Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Síða 23

Heima er bezt - 01.11.2000, Síða 23
siglingu þar um þessar mundir er varðar aflakvót- ann og enginn veit hvernig fer á nýrri öld, en það er Gatnamót Aðalgötu og Kirkjuvegar 1974. Eins og glöggt má sjá af eldri myndinni hafa mörg gömlu húsanna verið rifin. að vertíðarfólkið var farið suður. Það var eins og íbúarnir sem heima voru, legðust í dvala upp úr áramótum og vöknuðu ekki fyrr en haf- golan fór að strjúka þeim um vanga á vorin, en þá var líka heldur betur líf í tuskunum. Hjá okkur yngri kynslóðinni var það skólagangan sem sat fyrir, fyrri hluta dagsins en siðari hlutann voru það skíðin sem tóku við, þegar vel viðraði. Á öðrum stundum heimsótt- um við strákarnir hverjir aðra, spjöll- uðum saman, ósjaldan um þann leyndardóm tilverunnar sem okkur þótti þá hvað merkilegastur, nefnilega stelpurnar í bekknum okkar, því snemma beygist krókurinn, samanber hið forna máltæki. Með vorkomunni í Ólafsfirði fór skemmtilegur tími í hönd þegar trillu- bátaútgerðin varð allt í einu megin- hluti tilverunnar. Það leyndi sér ekki þegar karlarnir voru komnir á kreik og farnir að sýsla við báta sína og veiðarfæri eftir vetrardvalann. Allan vorlangan daginn vorum við strákarnir á rangli um fjörkukambinn þar sem litlu vélbátarnir (trillumar) stóðu í röð og hjarta athafnalífsins var svo sannarlega komið í gang. Hróp og köll, glymjandi hamarshögg, tjörulykt og ijöruangan. Menn að kjalfatta, mála, huga að seglum, gangsetja vélar og fara yfir veiðarfæri. Allt hrannast þetta upp í endurminning- I unni. Þetta voru sömu menn- irnir og slógu fast í spilaborð- in fyrr um veturinn meðan norðanhríðin fór hamforum um plássið og brimið svarraði við ströndina. Þá var líka Þarna má glöggt sjá hve Að- algatan var þröng til umferð- ar á jyrri helmingi aldarinn- ar. Myndin er frá 1954. Þarna eru þeir að halda af stað í róður 1953, Marteinn kaupfélagsstjóri, Sigurður bœjarfó- geti og Pétur Ey- Jjörð. önnur saga. í mínum huga var Ólafs- fjörður áhugaverðari og mannlíf þar litrikara fyrir hálfri öld en það er í dag. Samgangur fólks var mikill og gagnkvæmar heimsóknir og gestaboð styttu skamm- degið. Var þá oft glatt á hjalla og fólk skemmti sér við spjall, spil og aðra saklausa leiki. Veröld sem var og lifir nú að- eins í minningunni. Það var þegar fólk þurfti að hafa ofan af fyrir sér sjálft og maður var manns gaman. Eftir að trillukarlarnir höfðu sett upp báta sína þegar gæftunum lauk, hófst þetta skemmtilega tímabil á haustnóttum og stóð nokkuð fram yfir áramót. Bíósýningar í gamla sam- komuhúsinu við Kirkjuveginn voru 2- 3 í viku. Leiksýningar voru einnig haldnar um jólaleytið þar sem margt heimafólkið sló í gegn á sviðinu. Á öðrum tíma var spiluð þar Framsókn- arvist eða þeir Nonni Döllu og Danni Villa lásu upp Ijóð eða annað etni. Áramótunum fögnuðu Ólafsfirð- ingar á sérstakan hátt. Þá var haldinn annar af tveimur aðal dansleikj- um ársins (hinn var haldinn í tilefni sjó- mannadagsins). Ég man að meðan þeir Jón á Syðri-Á, Geiri raf og Bóbó læknisins spiluðu fyrir dansinum á gamlárskvöld, lék þetta aldurhigna samkomuhús á reiðiskjálfi vegna kraftmikilla kínverjasprenginga strák- anna i bænum. Vart þarf að taka það fram að efnið í þá var fengið að láni; sellófanpappírinn hjá frystihúsunum, kveikjuþráðurinn frá hafnargerðinni og púðrið frá trillukörlunum. Sumum fannst Ólafsfjörður þó dauflegur að vetrarlagi, einkum eftir Unnið við fiskbreiðslu á Ósbrekku- sandi sumarið 1954. Fólkið er, talið frá vinstri: Gunnhildur, Guðmundur, Sigurður og Helgi í Syðstabœ. Líftaug byggðar- lagsins, “Drang- ur,” leggur að bryggju í Ólafs- firði vorió 1951. Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.