Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 61

Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 61
Lögfræðingurinn leit snöggvast upp en hélt svo afram skjalalestrin- um á nokkm alþýðlegra máli en fyrr: „Systir mfn kær, sem kölluð er Lína litla, skal fá lífeyri, fimmtíu þúsund krónur á ári. Þó er það þeim skilmála bundið, að hún taki að sér páfagaukinn Mefistó og sjái sóma- samlega um hann á meðan hann lifir. En fáist hún ekki til að sjá um Mefistó minn, skal hún ekki heldur njóta lífeyrisins og verður honum þá varið til annars. Yngsta systir mín, hún Lísa, skal erfa íbúðarhús og verslunarfyrirtæki Jokkums föður okkar, með öllum réttindum þess og skyldum. Skilyrð- in em þau að hún reki fyrirtækið sjálf, búi þar með bolabítnum Neró og hugsi sjálf með ástúð um þessa blessaða skepnu, eins lengi og þörf er á. Kæmm systursyni mínum, Friðriki, þori ég ekki að ánafna fjármuni né tekjur, þar sem ég þekki þennan unga mann. En til þess að honum finnist ekki að hann sé settur til hlið- ar, ætla ég að ánafna honum það, sem mér þótti vænst um af öllu: Hann á að fá vínkjallarann minn til eignar og ótakmarkaðra umráða." í þeirri djúpu þögn, sem var á eftir þessari yfirlýsingu, tók bolabíturinn Neró upp á því að urra grimmdar- lega. Ég var viss um að sál Matthild- ar frænku hefði sest að í þessu kvik- indi og skalf og nötraði af ótta. Herrann hjálpi okkur, æpti móðir mín og fómaði höndum. En Lísa litla, frænka mín, þessi óbugandi kona, gekk nú að blámálaða, gull- skreytta fuglabúrinu og sagði vin- samlega en ákveðin: - Jæja, vinur minn. Upp frá þess- um degi heitir þú Gabríel og nú byrj- um við nýtt og betra líf. - Farður til fjandans, sagði páfa- gaukurinn Mefistó. Þetta sama kvöld tók ég lykla- hönkina, sem lögfræðingurinn hafði afhent mér, og læsti mig inni í vín- kjallaranum, staðráðinn í að þar mundi ég verða til æviloka. Ég hafði flutt þangað niður borð og tvo stóla og safn af krystalsglösum. Heimur- inn skyldi ekki þurfa að hafa lengur áhyggjur af mér. Ég gekk lengi um þessi salarkynni, þessar furðulegu steinhvelfingar, og virti fyrir mér hina mörgu og verð- mætu safngripi. Ég strauk um þá nokkra og mér fannst gneista af fingrum mínum. Því næst valdi ég fjórar flöskur úr elstu og dýmstu vín- tegundunum og setti þær á borðið. Þær standa þar óhreyfðar enn þann dag í dag. Hvað það var sem raunverulega gerðist þennan dag í hvelfingum vínkjallarans, veit ég engan veginn með vissu. En það eitt er mér ljóst, að mér fannst Matthildur frænka koma til mín, setjast í annan stólinn og segja: - Nú skulum við bæði gera upp mál okkar. Þú skalt fá það eina sem þú kærir þig um og það í ríkum mæli. Og ég ætla líka að fá það eina sem ég kæri mig um: að sjá Friðrik hverfa af sjónarsviði. Já, flöskurnar fjórar standa enn á borðinu, óhreyfðar. Og þar skulu þær standa meðan ævi mín endist, til minningar um baráttuna milli mín og Matthildar frænku. Ég varð skyndilega gripinn óskýr- anlegri glöggskyggni og yfirsýn, þeg- ar ég ætlaði að fara að njóta arfsins míns. Ef til vill var það einhver angi af þeim vitsmunum og þrótti sem einkennt hafði marga forfeður mína af ætt Jokkums í þúsund ár. Það var sem heilafrumur mínar, sýktar af eitri áfengisins, vöknuðu af væmm blundi og veittu mér nýja og heillandi sýn. Ég sagði við Matthildi frænku: - Þú skalt aldrei fá að njóta hefnd- ar þinnar. Það glóheita hatur, sem þú hefur kveikt í brjóstum okkar beggja, skal aldrei bera þann árang- ur sem þú hefur ætlast til. Þú skalt fá að sjá að Friðrik, frændi þinn, réttir sig fljótt úr kútnum og sekkur ekki lengur í svaðið. Ég greip kristalsglasið og kastaði því af alefli í Matthildi frænku. Það þaut þvert í gegnum hana og splundraðist í átthymdu súlunni að baki hennar. Matthildur frænka sat enn í stólnum þegar ég fór, en svipur hennar var ekki sá sami og fýrr, sá svipur sem ég þekkti best: Hatrið og hefhigirnin hafði þokað um set fyrir óútreiknanlegu brosi, sem mér fannst jafnvel blandað góðlátlegri glettni. Ég stóð við heit mitt, til mikillar undmnar fýrir sjálfan mig og fýrir alla þá, sem þekktu mig. Að þessum degi loknum bragðaði ég aldrei dropa af áfengi. Ég háði heiftarlega baráttu við áfengisástríðuna um eins árs skeið, en tókst þá að yfir- vinna hana að fullu. Að því loknu greip starfslöngunin mig föstum tök- um og yfirgaf mig ekki upp frá því. Það fór því svo, að verslun Jokk- ums við torgið, vann sig upp að nýju, enn einu sinni. Flest bendir því til þess nú, að ætt Friðriks muni lifa þar áfram. Bolabíturinn Neró hefur smám saman tapað öllum sínum sérrétt- indum. Nú verður hann að láta sér nægja venjulegt hundalíf. Og nú fagnar hann oftast móður minni, sem farin er að hugsa um það öðm hverju, að lífið sé kannski þess virði að lifa því, þrátt fýrir allt. Lísa frænka notar lífeyri sinn, fimmtíu þúsund krónur á ári, til að hjálpa föllnum konum. Hún sagði oft: Við fáum margfaldlega aftur það sem við gefum, og bætti þá gjarna við, að það sé aðeins afborg- un af skuld sem trúarsöfríuður hennar eigi hjá henni. En fyrir páfagaukinn, sem eitt sinn hét Mefistó, varð leiðin löng til nýs og betra lífs. Hann er kannski orð- inn of gamall og því ekki eins námfús og fyrr. En Lísa frænka hefur ekki gefist upp. Hún talar við hann ákveðin en þó innileg: þú átt ekki að tala ljótt, Gabríel. Hugsaðu þér ef þú gætir, einhvem tíma, áður en ég dey, heilsað mér þannig: Herrann blessi þig og varðveiti. Páfagaukurinn Gabríel, lítur til hennar hlýlega, en þó áberandi vonsvikinn, hallar undir flatt og hvíslar í einlægni, feimnislega: - Nei, - heldur fjandinn. Þýð.: Sigurður Gunnarsson. Heima er bezt 301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.