Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 43
inn eftir, þann 20. febrúar klukkan
fimm, lögðum við af stað frá Eski-
firði. Á var komin vestan kaldi með
þriggja stiga hita svo að snjórinn
fauk ekki neitt. Einstaka skýhnoðri
sást á lofti, annars var heiðskírt að
heita mátti. Okkur kom saman um
að vissara væri að hafa með sér
skíði, ef við gætum eitthvað flýtt íyrir
okkur með þeim, þegar upp væri
komið, en engin leið var að ganga á
þeim upp á móti brattanum, bæði
vegna þess að hankar voru lélegir og
mennimir óvanir á skíðum. Tösku
höfðu þeir með ýmsu dóti, sem mun
hafa vegið um 25 kíló. Þótti mér það
töluverður ábætir að draga þrenn
skíði og troða slóðina.
Nú var fýlgt veginum inn fýrir
Bleiksá, en þaðan gengið skáhalt
fram og upp undir Harðskafa, síðan
inn með honum upp í Þverárdal og
þá tekin stefha á Jökulbotninn.
Heldur fannst mér ferðin sækjast
seint, því að þótt ég færi á undan og
hefði þetta að bera og draga, þurftu
heildsalamir að stansa öðm hvom
til þess að kasta mæðinni. Var
klukkan farin að ganga tíu, þegar
við komum upp á jökulbrún. Sagði
ég þá að nú yrðu þeir að reyna
hvort þeir gætu ómögulega staðið á
skíðunum. Þeir tóku því dauflega,
en þó fór svo að Böðvar reyndi. Lýsti
Bender tilrauninni með þessum orð-
um:
„Da Böðvar skúldi til að gá pá skí,
gik ben í lúften og faldt sá pá jor-
den."
Svona fór með sjóferð þá. Hvomg-
ur þeirra gat gengið á skíðum, ekki
einu sinni á jafnsléttu og var því
ekki um annað að gera fyrir mig en
að halda áfram að draga þau.
Við vomm nú búnir að vera á
fimmta klukkutíma að komast það
sem venjulega er gengið á tveimur
tímum á auðri jörð. Veður hélst
óbreytt að mestu. Þó var farið að
reka á smá hviður og vindátt virtist
vera að færast í norðvestur, enda
farið að draga upp bliku fýrir landi.
Snjór var heldur dýpri yfir sjálfan
jökulinn, sérstaklega að norðan. Ég
vildi nú fara að flýta ferðinni, batt
því skíðin öll saman og bar þau nið-
ur brattann. Gat ég þá farið fremur
greitt.
Böðvar komst nú dálítið áfram en
Bender var svo hræddur um að velta
yfir sig í brattanum að hann varð að
skorða sig af í hverju spori. Þó hafði
hann verið að segja á uppleiðinni:
„Ja, nár jeg er först kommet op, sá
kommer jeg nok ned igen."
En mér fannst nú að svo lengi sem
hann var að pilla sig upp, væri han
þó enn lengur að komast niður aft-
ur.
Við mjökuðumst samt niður á
vörpin á Mjóafjarðarheiði. Þegar
þangað kom var klukkan farin að
ganga tvö og við búnir að vera átta
klukkutíma frá Eskifirði. Hefðum við
þá í sæmilegri færð átt að geta verið
komnir á Seyðisfjörð.
Við tökum nú upp nestisbita, sem
við höfðum með okkur, en þegar við
erum búnir að borða og ætlum að
fara að pilla okkur upp á Gagnheið-
ina, er allt í einu skollinn á blindbyl-
ur með skaraveðri ofan af Gagn-
heiðarhnjúkunum. Vorum við þá
staddir utan undir honum. Dimmt
var eins og í gluggalausu húsi, og
sáum við ekkert fram fyrir okkur.
Kom okkur saman um að best
mundi vera að setja undan veðrinu
út í Mjóafjörð, en allir vorum við
ókunnir þeirri leið. Sýndist okkur nú
horfa heldur óvænlega um ferðalag-
ið, þar sem ekkert sá frá sér vegna
fannkomu og myrkurs, því að nú
tók óðum að skyggja og tungls naut
ekki.
Þama hagar svo til að bratti er
ekki jafnhallandi, heldur smá hjall-
ar og brattar brekkur á víxl. Vomm
við því öðm hverju að steypast fram
af þessum hjöllum og vildi þá ferðin
verða fullmikil á þeim sem fremstur
fór. Það kom í minn hlut og þá köll-
uðu hinir glaðlyndu og góðu ferða-
félagr til mín og spurðu hvort þeir
mættu koma á eftir.
Allt gekk þetta samt slysalaust og
vomm við komnir niður að Firði
klukkan sex um kvöldið.
Sveinn Ólafsson, síðar alþingis-
maður, bjó þá í Firði og tók okkur
hið besta. Bauð okkur strax inn í
hlýja stofu, lét draga af okkur vos-
klæði og fá okkur þurr plögg að fara
í. Sagði að við hefðum verið heppnir
að setja okkur ekki niður með foss-
unum í ánni, sem gætu verið mjög
varasamir í svona snjólagi, ekki síst
fyir ókunnuga.
Eftir að við höfðum matast fór
Sveinn að sýna okkur gamla Guð-
brandarbiblíu, sem hann var nýbú-
inn að láta skinna upp. Var það
fýrsta útgáfa og fannst okkur mikið
til um þennan kjörgrip. Út úr því
spunnust miklar umræður um trú-
mál og draugatrú eða draugagang.
Að síðustu sveigðu þó heildsalamir
talið að verslunarmálum.
Áttum við bestu nótt í Firði og
gmnar mig að ekkert hafi verið tekið
fyrir næturgreiðann nema venjulegt
þakklæti.
Klukkan tíu morguninn eftir,
kvöddum við þau hjón með mestu
vinsemd og virðingu og héldum nú
Krókadalsskarð til Seyðisfjarðar. Vor-
um við komnir þangað klukkan tvö
um daginn. Veður var ágætt, logn
og léttskýjað, og færðin hafði mikið
skánað, snjóinn rifið og barið aftur
saman í harðfenni, sem mannhelt
var víða á köflum.
Bender var feginn mjög að vera
nú kominn heim og kona hans þá
ekki síður að hafa heimt hann heil-
an á húfi úr þessari svaðilför. Höfð-
um við þá verið nítján tíma á ferða-
lagi frá Eskifirði.
Nú var degi tekið að halla og vildi
Bender ekki að ég legði svo seint af
stað á fjallið, heldur gisti hjá sér
næstu nótt, og þá ég það með þökk-
um.
Næsta dag (þriðjudag) lagði ég svo
af stað frá Seyðisfirði klukkan sex
um morguninn, fór Gagnheiði og
Jökul og var kominn á Eskifjörð
klukkan tvö um daginn, enda hafði
ég nú ekki nema ein skíði, og færðin
var sæmileg. Þó var talsverður þæf-
ingur upp jökulinn að norðan.
Annars hef ég farið þetta skemmst
á sex klukkutímum að sumarlagi.
Ekki man ég nú fyrir víst hve mik-
ið ég fékk greitt fyrir þessa ferð, en
hygg að það hafi verið 30 til 40
krónur. Þótti það síðamefnda góð
borgun í þá daga. —
Heima er bezt 283