Heima er bezt - 01.11.2000, Page 12
Þegar ég hætti hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar réði ég
mig fljótlega til Bæjarútgerðar Reykjavíkur sem síðar sam-
einaðist Granda og þar vann ég þar til ég hætti vegna ald-
urs. Þar vann ég flest þau störf sem til féllu en þó mest við
frystitækin og frystiklefannn. Þarna var oft mikið vinnuá-
lag og það versta var að vegna þess hve miklar sveiflur
voru í hráefnismagni, sem manni fannst nú stundum að
stafaði af skorti á skipulagi eða ósamræmi í afskiptum yf-
irmanna, sem hefðu mátt vera færri, þá vissi maður aldrei
frá degi til dags hvort eðlilegur vinnutími væri framundan
eða tvöfaldur vinnudagur.
Eitt sinn, rétt fyrir verslunarmannahelgi hafði verið
ákveðið að vinna skyldi upp allt hráefhi sem fyrir lá og ráð
fyrir því gert að vinnu yrði lokið kl. 7. Þegar kaffitíma
lauk kom í ljós að strákamir sem unnu við að taka út úr
frystitækjunum, vora horfnir sporlaust og verkstjórarnir al-
deilis undrandi. Nú var brugðið við og sent útkall á skóla-
stráka sem unnið höfðu dag og dag í senn við afleysingar
eða vinnutoppa.Og áður en langur tími var liðinn sögðu
verkstjórarnir að liðið væri orðið fullmannað og vinna
mundi hefjast á ný á næstu mínútum. Reyndin varð hins
vegar sú að þessir strákar voru að tínast til vinnu langt
fram á kvöld, einn og einn í senn. Mest voru þetta drengir
sem aldrei höfðu komið nærri frystitækjum né séð umbúð-
ir merktar og ég varð að kenna þeim alla hluti, sem þeir
voru nú alveg undrafljótir að læra. Þess á milli varð ég að
þjóta niður í írystigeymsluna og stafla kössunum. Þegar
þessari törn loksins lauk var klukkan orðin 9 að morgni. Þá
var ég nú eiginlega búinn að fá nóg og kominn í þörf fyrir
að hvíla mig. Mér sárnaði þetta dálítið því ég hafði ákveð-
ið að fara norður í land um kvöldið eftir vinnu með ungum
námsmanni, sem ég hafði kynnst og hét Kristján Einar
Þorvarðarson. Hann var frá Söndum í Miðfirði og varð síð-
ar prestur í Reykjavík, nú nýlega látinn, langt um aldur
fram. Hann hafði boðið mér með sér norður, þar sem for-
eldrar hans bjuggu.
Þau hjónin á Söndum, Þorvarður bóndi og Kristín kona
hans urðu ágætir vinir mínir og dvaldist ég ofit á heimili
þeirra langdvölum. Eins fór ég oft svona um helgar á bíln-
um mínum til að hjálpa þeim við sauðburðinn og ýmis
konar fjárstúss eins og rúningu og svo fór ég ofl í leitirnar
fram á heiðar á haustin. Mér þótti þetta ákaflega skemmti-
legt og sjálfur átti ég um skeið reiðhesta. Eg lét mér meira
að segja detta í hug að flytja einn þeirra hingað suður til að
hafa hann hjá mér svona til skemmtunar þegar tómstundir
gæfust. En það kom auðvitað í ljós að til þess reyndist
aldrei verða tími og eftir einn vetur gafst ég upp, því þetta
hefðu orðið hrein vandræði hefði ég ekki verið svo hepp-
inn að hestahirðirinn hjá Fáki var kunningi minn úr Húna-
vatnssýslu og hann hljóp undir bagga og sá að mestu um
klárinn fyrir mig. Þessi kunningsskapur við þau hjónin á
Söndum varð svo til þess að um tíma dvaldist ég hjá þeim
nokkra vetrarparta og vann þá hjá Búnaðarsambandinu inn
á milli við afleysingastörf hjá bændum. Þar lenti ég eitt
sinn í þeirri lífsreynslu og jafnframt gæfu, að forða fjöl-
skyldu á einum bænum frá því að farast í eldsvoða.
Við afgreiðslu í Kolaportinu.
Húsmóðirin var nýbúin að eignast barn og bóndinn var
eitthvað slappur til heilsu svo ég tók að mér að aðstoða við
bústörfin um tíma. Þama var gamalt íbúðarhús sem nýlega
hafði verið byggð við stór vélageymsla. Við annan stafhinn
var svo torfveggur sem náði upp að gluggum og á honum
óx gras sem var orðinn þykkur sinuflóki. Þetta var ein hæð
og ris þar sem hjónin sváfu, en sjálfur svaf ég í stofunni
sem var niðri. Þar var líka eldhúsið og svo var innangengt
af neðri hæðinni í fjósið, en þar voru 14 mjólkandi kýr og
eitthvað af geldneytum. Þetta umrædda kvöld kom bónd-
inn seint heim úr verslunarferð út á Hvammstanga.Konan
var gengin til hvílu og bóndinn kvartaði um kulda í eldhús-
inu svo hann bætti við olíugjöfina á eldavélinni sem var ol-
íukynt. Það var stillt veður en mikið frost, u.þ.b.22-23
gráður. Ég skipti mér ekki af þessu, fékk mér kaffisopa og
gekk svo til náða í stofunni. Sennilega hefiir slegið niður í
strompinn eftir að bætt var við olíukyndinguna og þá
kviknað í þurri sinunni á veggnum. En eftir að hafa sofið í
svona tvo klukkutíma vakna ég við að mér finnst vera stutt
þéttingsfast á öxl mér. Ekki veit ég hvaða skýring hefur
verið á því en fyrir þessu hef ég reyndar orðið nokkrum
sinnum er mikið hefur legið við bæði áður og síðar. Ég
rumska og finnst ég heyra eitthvert ókennilegt hljóð eins
og hávært skrjáf í bréfum eða eitthvert snark. Ég fer fram
úr og opna hurðina ffam á ganginn. Þá finn ég sterka
reykjarlykt og snark í eldi. Ég þýt upp stigann og opna
svefnherbergi hjónanna. Þar er allt fullt af reyk, glugginn
farinn úr og stafninn að mestu brunninn. Ég þríf vögguna
með barninu sem stóð framan við rúmið og hleyp með
hana niður. Síðan fer ég upp aftur og ríf hjónin fram úr
rúminu sem eldur var byijaður að læsa sig í. Mér tókst
undrafljótt að vekja þau og koma þeim niður. Síðan greip
ég símann og tókst strax að vekja bræður sem bjuggu á
404 Heima er bezt