaupsferð og þótti öllum gaman. Síðar þetta sama vor, fórum við á hestum fram í Austurdal - alla leið fram í Fögruhlíð við Hvítá - komum við á Gilsbakka, Merkigili og Ábæ, áttum alls staðar góðu að mæta og Gunnar bóndi á Ábæ reið með okkur fram í Fögruhlíð. Þetta var talsvert ströng ferð á einum degi en skemmtileg. Framundan var lífsbarátta ungra hjóna. Lífið á Egilsá Eins og ég hef áður getið hef ég alltaf haft mörg og fjölbreytileg áhugamál. Ymis konar ræktun og sköpun hefur verið þar ofarlega á blaði, þótt ég viti varla hvaðan ég hef þá náttúru, nema ef vera kynni frá Þorláki í Skriðu Heima er bezt 325

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.