Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Síða 11

Heima er bezt - 01.11.2000, Síða 11
Hópurinn sem heiðraður var á sjómnnadaginn 2000. Einar lengst til vinstri. toll í þessum stríðsátökum. Þorsteinn bróðir rninn gekk í Stýrimannaskólann og náði þar skipstjómarréttindum. Skömmu eftir að hann útskrifaðist réðst hann í ásamt skólabróður sínum og frænda okkar, Hallgrími Péturssyni frá Flateyri, að kaupa linuveiðarann Pétursey. Þeir keyptu fisk af bátum af fjörðunum fyrir vestan, ísuðu hann og sigldu með hann til Englands. Á heimleið úr fjórða túrnum týndist skipið ásamt allri áhöfn. Stýrishúsið ásamt braki af yfirbyggingu skipsins fannst á reki en það var fýrst fyrir fáum árunr sem það upplýstist að skipinu hafði verið sökkt af þýskum kafbáti. Af einhverj- um ástæðum kusu þýsk stjórnvöld að halda leyndum fram að þeim tíma, öllum upplýsingum um tilgangslausar og grimmdarfullar árásir á saklausa borgara og atvinnutæki hlutlausrar og vopnlausar þjóðar. í þessari söluferð var Þorsteinn skipstjóri. Hann var trú- lofaður stúlku frá Þingeyri og höfðu þau ákveðið að gifta sig þegar hann kæmi heim úr þessar för. Eftir að ég ákvað að hætta sjómennskunni réðst ég til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og starfaði þar nokkuð sam- fellt í 14 ár. Mest vann ég við að sækja fisk á nærliggjandi hafnir og keyrði þá vörubíl frá fyrirtækinu. Yfir hávertíð- ina var þetta ströng vinna og allt upp í átta ferðir á dag, mest til Þorlákshafnar og svo til Grindavíkur. Fátt rnerki- legra atburða tengdist þessari vinnu, en þó er mér eitt óhapp minnisstætt vegna þess hversu vandræðalegt og þó jafnframt broslegt það var í senn. Ég var á nýjum vörubíl frá fyrirtækinu; þetta var 8 tonna Chevrolet, en oft lét ég mig nú hafa það að setja á hann 10 tonn ef þannig stóð á og mikið álag var. Þetta var að sjálfsögðu venjulega útbú- inn fiskflutningabíll með háum skjólborðum og gafli sem lék á hjörum og læstur með teini sem gekk niður í baulu á pallinum. Ég hafði oft kvartað yfir því að teinninn væri of stuttur og bað um að það yrði lagfært en til þess var ein- faldlega aldrei tími. Svo er það einn dag að ég er að sækja fisk til Þor- lákshafnar. Það var nýbúið að hefla veginn og á einum stað var dálítill sili þvert yfir veginn. Ég hugsa með mér að þennan sila verði ég að var- ast á heimleiðinni með fullfermi af fiski. Svo er ekki að orðlengja það að ég er fyrsti bílstjórinn sem fæ á bílinn og legg svo af stað heimleiðis með fúllfermi. Ég ók náttúrlega eins hratt og ég þorði, því þetta var í byrjun dags og ég átti eftir margar ferðir. Og auðvitað gleymi ég fjand- ans silanum og keyri yfir hann á fullri ferð. Bíllinn tók heljarins mikla dýfu svo teinninn hrökk upp úr baulunni, gaflinn opnaðist og pallurinn hreinlega tæmdist á göt- una. Þetta var auðvitað hið versta nrál því aðstæður voru þannig þama að bíllinn lokaði veginum fyrir allri umferð. Þarna dreif strax að fjölda bila frá báðum áttum, mest fiskflutningabílar svo bílstjórarnir áttu ekki annan kost til að komast áfram en þann að hjálpa mér við að tína fiskinn upp á bílinn aftur. Þetta gekk heldur fljótt fyrir sig en var þó ekki létt verk því þetta var netafiskur af stærstu gerð og margir fiskamir það þungir að tvo menn þurfti til að lyfta þeim upp á pallinn. En þetta varð til þess að ég fékk því ffamgengt að teinn- inn var lengdur svo þetta óhapp endurtæki sig ekki. Reyndar henti mig annað skondið óhapp á þessari sömu leið, þó ekki í sömu ferðinni. Þá var ég á leið til Hafnar- fjarðar með fullhlaðinn bílinn (og líklega vel það) frá Þor- lákshöfn. Þá lá vegurinn um Fossvogsdalinn, litlu neðar en þar sem Borgarpítalinn er núna. Þarna við beygjuna til Hafnarfjarðar var stöðvunarskylda, en þar sem löng brekka var framundan sinnti ég henni ekki til þess að missa ekki niður ferðina á bílnum. Ég hafði auðvitað litið vel til beggja átta og fullvissað mig um að engin umferð væri, sem skapað gæti hættu. Mér hafði hins vegar sést yfir það að skammt frá beið lögreglubifreið og þarna var ég stöðv- aður af lögreglunni vegna brots á umferðarlögunum í fýrsta og eina skiptið á ævinni.Þetta vom hinir ljúfustu piltar og ég sagði þeim eins og var að ég hefði leyft mér að gera þetta eftir að hafa fullvissað mig um að þetta brot mitt skapaði enga hættu og þetta hefði getað sparað mér dýr- nrætan tíma. Þetta skildu þeir að vísu en tjáðu mér það, sem ég reyndar vissi fýrir, að stöðvunarskylda væri afdrátt- arlaus og aldrei neitt matsatriði ökumanns. Ég fullvissaði þá um að ég skyldi ekki láta þetta henda mig aftur og tjáði þeim að svo vildi til að á pallinum væru tvær spriklandi nýjar og gullfallegar ýsur sem ég vildi biðja þá að þiggja í soðið og þar með yrðu frekari tafir og eftirmál úr sögunni. Þar með leystist þetta mál á farsælan hátt. Heima er bezt 403

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.