Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 17
Einn mann vil ég nefna enn, en það er Ingi Jónsson raf- stöðvarstjóri. Þannig var mál með vexti að á Eiðum var vatnsrafstöð og mun það hafa verið frárennsli frá Eiða- vatni, sem var virkjað og sá Ingi um þá rafstöð. Aldrei kom ég þar, sem hefði þó verið gaman. Ekki veit ég hvort Ingi leit eitthvað eftir raflögnum í skólanum en tel þó að svo hafi verið og ég álít að hann hafi kynnt miðstöðina. I það minnsta var hann oft á ferð i og við skólahúsið. Hann bjó í litlu húsi stutt frá skólan- um. Þá er best að segja frá “klokker,” en það var einn af nemendum yngri deildar, sem fékk það embætti að hringja skólaklukkunni. Þetta var Ragnar Guðmundsson frá Nýhóli á Hólsfjöllum. Hann hlaut nafnið klokker. Kannski hefur hann verið sá eini af okkur sem átti úr, en hann átti gott vasaúr, sem hann hefur kannski fengið í fermingargjöf frá fólkinu sínu, er átti heima á Rafnkel- stöðum í Garði. En hann var alinn upp á Nýhóli. Hans hlutverk var að hringja skólaklukkunni á morgn- anna og svo á milli kennslustunda. En aftur á móti hringdi stjóri sjálfur á kvöldin, mig minnir kl 23, en þá var lokað milli svefndeilda stráka og stelpna og þá áttu allir að koma sér í ró, og mig minnir að ljósin hafi verið slökkt skömmu síðar. Ragnar þessi er búin að vera einbúi á Nýhóli í mörg ár. Hafði lengi kindur og geitur. En þar sem ekki rná lengur hafa kindur vegna landverndar þá hefur hann bara nokkrar geitur, en hann býr þarna ennþá, það ég best veit. Ekki man ég hvernig máltíðum var háttað en hitt man ég að á morgnanna ég held kl. 8, var snæddur hafragraut- ur með mjólk út á og súrt slátur með, ásamt einu staupi af þorskalýsi. Ég minnist þess að hafa drukkið lýsi fyrir nokkra borðfélaga mína. Svo var borðað um hádegið og aftur á kvöldin, sennilega kl. 18 eða 19, og einhver bleyta hefur verið kl. 15-16. í borðstofunni sátum við fimm til sex saman við borð og var leitast við að hafa eina stúlku við hvert borð og fékk hún nafnið Húsmóðir. Það var sið- ur eftir máltíðir að allir borðfélagarnir tókust í hendur, stóðu upp og réttu hendurnar upp í loftið og þannig lauk hverri máltíð. Það var lika siður að einn kennari var í borðstofunni með okkur. Þeir skiptust á um það, voru eina viku í senn hver. Svo voru kvöldvökur að mig minnir einu sinni í viku. Þær voru haldnar í matstofunni og þá voru flestir með einhverja handavinnu, sjálfsagt hefur eitthvað verið lesið upp, sögur sagðar og eitthvað sungið. Þá tel ég víst, þó að ég muni það ekki, að einhverjar veitingar hafi verið í lok- in. Rétt er að það komi fram að uppistaðan í fæði okkar, fyrir utan mjólk, sem var framleidd á Eiðabúinu hjá Páli Hermannsyni fyrverandi þingmanni, var þurrkaóur salt- fiskur, saltað hrossakjöt og kartöflur. Allt brauð var bak- að heima, svo sem venja var á öðrum sveitabæjum. En það sem ég kunni verst við var að af þorskinum var roðið rifið áður en hann var útvatnaður og þar með missti hann töluvert af bragði sínu, að mér fannst. Eins og kemur fram í skjalinu þá vorum við látin hjálpa til í eldhúsi og borðstofu öðru hvoru. Stundum vorum við látin þvo þvott, þurrka og slétta tau. Þá voru venjulega saman strákar og stelpur. Það er nú ekki vafi á því að þar voru stelpurnar meira á heimavelli en við strákarnir, sem eðlilegt var, því að á þessum árum var ekki talið karl- mannsverk að þvo tau og síst af öllu að strauja. En við fundum ráð til að pressa buxur okkar án mikillar fyrir- hafnar. Það gerðum við með því að leggja þær í brot und- ir lakið í rúmi okkar. Þetta lukkaðist nokkuð vel, sérstak- lega ef við lágum, sem mest kyrrir á nóttinni. I útivistartímunum spiluðum við strákarnir mikið fót- bolta og stjóri þá oft með okkur. Ekki man ég til að stelp- urnar tækju þátt í því. Þær hafa þá sjálfsagt farið í göngutúra, sér til hressingar. Svo skeði það fyrripart vetr- ar, að til okkar kom fótboltaþjálfari. Sá hét Robert Jack og var skoskur að uppruna, kom upphaflega til íslands, sem fótboltaþjálfari en gerðist svo prestur og fékk brauð á ýmsum stöðum á landinu en mun hafa þjálfað fótbolta eftir messu, eftir því sem sagan segir. Hann var nokkra daga á Eiðum, ég man nú ekki hvað lengi. En þetta var góð tilbreyting og skemmtileg. Seinna um veturinn kom skíðakennari til okkar. Hann hét Helgi Sveinsson, var frá Siglufirði og mikill íþrótta- og skíðagarpur. Hann var hjá okkur í um það bil viku, fór með okkur í brekkur og kenndi okkur ýmsar kúnstir á skíðum, svo sem svig og stökk, ennfremur kenndi hann okkur að nota skíðaáburð og sagði okkur frá stálköntum, sem notaðir voru á skíði. Hann var ennig með okkur í leikfimi og sýndi okkur þar ýmsar kúnstir, sem gaman var að. Síðast sá ég hann 1948 að mig minnir. Þá sýndi hann í Tívoli, sem var í Vatnsmýrinni, æfingar á tvíslá og svifrá. Þetta þótti mér og fleirum mjög góð sýning. Ekki má ég nú gleyma skautunum. Við notuðum oft útivistartímann til að fara á skauta. Margir áttu stál- skauta, ég má segja að þeir hafi allir verið skrúfaðir á skó með lykli, en ekki fastir við skóna eins og seinna varð. Þetta voru dýrlegir tímar. Stjóri var oft með okkur, enda var hann að okkar mati, mjög flinkur skautamaður. Hann sagði okkur þó nokkuð til í skautaíþróttinni, sagðist fyrst hafa lært nokkuð að gagni þegar hann fór að lesa sér til um þessa íþrótt. Hann lagði mikið upp úr utanfótarhring. Ég held að hann hafi haft mikla ánægju af að vera með okkur unga fólkinu. Þarna voru bæði strákar og stelpur með, en ekki man ég eftir stelpum á skíðum eða í fót- bolta. Einn dagur um haustið var tekinn í fræsöfnun. Þá var okkur afhent eitt umslag hverju og áttum við að safna í þau birkifræjum. Stjóri fór með okkur niður í skógargirð- ingu og sýndi hvernig best væri að standa að þessu. Ekki veit ég hvað gert var við þessa uppskeru, en ég er viss um að mörg þessi fræ eru nú orðin að stórum birkitrjám ein- hvers staðar á íslandi. Þetta var heilmikil tilbreyting frá því daglega amstri, sem okkur fannst vera, það er því að þurfa að lifa eftir föstum reglum, sem voru skólareglurn- Heima er bezt 409

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.