Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 35
Jarpur gamli
að er ekki eingöngu fólkið í
Dölunum sem mér er minnis-
stætt, það eru líka skepnurnar,
sem maður umgekkst daglega. Þær
gátu orðið manni minnisstæðar.
Sérstaklega var það hann Jarpur
gamli, kerruklárinn. Það fyrsta sem
ég man eftir honum var þegar ég var
rúmlega sex ára. Seinni part vors, var
sagt við mig:
„Þú getur rekið hestana út fyrir
túnið. Það er best að setja þig á hann
Jarp. Hann er svo öruggur.“
Svo var hottað á hestana og ég sett-
ur á bak Jarpi gamla. Það hafði
gleymst að segja mér að halda í faxið,
svo ég hossaðist lengra og lengra aft-
ur á bak og datt loks aftan af klámum.
Þá kom einhver hrópandi, til að vita
hvort ég hefði meitt mig, sem ekki
var. Eftir þetta var sagt við mig:
„Þetta er hann Gústi, sem ríður
fyrir aftan hestinn.“
Þó er það nú annað atvik tengt
Jarpi, sem er mér minnisstæðara.
Það skeði seinnipart vors. Þá var ver-
ið að vinna að jarðarbótum. Verkfær-
in, sem unnið var með, voru sam-
eign. Ég var sendur með þau út í
Hörðudal. Á þeirri leið var á, sem að
vísu var brúuð, en með ákaflega
mjórri brú. Jarpur var fyrir kerrunni.
Þegar komið var yfir brúna var beygt
upp á mel en beygjan var þröng. Ég
gætti mín ekki nægilega vel, svo að
allt í einu skellur vagninn og hesturin
yfir, svo sem tveim metrum frá
gljúfrinu.
3. hluti
Hvað átti nú 13 ára barn að gera.
Jarpur lá kyrr og blíndi á mig.
Hræddur var ég um að ég mundi
missa hest og kerru niður í gljúfrið.
Ég bað guð að hjálpa mér. Síðan fór
ég að basla við að leysa hestinn frá
vagninum. Jarpur var rólegur og
kyrr. Mér tókst að leysa öll bönd.
Siðan klappaði ég honum og sagði:
„Stattu nú upp, Jarpur minn.“
Þá stóð hann upp, afar hægt og ró-
lega. Ég gat rétt kerruna við og tókst
að spenna Jarp fyrir hana. Síðan fór-
um við upp hólinn og allt gekk vel.
Ég sagði engum frá þessu nema
gömlu konunni, húsmóðurinni. Mér
fannst hún skilja allt. Og hún kunni
að fyrirgefa.
Sérstæðasta sagan, sem ég man
eftir um Jarp, átti sér stað þegar
haldinn var hrossamarkaður í sveit-
inni. Húsbóndinn lét sækja hestana.
Hann ætlaði að selja nokkra úr hópn-
um. Þeirra beið ekkert annað hlut-
skipti en að þræla í kolanáumum í
Englandi.
Mér fannst gamla konan eitthvað
einkennileg á svipinn. Húsbóndinn
fór svo af stað með hestana, sem
hann ætlaði að selja, þar á meðal
Jarp. Gamla konan var eitthvað eirð-
arlaus. Allt í einu segir hún:
„Gústi, sæktu hann Skjóna fyrir
mig“
Þegar ég kom aftur með hestinn
var hún komin í ferðaföt.
„Hvert ætlarðu að fara?“ spurði ég
í barnslegri einfeldni.
„Ég ætla að skreppa til næsta bæj-
ar,“ var svarið sem ég fékk.
Skömmu síðar kom húsbóndinn.
„Hún mamma þín var að fara eitt-
hvað.“
Ekki neitt svar.
Nokkru seinna kom gamla konan.
Hún teymdi Jarp. Hún strauk honum
og klappaði.
„Þú ert búinn að vinna of mikið
fyrir þetta heimili. Það er ekki heið-
arlegt að borga þér með því að selja
þig í kolanámur. Þú verður ekki
sendur frá þessu heimili á meðan ég
ræð einhverju.“
Þessi mynd af húsmóðurinni, þegar
hún er að tala við hestinn sinn, hefur
geymst í huga mínum í tæp 80 ár.
Skemmtunin
Ég mun hafa verið 11 ára er ég fór
á skemmtun, sem haldin var á næsta
bæ við æskuheimili mitt. Ég vissi nú
Heima er bezt 351