Heima er bezt - 01.07.1999, Qupperneq 23
ir í Hvalfirði. Fyrirtækið Dorman
Long, verktaki hjá breska hemum,
var að byggja stórskipabryggju í
Hvítanesi en breskir hermenn
ásamt allmörgum íslendingum,
unnu að vegagerð í fjallshlíðinni
ofan og utan Hvítaness. Einn íslend-
inganna var Guðmundur Þ. Sigur-
bjömsson frá Bjargarsteini á Akra-
nesi. Hann átti myndavél í farteski
sínu og tók myndir.
Segja má að alldjarft
hafi verið teflt, því að
ef hernaðaryfirvöld
kæmust á snoðir um
slíkan verknað, hlaut
það að kosta hand-
töku, yfirheyrslur og
jafnvel flutning úr
landi.
í víghreiðri því, sem
Hvalfjörður var orð-
inn, var engra griða
að vænta. Svo alvar-
legt var það. En ævin-
týri íslendings var
myndefnið við forvitni-
legar aðstæður.
Herskipin, sem
komu inn í Hvalfjörð,
vom af ýmsum gerð-
um og stærðum og ný-
stárleg sjón vegfarend-
um og þeim, sem
unnu eða vom búsettir
á þessum slóðum. Og
stærst allra var Hood.
Það var ekki ótrúlegt
að um ferðir þess væri hin mesta
leynd og verndaraðgerðir allar, svo
sem framast var unnt. í bókinni
„Árin sem aldrei gleymast," eftir
Gunnar M. Magnúss, er út kom árið
1964, segir svo:
„Hinn 28. apríl, seint um kvöldið,
renndi svo Hood einig til hafs. Hafði
skipið legið vikutíma fyrir innan
Hvammsnes þar í firðinum.
Nokkmm dögum síðar kom Hood
aftur inn í Hvalfjörð. Tundurdufla-
slæðarar komu þá á vettvang sem
fýrr og leitarljósum var beitt, alla
nóttina. Auðséð var að Bretar gættu
þessa skips af sérstakri alúð.
Daginn eftir sigldi Hood svo aftur
út. Og enn mun Hood hafa komið
einu sinni eða tvisvar til Hvaifjarðar
áður en hinn mikli hildarleikur
hófst, laust upp úr 20. maí."
í bók Friðþórs Eydal, „Vígdrekar
og vopnagnýr," sem kom út í lok
ársins 1997, er á orðinn kostur
gleggri heimilda. Hood kom í Hval-
fjörð aðeins tvisvar sinnum og var
þar 21. til 28. apríl og síðar 3. til 4.
maí. Að liðinni meir en hálfri öld
frá stríðlokum er leynd og varúð
vordaganna 1941 orðin sögulegt
viðfangsefni öllum frjálst. En
þannig var það ekki þegar Guð-
mundur mundaði myndavélina að
stórskipinu Hood laugardaginn 3.
maí 1941 frá vinnustað sínum, þar
sem sjá má Hvítanessbæinn í for-
grunni.
Þegar vinnu var lokið þennan
sama dag, kom Guðbrandur Thor-
lacius á báti sínum yfir fjörðinn að
sækja nokkra verkamenn hersins,
sem heima áttu á Akranesi og fýsti
að fara heim til sín um helgina.
Þegar Eyjólfur Arthúrsson, seinna
málarameistari í Reykjavík, rifjaði
upp, mörgum áratugum síðar,
hverjir voru samferðarmenn hans í
bátnum, minnist hann Maríusar
bróður síns, Magnúsar Guðmunds-
sonar, jóns Ingólfssonar og Guð-
mundar Þ. Sigurbjörnssonar.
Á stíminu höfðu þeir stórskipið
Hood á bakborða og enn tók Guð-
mundur mynd. Norðan fjarðarins
var land tekið á Hrafneyri og ferð-
inni haldið áfram í bíl til Akraness.
Atburðir næstu daga eru óljósir í
minni manna sem þarna unnu,
enda langt um liðið.
Fréttin um hin skelfi-
legu afdrif Hood barst
þó fljótlega eftir endalok
þess. Sem kunnugt er
var skipið skotið í tætlur
af Bismark hinum þýska
og sökk það með nærri
allri áhöfn. 1419 mann
létu þar líf sitt en aðeins
þremur var bjargað. Þá
var laugardagur 24.
maí um klukkan 6 að
morgni.
En Hvalfjörður var
enn sem fyrr, vettvangur
stríðsaðgerða og þar var
ekki slakað á varúð og
gæslu. Herskipin komu
þangað inn löskuð og
með særða menn og
dána eftir sjórorrustuna
miklu, þegar Bismark
var sökkt 27. maí.
Vegavinna og önnur
störf Islendinganna í
Hvalfirði héldu áfram. Á
því varð engin breyting nema helst
sú, að myndatökur lögðust af.
Kannski hefur mönnum skilist hví-
líkt hættuspil slíkt var og best að
hlíta hinum hörðu reglum. Hvort
örlög Hood hafa þar ráðið einhverju
um, skal ósagt látið.
Filman, sem geymdi myndirnar
hans Guðmundar, líklega þær síð-
ustu og ef til vill þær einu, sem ís-
lendingur tók af Hood í Hvalfirði,
voru ekki framkallaðar fyrr en stríð-
inu var lokið.
Heimildir:
Myndir Guðmundar Þ. Sigurbjömssonar,
Viðtal við Eyjólf Arthúrsson,
Gunnar M. Magnúss: Árin sem aldrei gleymast,
Friðþór Eydal: Vígdrekar og vopnagnýr.
Heima er bezt 263