Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 65
Að sjálfsögðu var ég látinn hafa
gott nesti til ferðarinnar og fara
með eitthvert góðgæti í þakkarskyni
til systur minnar og mágs. Ég man
til dæmis glöggt eftir því að þar á
meðal voru tvö hangikjötslæri.
Ferðin var þannig skipulögð að ég
skyldi vera tvo daga og gista hjá
systur minni um nóttina. Ákveðin
fyrirmæli voru um það að ég ferð-
aðist í björtu báða dagana. Ég
mætti því alls ekki fara frá Kópa-
skeri seinna en um hádegi, til þess
að komast í björtu yfir Brunná.
Eins og nærri má geta fór ég ná-
kvæmlega eftir þessum fyrirmælum.
Og til þess að gera langa sögu stutta
tek ég hér aðeins fram, að ferðin
gekk eftir bestu áætlun og varð mér,
af mörgum ástæðum til mikillar
ánægju, sem ég hugsaði oft um og
minntist lengi.
Og þá var þetta töfratæki hins
nýja tíma, þessi góða gjöf systur
minnar og mágs, komin til síns
heima og beið þess að gegna því
einstaka og undursamlega hlut-
verki, sem því var ætlað.
Skömmu seinna var svo útvarps-
stönginni og loftnetinu komið fyrir,
eins og best var talið við eiga og
leiðslunni frá loftnetinu stungið
gegnum þröngt gat, sem borað
hafði verið í gegnum einn karminn
á öðrum baðstofuglugganum. En í
baðstofunni höfðu foreldrar mínir
ákveðið að koma tækinu fyrir, enda
var hún langstærsta herbergið á
heimilinu, raunar stór stofa.
Þetta var að sjálfsögðu gert að vel
athuguðu máli, því að strax var
talið víst, að oft mundu margir
hlusta á dagskrárefni útvarpsins,
enda varð sú raunin á.
Faðir minn, sem var hinn mesti
völundur í höndum, bæði á tré og
jám, átti allan veg og vanda að upp-
setningu tækisins, eða réttara sagt
tækjanna. Man ég glöggt að hann
sagði að þetta væri vandalaust, það
lægi alveg ljóst fyrir. Leiðeiningar
munu líka hafa fylgt tækinu.
Var þá allt tilbúið hjá okkur að
njóta stundarinnar stóm þegar ríkis-
útvarpið sendi frá sér fyrstu dagskrá
sína.
Rétt er og skylt að taka hér fram,
að svo sem nærri má geta höfðu
verið gerðar ákveðnar og markviss-
ar æfingatilraunir með útvarpsrekst-
ur um nokkurn tíma, áður en reglu-
leg og vel undirbúin dagskrá hófst.
Þar sem þær tilraunir höfðu tekist
vel, var ákveðið, eins og fyrr getur,
að hefja reglulegar útsendingar
með ákveðinni og auglýstri dagskrá
frá hinni nýju og öflugu útvarpsstöð
á Vatnsendahæð við Reykjavík,
sunnudaginn 21. desember, klukk-
an 11.00 árdegis.
Ég minnist ekki að reynt hafi verið
heima að ná þessum æfingatilraun-
um, en trúlega hafa þó einhverjir
áhugasamir sveitungar mínir gert
það, þótt ekki færu af því neinar
sögur, sem ég man.
Heima beindist hugur okkar að
því einu að hafa allt í lagi, hafa allt
undirbúið þegar reglulegt útvarp
tæki fyrst til starfa á íslandi.
Dagskrá hafði þegar verið aug-
lýst, fýrsta reglulega dagskráin, og
var hún þannig:
Kl. 11.00: Messa í Dómkirkjunni
(séra Friðrik Hallgrímsson).
Kl. 14.00: Messa í Fríkirkjunni
(séra Árni Sigurðsson).
Kl. 16.10: Barnasöngur
(Marta Kalman).
Kl. 19.25: Grammófónn.
Kl. 19.30: Veðurfregnir.
Kl. 19.40: Upplestur (Jón Pálsson).
Kl. 20.00: Tímamerki. Organleikur
(Páll íslólfsson).
Kl. 20.30: Erindi: Útvarpið og
bækurnar (Sigurður Nordal).
Kl. 20.50: Ýmislegt.
Kl. 21.00: Fréttir.
Kl. 21.10: Hljóðfærasláttur
(Þórarinn Guðmundsson,
fiðla, Emil Thoroddsen,
slagharpa). Leikin verða
íslensk þjóðlög eftir
Sveinbjöm Sveinbjömsson.
Og svo rann þá stóra stundin upp.
Heimilisfólkið safnaðist saman í
baðstofunni okkar, ásamt nokkmm
gestum frá tveimur nágrannaheim-
ilum, sem höfðu ekki enn haft tök á
að fá sér tæki.
Eins og vænta mátti biðu allir
stundarinnar með mikilli eftirvænt-
ingu og vonuðust til að bæði út-
sending og móttaka heppnaðist vel.
Og sú von brást ekki heldur. Hvort
tveggja tókst eftir bestu vonum, var
alveg óaðfinnanlegt. Seinna frétti ég
að gjöfin góða, útvarpstækið, sem
systir mín og mágur gáfu foreldrum
mínum, hefði ekki heldur verið val-
ið af verri endanum, það væri af
bestu fáanlegri gerð, enda entist
það ámm saman.
Ég held ég megi fullyrða að lang-
flestir viðstaddra hafi hlustað á
þessa fýrstu, sögulegu dagskrá allt
til enda, hafi ekki getað hugsað sér
að missa af neinu. Þetta var svo
stórmerkur viðburður, svo ógleym-
anlegur tímamótaviðburður, þegar
íslensk alþýða, út um allar sveitir
landsins, átti daglega héðan í frá,
að geta hlustað á tal og tóna, oft
fróðleg erindi og úrvals tónlist, sem
barst til okkar gegnum loftið með
leifturhraða úr órafjarlægð.
Um þetta ræddum við milli þátta,
undrandi og hrifin, og vorum sam-
mála um að þetta væri alveg eins
og í ævintýri, að ævintýrið væri
raunverulega komið til okkar.
Að sjálfsögðu vom eitthvað skipt-
ar skoðanir um dagskrána og um
hana mikið rætt, en allir voru sam-
mála um að hún hefði verið ágæt.
Ég man glöggt að ég hreifst mest af
tvennu: söngnum og tónlistinni og
erindi meistara Nordals, og margir
vom mér sammála um það.
Ég mætti kannski skjóta hér inn,
að áhugi minn vaknaði snemma á
söng og tólist. Vafalaust hefur það
verið vegna þess að foreldrar mínir
og margir ættingjar höfðu mikinn
áhuga á þeim málum, vom söng-
menn góðir og léku margir á hljóð-
færi. Það var því daglega sungið
meira og minna, og einhver lék þá
jafnan undir á orgel. Fyrstu æskum-
inningar mínar em ekki síst tengdar
tónlist og söng. Og enginn vafl er á
því að þessi áhrif frá uppvaxtarár-
unum urðu til þess að ég tók söng-
kennarapróf með almennu kenn-
Heima er bezt 305