Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 69

Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 69
loftinu," segir hún. „Ég verð að lóta Sesselju deila herberginu með stelp- unni henni Hugborgu, nema ég flytji stelpuna niður í baðstofu til mömmu þinnar,þar stendur autt rúm." Áður en Matthías nær að svara þessu, er Sesselja komin ú vettvang, og grípur fram í. „Nei, í öllum bæn- um ekki hrekja telpuna úr herberg- inu mín vegna. Ég er ekki vön að sofa í einkaherbergi, og mér líkar vel að hafa félagsskap." „Nú, jæja," svarar Ástríður. „Þú verður þetta eins og þú óskar. Ég fylgi þér upp, og sýni þér herberg- ið." Þær ganga saman upp ú loftið. Matthías fylgir ú eftir með farangur kaupakonunnar. Pétur Geir kemur heim ú hlaðið, frú því að flytja hestana í haga. í sama mund gengur Hugborg úr gagnstæðri útt, heim til bæjar. Þau mætast ú miðju hlaðinu. „Komdu sæl, Hugborg mín," segir Pétur Geir léttum rómi, og nemur staðar. „Hvaðan kemur þú?" „Sæll," svarar hún lúgt, og hinkr- ar við. „Ég kem utan úr kdlgarði" „Hvað varstu að gera þar,?" spyr hann, og horfir ú hana hlýjum aug- um. „Ég hef verið að reita arfa í dag, en því er loksins lokið." „Ertu ekki orðin þreytt, að bogra við þetta í allan dag?" „Svolítið," svarar hún með hægð, og sýnir ú sér fararsnið inn í bæinn. En Pétur Geir ú fleira ósagt við hana. „Nei, Hugborg farðu ekki strax," segir hann í flýti. Hann stingur höndinni ofan í vasa sinn, dregur upp dúlítinn bréfpoka, og réttir Hugborgu. „Gjörðu svo vel, ég keypti hérna handa þér nokkrar grdfíkjur í poka," segir hann og brosir ástúðlega. „Og annan handa ömmu, þið eruð svo lítillútar." „Handa ömmu þinni, og mér! En foreldrar þínir," verður Hugborgu að orði. „Hafðu nú ekki áhyggjur af þeim, Hugborg mín. Úttektarlistinn, sem ég fór með í kaupstaðinn í morgun hafði að geyma bæði gráfíkjur,rús- ínur og fleira góðgæti, svo þau hafa nóg af þessháttar varningi, en þið amma pöntuðu ekki neitt." Hugborg tekur við pokanum. Undrun og gleði skín úr djúpum, barnslegum augum hennar. Hún réttir Pétri Geir höndina. „Þakkar þér fyrir," segir hún, og brosir til hans næstum feimnislega. En þetta er í fyrsta skipti, sem Pét- ur Geir hefur séð Hugborgu brosa frá því að hún kom að Lyngheiði, og það bros fær hann, af svona litlu tilefni. Undurljúf gleði fer um sál hans. Hann þrýstir hönd telpunnar. „Ekkert að þakka, Hugborg mín," svarar hann. „Verði þér að góðu." Svo ganga þau saman inn í bæ- inn. Pétur Geir nemur staðar í eld- húsinu, en Hugborg hleypur upp á loft. Hún ætlar að stinga gráfíkju- pokanum undir koddann sinn, geyma hann þar, og treina sér lengi innihald hans. Hún stígur aðeins fæti inn fyrir herbergisdyrnar, og rennir pokanum undir koddabrún- ina, en í sömu andrá verður hún þess vís, að hún er ekki ein í her- berginu. Við rúmið gegnt henni, sem staðið hefur autt frá því hún kom hingað, stendur ókunnug stúlka, og tínir fatnað upp úr ferða- tösku, sem liggur ofan á rúminu. Þær líta samtímis hvor á aðra. Ókunnuga stúlkan brosir, og spyr glaðlega. „Ert þú tilvonandi her- bergisfélagi minn?" „ Ja,... ætli... það... ekki," stamar Hugborg hálf vandræðalega, og fer öll hjá sér. Stúlkan réttir henni höndina. „Komdu sæl og blessuð, Sesselja heiti ég, en alltaf kölluð Setta. Þú ert þá Hugborg, sem frúin minntist á áðan." „Já," svarar telpan lágt, og tekur í framrétta hönd Settu. „Komdu sæl." Setta þrýstir hönd Hugborgar. „Okkur á áreiðanlega eftir að semja vel í sumar, heldurðu það ekki líka,?" segir hún léttum rómi. „Jú, ætli það ekki," ansar Hug- borg, og sýnir á sér fararsnið. „Ég má ekki slæpast héma leng- ur," segir hún afsakandi. „Ástríður hefur nóg handa mér að gera." „Jæja, er frúin dálítið vinnu- hörð,?" spyr Setta, og kímir. Hugborg gefur ekkert svar við þeirri spurningu, og hraðar sér nið- ur af loftinu, til fundar við húsmóð- ur sína. Friðgerður leggur frá sér ullar- kambana. Veggklukkan hennar hefur gefið til kynna með slagverki sínu, að tími kvöldverðar sé upp- runninn. Hún var vön því, á meðan hún hét húsfreyja hér á Lyngheiði, að hafa reglu á hlutunum, og enn er stundvísi kjörorð hennar. Hún hefur enn ekki séð nýju kaupakon- una, sem Pétur Geir sagði henni fyr- ir stundu, að hann hefði verið að sækja inn á Brimnes, á degi þessum. Alltaf er einhver tilbreyting samfara því, þegar nýtt andlit bætist við á heimilið, eða það hefur henni fund- ist. En Pétur Geir, þessi blessaður drengur! Aldrei skal hann fara í kaupstað, án þess að færa henni við heimkomuna, eitthvað gott í munn- inn. í þetta skipti voru það gráfíkj- ur. Henni kom strax til hugar, að skipta góðgætinu í tvénnt, og gefa telpuanganum henni Hugborgu helminginn á móti sér. Hún færði þetta í tal við gefandann. Hann brosti. „Alltaf er sama hugsunin hjá þér, amma mín," sagði hann, og strauk höndinni hlýjum vanga hennar. „En ég gerði ekkert upp á milli ykkar Hugborgar, þið fenguð jafn stóra poka. Þið eruð mínar konur." Þetta svar gladdi hana mikið, minnuga þeirra orða konungs kær- leikans. „Það sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra, það hafið þið gjört mér." Friðgerður rís úr sæti, og gengur fram í eldhús- ið. Feðgarnir, og nýja kaupakonan eru sest við matborðið, og húsfreyj- an í þann mund, að taka sér sæti hjá þeim, en Hugborg stendur fram í búri við skilvinduna, og snýr henni lúnum höndum. Jafn skjótt og Frið- gerður kemur inn í eldhúsið, snýr Matthías sér að kaupakonunni, og segir glaðlega. „Þetta er móðir mín, Friðgerður Matthíasdóttir." Heima er bezt 309
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.