Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 10
kveðið. Við urðum nefnilega fyrir árás frá þýskri herflug-
vél. Það hefur mig oft undrað hversu lítið hefur verið sagt
frá þessum atburði, t.d. var ekki getið um þetta í sjónvarps-
þættinum í sumar þar sem farið var yfir stríðsátökin sem
íslensku skipin lentu í.
Þetta var síðsumars 1942 og við vorum úti fyrir Seyðis-
firði, drekkhlaðnir af olíu á Austijarðahafnirnar, snemma
morguns í stafalogni og sólskini. Við vorum tveir sofandi
frammi í skipinu, þetta mundi vera kallaður lúkar á fiski-
skipi. Þessi félagi minn var roskinn maður og það er ekki
að orðlengja að við vöknum báðir samtímis og finnum að
skipið rís að framan og kastast til eins og í stórsjó. Þarna
undir hurðinni við uppgönguna var hár þröskuldur eins og
venja er á skipum til að vama því að sjórinn af dekkinu
flæði niður og félagi minn kallar til mín og biður mig að
fara upp í stigann og tryggja að hurðin sé vel lokuð, það sé
greinilega komið vitlaust veður. Á sama tíma er kokkurinn
staddur aftur á hekkinu, en þar var kæli- og frystigeymslan
fyrir matvælin og er að sækja eitthvað til dagsins. Þá heyrir
hann allt í einu flugvélardyn rétt yfir höfði sér og samtímis
verður hann var við að sprengja fellur í sjóinn rétt við
skipshliðina. Hann gerir sér auðvitað grein fyrir því hvað
þarna er í efni og þýtur upp í brúna til að tilkynna að við
höfum orðið fyrir sprengjuárás. Þar var náttúrlega enginn í
vafa um hvað í efni var og fyrstu viðbrögðin voru að senda
mann fram í til okkar og segja okkur að koma tafarlaust
aftur í skipið sem hefði orðið fyrir árás óvinaflugvélar.
Við bmgðum við og skriðum aftur dekkið til félaga okk-
ar og á meðan rigndi sprengjunum niður rétt við skipið og
samtímis dundi á okkur vélbyssuskothríð. Þessi árás var
greinilega framkvæmd í því skyni að skila árangri þótt
gæfan yrði okkur hliðhollari en skiljanlegt er þegar horft er
til baka. Þarna var um að ræða þýska árásarflugvél sem
búin var bæði sprengjum og vélbyssum. Vélin flaug svo
nærri að auðvelt hefði verið að þekkja vélbyssuskyttumar.
Eg tel mig muna það rétt að eitt sinn setti hún niður lend-
ingarhjólin og sleit niður fjarskiptaloftnetið.
Eftir hverja árás sveigði flugvélin frá til að undirbúa
næsm árás. Það er mér eftirminnilegt hversu stóran sveig
þessi vél þurfti að taka, en þarna úti fyrir firðinum var
fjöldi af trillubátum á handfærum og í hvert sinn sem flug-
vélin beygði' lét hún vélbyssuskothrið dynja yfir þessar
trillur, en allar munu þær hafa sloppið frá þessu án slysa.
Aftur á stéli vélarinnar var vélbyssuskytta og þijár eða
fjórar á hvomm væng. Ein var svo á þakinu. Fyrsti stýri-
maður, Pétur Guðmundsson frá Reykjum í Mosfellssveit,
síðar kunnur skipstjóri um langt áraskeið en látinn fyrir all-
mörgum árum, hafði skömmu fyrir þennan atburð fengið
því framgengt að fá um borð vélbyssu til varnar vegna
tíðra atburða af þessum toga. Hins vegar átti eftir að ganga
til fulls frá festingum fyrir byssuna, sem var með kransi
fyrir 1000 skot. Pétur, sem var garpur að vaskleika og lík-
amsburðum gerði byssuna klára og hóf að beita henni með
handaflinu einu. Það gekk að sjálfsögðu ekki nema
skamma stund því kransinn hitnaði svo að hann varð að
hætta.
Tekið við viðurkenningu Sjómannaráðs úr höndum
formannsins, Guðmundar Hallvarðssonar.
Ekki er þó með öllu fyrir að synja að þessi framganga
Péturs við vamir skipsins hafi borið árangur. Vélin tók
skyndilegar og óvæntar dýfur, sveigði frá skipinu og í
næstu árás kom í ljós að stélskyttan hafði sig ekki lengur í
frammi, hvað sem valdið hefur. Það er svo ekki að orð-
lengja að þessari árás, sem mér finnst að hafi staðið yfir
ekki skemur en hálfa klukkustund, lauk með því að allt í
einu birtust tvær bandarískar orrustuflugvélar og þarna
hófst loftorrusta sem við áttum góðan kost á að fylgjast
með og lyktaði með því að þýska vélin var skotin niður og
lenti í sjónum. Ekki bárust fréttir af því að neinn þar um
borð hefði komist lífs af.
Það er mér enn í dag óskiljanlegt að enginn okkar um
borð skipinu varð fyrir skoti í þessari árás, né heldur neinn
af trillusjómönnunum sem flugvél þessi hafði jafnframt að
skotspónum eins og áður er sagt. Þó munaði áreiðanlega
oft litlu. Háseti, sem staddur var í brúnni við stýrið, fannn
þytinn af byssukúlu sem straukst framhjá öðru lærinu.
Sjálfur var ég staddur við stigann upp í brúna og var á leið-
inni til að taka við stýrinu þegar ein árásarhrinan reið yfir.
Ég henti mér flötum og beið þangað til ósköpin voru liðin
hjá í það sinnið. Skömmu síðar tók ég að stokkbólgna á
bringunni,vissi þó ekki til að ég hefði orðið fyrir neinu.
Þessi bólga hjaðnaði síðan á svosem einni klukkustund.
Þegar í land var komið fór ég til læknis og lét skoða mig.
Sú skoðun leidddi ekkert í ljós og var sú skýring talin lík-
legust að byssukúla hefði þeytt á mig stórri tréflís eða ein-
hveijum aðskotahlut án þess að ég hefði orðið var við það.
Mest öll yfirbygging skipsins mátti heita stórskemmd og
sundurskotin og sömuleiðis lífbátamir og björgunarflek-
arnir. Þetta var allt í tætlum.
Þrátt fyrir að gæfan yrði mér hliðholl þetta sinn sem oft-
ar á lífsleiðinni, slapp Qölskyldan ekki við að gjalda sinn
402 Heima er bezt