Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 16
lega og þvegnar
sem best mátti
verða. Hnýtt var að
báðum endum og
gerð flétta úr görn-
unum. Var fléttað
frá miðju til beggja
enda. Hleypt var að
gömunum í potti,
síðan pikkaðar og
svo fullsoðnar. Þær
voru settar í drukk
eða súr. Laki var
stundum þveginn
blað fyrir blað en
oftast var honum
fleygt. Keppur var
skorinn frá maga og hvort tveggja síðan hreinsað, gori
hleypt út, snúið við og þvegið. Nýru voru sett upp á mjó-
an trétein í suðu. Lungu voru hirt til matar, ef þau voru
heilbrigð, bundin
við skinn í suðu,
sett í súrt. Mör og
kjöt settu menn í
gollurshús og
saumuðu fyrir. Það
var gefið börnum.
Talað var um, að
kind gerði í blóð
sitt, ef mör var
nægur til blóð-
mörsgerðar. Þetta
var haft eftir karli
um veturgamlan
sauðgelding, sem
hann hafði fargað:
„Bíldóttur aftan en
botnóttur framan.
Braut af sér lamb-
ið, þegar hann var
horn. Strengdur en
þó nokkuð kviðaður. Voru í honum tólf merkur, en fjand-
inn sem hálfur fjórðungur það var.“ Saumað var fyrir
sláturiður með blóðmörsþræði úr þeli. Hann var ekki eins
hár og úr togi.
Lifrarpylsa var gerð úr lifur. Lifrin var vanalega barin
með flösku. Mjólk var höfð í lifrarpylsu. Magáll var salt-
aður, aðeins látinn þorna, síðan reyktur. Önnur verkunar-
aðferð var að sjóða magálinn, sauma utan um hann og
láta hann svo vindþoma í hjalli. Þriðja verkunaraðferð
var að sjóða roskna magála, fella þá í dall og bræða yfir
þá tólg. Þeir voru geymdir til sumardagsins fyrsta. Brisi
var fleygt. Pungar voru rakaðir, saumað fyrir þá, soðnir,
síðan settir í súr. Pungar voru líka reyktir og pressaðir.
Mör var hnoðaður eins og
smjör í trogi, kistu eða
skrínu. Þetta var gert í úti-
húsi á kvöldin og hamast að
því. Mörtöflur voru gerðar
úr mörnum og var hægt að
geyma þær svo lengi sem
verkast vildi. Skákross var
markaður á hverja töflu að
ofan, horna á milli. Menn
voru á skyrtunni við að
hnoða mör, þvoðu sér vel
um hendur, brettu upp fyrir
olnboga. Kæfa var soðin í
potti og látin storkna í pott-
inum. Saumað var utan um
kæfuskjöld eða hann
geymdur í-
skinnbjór.
Kæfa var
líka soðin í
potti, bein
tínd úr,
stöppuð,
síðan felld í stóra dalla og
feiti rennt yfir. Krof tekið
sundur til reykingar:
Fimm rif voru talin frá,
hvoru megin. Þar var
skorið sundur og hryggur
limaður sundur. Bógar
voru limaður frá framhlut-
anum, sem þá nefndist
skammrif. Sárin eftir
bógana voru vandlega
spýtt saman, en áður var
salt sett út undir holdfyll-
una. Rauf var skorin í
hálsvöðva á skammrifinu
og band sett í (hanki).
Afturhlutinn hét krof. Það
var flatt út með því að rif voru Iömuð meðfram hryggn-
um. Raufar voru skornar í hæklana á krofinu. Skorið var
upp í lærin og salt sett í. Bægimir (svo) voru lagðir í
krofið, sitt hvorum megin við hrygginn. Skammrif þar
ofan á og háls látinn horfa fram. Þegar kjötið hafði legið
hæfilega lengi í salti, var það hengt upp í reyk. Krofin
héngu uppi á kroftrjám. Kroftré var svolítið bogamyndað
um miðju, svo það yrði stöðugra á eldhúsbita með haki á
endum. Því var smeygt (stungið) gegnum raufina á öðr-
um hæklinum, brugðið svo yfir bitann og hinum endan-
um smeygt í gegnum raufina á hinum hæklinum.Það var
siður hjá mörgum bændum að fá sér snafs, ef þeir áttu
hann til, þegar þeir hengdu upp kjötið.
Gamalt reykhús í Innri-Miðhlíð á Barðaströnd.
Kroftré.
Eitt af verkunum í sláturtíð var að svíða lappir. Hér eru Arni
Björnsson og Sigurborg Hilmarsdóttir við þá iðju.
332 Heima er bezt