Heima er bezt - 01.07.1999, Page 53
Ég mun hafa verið 16 ára þegar gamla
konan á Hörðubóli dó. Ég man það enn
eins greinilega ogþað hefði skeð í gœr,
en konan, sem varyfir henni, kallaði á
mig og spurði mig hvort ég víldi ekki
koma og kveðja hana hinstu kveðju, því
auðséð var að hverju dró. Hún var orð-
in meðvitundarlaus.
S
g hafði aldrei
áður komið að
sjúkrabeði og
kveið fyrir að
koma inn í herbergið,
þar sem gamla konan
lá. En ég fór samt inn
og krossaði yfir hana.
Það var mín síðasta
kveðja til hennar.
Ég gekk síðan út í
svala og dimma
haustnóttina. Var ég
þá sem annars hugar
og ráfaði í leiðslu út á
tún. Mér var það ljóst
að ég hafði misst eitt-
hvað óendanlega dýrmætt, eitthvað
sem mér yrði aldrei bætt.
Þetta var í fyrsta skipti sem alvara
lífsins hafði knúið dyra hjá mér.
Mér varð hugsað til allra þeirra
óteljandi atvika þegar hún hafði
sýnt mér umhyggju og ástúð, og sár
einmanakennd fór um sál mína.
Mér fannst að ég hefði ekki verið
henni eins góður og mér hefði borið
að vera.
Þetta kvöld greip mig einhver
kennd eða löngun til að binda
hugsanir mínar í rím og stuðla. Ég
læt þessar ljóðlínur fljóta með, þó
ekki vegna þess að hér sé um skáld-
skap að ræða, heldur aðeins til þess
að lýsa tilfinningum mínum á þess-
ari stundu:
Þú lýstir mér oft lengi hér,
er lffið gerðist svalt.
Ég fer ofseint að þakka þér,
þér, sem varst mér allt.
Ég var kyrr á Hörðubóli næsta ár. En
margt fannst mér hafa breyst við frá-
fall gömlu konunnar. Og ekki hafði ég
ástæðu til þess að kvarta. En heimilið
gat aldrei orðið mér það sama eftir að
gamla konan var horfin.
Það mun hafa verið algeng venja
á þeim tíma að það fólk sem hús-
bændurnir vildu hafa áfram, væri
spurt um það fyrir áramót. Ef það
var ekki gert var litið svo á að ekki
væri óskað eftir veru þess á heimil-
inu næsta ár.
Oft hugsaði ég um það, er líða tók
á haustið, hvort ég yrði beðinn að
vera. Og ef svo færi, að það yrði
ekki gert, hvað tæki þá við? Atvinna
var ekki allsstaðar á boðstólum í þá
daga og úrræði fá fyrir reynslulitla
unglinga. Svo leið að nýári að ég
var ekki beðinn að vera næsta ár.
En ég var of stórbrotinn til þess að
ég gæti spurt að því hvort ég ætti að
vera eða fara.
Ég fór að leggja eyrun
að því sem talað var
um vistráðningu hjúa
þar í sveitinni og þá sér-
staklega hvort ekki
vantaði einhvers staðar
ungling á mínu reki.
Ég heyrði talað um
fólk, sem allir viður-
kenndu að væru góð
hjú, en samtök voru
höfð um það að hafa
það ekki svo lengi að
það yrði þar sveitlægt,
sem kallað var, en á
þeim árum varð fólk að
vera 10 ár í sömu sveit
til þess að vinna sér sveitfesti.
Þannig var nú öryggi alþýðufólks í
þá daga.
Það var komið fram á Þorra er
Björgúlfur Einarsson bóndi í
Blönduhlíð i Hörðudal, kom að
finna mig. Hann var þá nýbyrjaður
búskap. Erindi hans var það hvort
ég fengist til þess að vera hjá sér
vinnumaður næsta ár. Ég tók því
vel, fannst sem var, að ég hefði ekki
um neitt að velja eins og á stóð.
Björgúlfur spurði mig þá hvað ég
vildi hafa í kaup.
Ég var seinn til svars, því ég vildi
hafa eitthvað hærra en árið áður,
en þá hafði ég 150 kr. Og auk þess
sokka, vettlinga og nærföt. Ég var
því í vafa um hvað ég mætti fara
hátt, svo að hann gengi að því.
Við sömdum um að ég skyldi hafa
10 kindarfóður, eitt hestfóður og
fimmtíu krónur í peningum.
Heima er bezt 293