Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 19
frekari umhugsun og ummræðu sáum við fram á að með því værum við að hefna okkar á skólanum og hann fengi það óorð á sig að óvíst væri hvort hann biði þess nokkurn tíma bætur, en við gætum ekkert gert til að fá þessum brottrekstri hnekkt. Varð því niðurstaðan sú, að láta slag standa, og gera ekki neitt. Og þannig hélt skólastarfið áfram. Þá er að geta þess að eitt kvöldið fann annar herbergis- félagi minn á sér lús. Þetta þótti okkur ekki góður fundur. Við ræddum málið og útkoman varð sú að við fórum til Stjóra og tilkynntum honum fundinn. Hann var mjög þakklátur að fá þessar fréttir, þó slæmar væru. Þetta varð til þess að lúsaleit var framkvæmd í skólanum og upp úr því hafðist það að lús fannst á einu herbergi, en ekki víð- ar, sem betur fer. Henni var útrýmt allsnarlega og varð hennar ekki vart eftir það, sem betur fer. Enda var þetta slæmur vágestur. Þá minnist ég þess að þótt strákar og stelpur væru að- skilin á nóttinni þá gerði það ekki svo mikið til vegna þess að nokkuð góð póstleið var á milli hæða en það var i gegnum op meðfram miðstöðvarröri í gólfinu milli hæð- anna. Sú leið var óspart notuð enda miklu skemmtilegra að skrifast á, heldur en að hittast og tala saman. Ég tel víst að margir hafi notfært sér þetta. Að minnsta kosti á ég ennþá mörg bréf, sem ég fékk þannig og kannski er svo með fleiri. Reyndar minnir mig að heimsóknir hafi alltaf verið bannaðar milli vista pilta og stúlkna. Á hverju kvöldi heimsótti Stjóri okkur upp á herbergi, sjálfsagt til að kanna hvernig við gengjum um og þá dró hann venjulega fæturnar eftir gólfinu til að finna hvernig það væri þrifið. Það var sko vissara að hafa allt í góðu standi, vel breitt yfir rúmin og gólfin vel þrifin. Eitt er enn, sem mig langar að minnast á, en það er að bæði ég og kannski flest skólasystkini mín útbjuggu sér minniningabækur í tilefni af veru sinni á Eiðum þennan vetur. Ég á þessa bók ennþá og lít stundum í hana og hef gaman af. Ekki hefur mér þó tekist að fá öll skólasystkini mín til að skrifa í hana. En það eru þó 30 af 40 þeirra sem eru á skólaspjaldinu. Ég get ekki stillt mig um að birta hér sýnishorn úr þeirri bók, svona rétt til gamans: Þetta fyrst: ,J2f vinir böndum bindast, þarf bandið að vera traust. Þar má ei snurða myndast þar má ei vefja laust, og hnútinn þarf að herða svo hvergi slakni á, það sist mun svikult verða sem svo er gengið frá. Ég þakka kærlega fyrir samveruna á Eiðum veturinn 1941 -’42. Lifðu vel og lengi og njóttu lífsins á meðan tækifæri er. Björt framtið. Þinn skólabróðir Þorbjörn Magnússon frá Máseli Hlíð, f. 3. júlí 1920. Mundu Eiða og Eiðamenn.“ Mig grunar að þessi vísa sé eftir Þorbjörn sjálfan, því hann var góður hagyrðingur, en þó veit ég það ekki fyrir víst. Svo langar mig að birta hér aðra tilvitnun í þessa bók en hún er svona: „Best er að hafa létta lund, leika sér og hlæja, en ekki lífsins stuttu stund, stynja og vera að æja. Bestu þakkir fyrir ágæta viðkynningu hér á Eiðum vet- urinn 1941 -’42. Hugheilar framtíðaróskir. Þinn skólabróðir Jón Ólafsson frá Hamri.“ Svo bætir hann við: „Du maa ikke glemme mannen som blev röd í hovedet da Fruen gikk forbi Kledeverelset. Vil du ogso tenke paa mig. Jeg husker dig.“ Og svo bætir hann við: „Þetta er sennilega eldrideildar danska.“ Eg fer nú að ljúka þessum skrifum en í lokin langar mig að birta sendibréf, sem ég fékk skönnnu eftir að ég kom heim eftir Eiðaveruna. En það sannar mér að Þórar- inn Sveinsson hafi haft með höndum reikningshald fyrir skólann. Það hljóðar þannig: ,Jiiðum, 24. mai 1942. Benedikt minn, Sigurjónsson. Sendi þér hér með inneign þína í matarfélagi Eiðaskóla kr. 81,20, áttatíu og einakrónu 20/100. Fæðið varð dálít- ið ódýrara en ég bjóst við eða kr. 3,60 á dag. Þá sendi ég þér einnig skömmtunarseðilinn þinn og einkunnirnar þín- ar. Skrifborðið tókst ekki að selja oddvitanum, eins og komst til orða. Þú hefðir þurft að smíða það stærra svo honum hefði líkað það. Vertu ailtaf sem bezt kvaddur. Þinn einl. Þórarinn Sveinsson. “ Svo vil ég aðeins taka það fram að lokum, svo það valdi ekki misskilningi, að þetta er ekki sagnfræði, sem hér hefur verið ritað, heldur endurminningar eins og þær eru í huga mínum. Heima er bezt 411

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.