Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 27
skiptist á skoðunum, fræðist hvert af
öðru og skoðar söfn. Hafa þetta verið
gefandi og áhugaverðir fundir.
Félagsstörfin hafa nú oft á tíðum
hlaðið utan á sig. Ég hef starfað í
kvenfélaginu Stjörnunni siðan 1955
og verið í stjórn þess býsna mörg ár,
sömuleiðis í Kvenfélagasambandi og
Kirkjukórasambandi N-Þingeyinga.
Einnig hefur Skógræktarfélagið ver-
ið í myndinni, en frá því að það var
stofnað um 1950, höfum við hjónin
lagt því lið og gerum enn.
Þegar félag aldraðra við Öxaríjörð
var stofnað 1993, var ég kosin í
stjórn og sat í fjögur ár, en nú er ég
búin að segja mig frá því, svo og
ýmsum öðrum stjórnunarstörfum.
Fleira gæti ég nefnt, sem ég hef
komið að, en læt þetta nægja. Verð
þó að geta þess að ég hef aldrei sóst
eftir embættum og tel mig heldur
engan veginn vel til forystu fallna,
þó ég á hinn bóginn hafi áhuga fyrir
að hvert það félag, sem maður er
þátttakandi í, staðni ekki, heldur sé
lifandi.
Áhugamál á ég mörg, líklega of
mörg, það er viss hætta á að kraftarn-
ir dreifist of mikið. Hvers konar
handverk hefur verið mér áhugamál
Valþjófsstaðir III, 1997.
Elsta byggðin á Kópaskeri
1941, œskuheimili Kristbjargar
jyrir miðju, Útskálahúsið, byggt
af föður hennar árið 1934.
Önnur þessara kúvendinga í lífi
mínu utan heimilis, hófst 1989, er
við vorum þrjú í sveitinni fengin til
að taka upp úr kössum ýmsa safn-
gripi, sem geymdir höfðu verið í ára-
tugi, með væntanlegt bygðasafn í
huga, þeir fyrstu frá 1959, eða í 30
ár. Þetta starf hlóð utan á sig og er
frá leið féllu félagar mínir úr skaftinu
en ég ílentist í þessu hreinsunarstarfi
og brátt kom að því að reyna að
koma hlutunum fyrir í gamla skóla-
húsinu okkar. Þá fékk ég móðurbróð-
ur minn í lið með mér við að skrá og
merkja upp á nýtt og koma fyrir öllu,
sem borist hafði og ýmsu sem smám
saman bættist við og er þetta í raun
starf sem aldrei tekur enda.
Safnið var svo formlega opnað 28.
júlí 1991, og hef ég séð um það að
miklu leyti síðan, svo að nú segi ég í
gamni, að ég sé orðin þarna forn-
gripur, en í alvöru fer að líða að því
að aðrir taki við.
í gegnum þetta starf hef ég aftur
kynnst ágætum hópi fólks, víða að af
landinu, með því að það er orðinn
fastur liður safnafólks að hittast ár-
lega í mismunandi landshlutum, að
afloknum sumarönnum, þar sem það
ber saman bækur sínar í þrjá daga,
allt frá barnsárum og í dag er ég
þakklát fýrir þá verkmenningu sem
maður ólst upp við í heimahúsum og
hefur búið að alla tíð síðan.
Bókhneigð hef ég alltaf verið en
sjaldan látið það eftir mér að liggja
yfir þeim, tek þó ævinlega bók áður
en ég sofna og nú seinni árin stend
ég mig að því að sækja í gamlar
sagnir, ævisögur eða
þjóðlegan fróðleik,
hvers konar.
Ræktunarmál og
verndun lands hafa
ætíð verið mér hug-
leikin viðfangsefni og
ekki síður þótt hér
verði líklega að teljast
fremur erfið skilyrði
fyrir tijágróður vegna
vorkulda og hinnar
óvægnu norðanáttar,
beint af hafi (bærinn
stendur u.þ.b. 500 metrum ofan við
ströndina). En ekki blæs alltaf að
norðan og það er fagnaðarefni hvert
vor að fara að fást við gróður og eng-
in leið að láta staðar numið í þeim
efnum.
Ég hef fengist töluvert við að
rækta lúpínu á gróðursnauðum svæð-
um, en um þá jurt hefur ýmislegt
verið sagt og skiptist þar í tvö horn.
En mitt álit er að hún eigi fyllilega
rétt á sér, þar sem maður getur haldið
utan um hana og óumdeilanlega bæt-
ir hún jarðveg mjög.
Alla tíð hef ég haft mikið yndi af
tónlist og söng, bæði sem þátttakandi
og hlustandi og ekki er mögulegt að
hugsa sér líf án þeirra þátta. Ég hef
verið svo lánsöm að fá tækifæri til að
syngja með í kórum um lengri eða
skemmri tíma, undir stjórn frábærra
sjórnenda.
Gjarnan hefði ég getað hugsað mér
að hafa haft fleiri tækifæri til að
ferðast um landið í gegnum árin, en
það vita þeir, sem fást við búskap, að
það er ýmislegt sem bindur mann
heima og því fastar sem tíðarfarið er
betra að sumrinu, en út af þessu hef-
ur þó brugðið og við farið í nokkurra
daga ferðir, okkur til mikillar
Heima er bezt 343