Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Page 27

Heima er bezt - 01.07.1999, Page 27
Næsta dag ætlaði bekkurinn að ganga frá mér eins og hinum kenn- urunum og það fannst þeim sýni- lega spennandi viðfangsefni. Ég reyndi eftir fremsta megni að halda þeim í sætum sínum og láta þau vinna verkefhi, sem ég hafði undir- búið handa þeim, en það var sýni- legt, að þeim fannst hreinn óþarfi að vera að skipta sér af verkefhun- um. Þau fáu sem það reyndu, gátu ekkert unnið af sjálfsdáðum og mér var alveg ómögulegt að sinna þeim að neinu gagni, því að hin voru þá komin um leið út um alla stofu til þess að skemma eitthvað, eða pína og kvelja þau vesælli. Ég ræddi þetta við skólastjórann að loknu dagsverki og gerði honum ljóst, að það væri vonlaust verk að kenna þessum skríl að nokkru viti. Þá svaraði hann. „Það ætlast ekki nokkur maður til þess af þér." „Hvað á ég þá að gera í bekknum?" spurði ég. „Þú átt bara að vera inni hjá þeim og sjá um að þau geri sem minnst af sér." Ég hélt að það væri heldur lítið gagn að slíku. Það væri þá miklu betra að lofa þeim að leika lausum hala úti en vera að pynta þau inni. Þá kom í ljós að ég átti að vera nokkurs konar fangavörður. Ég var hafður þama til þess að þau slyppu ekki út á götu, því úti í bæ væm þau sífellt að gera eitthvað af sér og yllu þar miklu meira tjóni en sem svar- aði kostnaðinum við að hafa þau í skóla. Ég var ekki ánægður með þessa niðurstöðu og ákvað að fara niður á Fræðslumálaskrifstofu og ræða þetta mál við Ingimar Jóhannesson, full- trúa fræðslumálastjóra. Ég var hon- um málkunnugur, því ég hafði stundum áður leitað til þeirra á Fræðslumálaskrifstofunni. Ingimar tók mér vel sem fyrr og við ræddum þetta mál frá öllum hliðum. Honum var vel kunnugt um hvemig þessi bekkur var og hann vissi vel, að það var tilgangs- laust að reyna að mennta þetta fólk. Hann sagði eins og skólastjórinn, að það væri mikils virði að geta haldið þessu fólki saman og vita hvar það væri. Hann taldi mig sem sagt ómissandi í þessu starfi, þó aldrei yrði neitt úr neinni kennslu. Ég var engan veginn ánægður með þessa niðurstöðu og ákvað að hafa upp á bekkjarkennaranum, hvar sem hann væri að finna og komst brátt að því á hvaða sjúkra- húsi hann lá. Ég fékk fyrir náð og miskunn að líta inn til hans um kvöldið og við ræddum talsvert sam- an. Ég hafði heldur lítið gagn af þeim samræðum. Ég komst strax að því, að þetta var úrvalsmaður, góð- menni sem vildi öllum vel og hann bað mig lengstra orða að fara vel að nemendunum, það væri það eina sem gilti. Ég var tregur til að lofa því, en hét honum samt að beita engri hörku við þá næsta dag. Næsti dagur var erfiður. Það ríkti alger upplausn og stjómleysi í bekknum. Nemendunum var orðið ljóst, að kennarinn þeirra var einskis nýtur og þeir mundu geta gert hvað sem þá langaði til í kennslustundun- um og það lá við, að þannig væri það þennan dag. Heiftin sauð í mér, en ég vildi ekki svíkja gefið loforð og bældi hana niður af fremsta megni. Þannig leið dagurinn og ég kom ör- þreyttur heim til mín, en unni mér samt ekki hvíldar. Ég gerði áætlanir fýrir næsta dag, útbjó verkefhi og ákvað, að unglingamir skyldu þá þurfa að halda sig að verki. Næsta morgun var ég orðinn að algemm harðstjóra. Ég skipaði nem- endunum með þrumuraust í sæti sín, dreif í þau verkefhi og lét þau hefjast handa. Þau skyldu ekki hver þremillinn var hlaupinn í fjandans kennarann og horfðu á mig eins og eitthvert undur og vom ögn að malda í móinn, en ég kvað allt svo- leiðis niður með krepptan hnefa á lofti, ef annað dugði ekki. Þannig leið dagurinn og allir gerðu eitt- hvað, en sumir hugsuðu þó fyrst og ffemst um að fylgjast með ferðum mínum um kennslustofuna og sæta lagi að gera skammir af sér, þegar færi gafst. Færin urðu þó ekki mörg og ég var fljótur að reka fólk til baka í sæti sín. Nokkur hluti af nemendunum var orðinn einu eða tveimur ámm á eft- ir jafnöldrum sínum í námi. Þeir höfðu verið látnir sitja tvisvar í sama bekk. Það vom stærstu nemedurnir og mestu harðstjóramir. Foringi stúlknanna hét Sigríður, stór og þroskuð. Hún gat lært en vildi það ekki. Það var ekki hægt að telja hana neina ótukt, en hún var mjög óstýrilát og fór sínu fram þrátt fyrir fyrirskipanir. Stærsti strákurinn var orðinn tveimur ámm eldri en staða hans í skólakerfinu sagði til um. Hann var hreinn harðstjóri og hafði unun af að kvelja aðra. Allir vom hræddir við hann, enda var hann sterkur og illvígur. Ég fann vel, að hann leit svo á að hann gæti leyft sér að gera allt sem honum sýndist í kennslustundum, því hann ætti létt með að kúska mig ef í harðbakkan slægi. Hann skildi ekkert vald nema hnefaréttinn. Hann hvorki vildi né gat lært neitt. í lok þessa dags var ég búinn að ná valdi yfir öllum nema þessum tveimur. Mér var það ljóst, að ég næði aldrei fullum tökum á bekkn- um, nema ég næði stjóm á þeim báðum og það gat orðið erfitt verk- efni, enda fór það svo, að mér tókst það aldrei til fulls. Fimmta daginn var ég sami harð- stjórinn og tókst að mestu að halda fólki í sætum sínum, enda hafði ég svo til alltaf augun með þessum tveimur. Ég sá að Sigríði leið illa og hún beið bara eftir því að fá tækifæri til að gera eitthvað af sér. Ég ákvað þá að gefa henni það tækifæri og þóttist fara að hjálpa dreng, sem alltaf þurfti aðstoð ef hann átti nokkuð að gera. Ég leit næstum strax upp og sá þá, að Sigríður var að smjúga eins og köttur bak við kennaraborðið. Ég brá hart við og þaut á eftir henni. Þá var hún búin að taka upp krítina og hefur vafa- laust ætlað að fara að skrifa eða teikna einhvem ósóma á töfluna, en henni vannst ekki tími til þess, því ég greip utan um hana áður en hún komst svo langt og kippti henni þegjandi fram á gólf. Stelpan var Heima er bezt 267

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.