Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 28
L 'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi, Engjavík, hét áður en staðarnafnið var afbakað: Marglittuvík. Hér risu Leifsbúðirfyrir einni þúsöld. Anna Stine og Helge Ingstad fundu minjarnar 1961 og eru Leifsbúðir hinn eini frœðilega staðfesti aðseturs- og dvalarstaður norrænna manna í Nýja heimin- um frá svo fornum tíma. Mynd M og B:- póstkort sent frá Sigurði Blöndal, er hann sat ráðstefnu á sl. hausti á Labrador. Dalamenn voru kristnastir íslendinga á landnámsöld. Þjóðhildur var krist- in og Leifur landafundamaður og Grænlendinga-trúboði því kjörsonur stefnu Olafs konungs, en ólærður sem von var af ferli föður hans norð- ur á Ströndum og í byggðum Breiða- íjarðar, flótta- og flökkulífi. Þess vegna sendi konungur skémanninn með honum norðvestur um Atl- antsála, prestvígðan og með kirkju- leg klæði. Fyrst og fremst hefur það verið messuskrúðinn, sem fór í taug- arnar á víkingnum Eiríki rauða, en snerti kímnigáfu hans svo, að ógleymt er. Af því að Leifur var kristinn eins og móðir hans, treysti herskrár Nor- egskonungur honum til trúboðsins. Talið er að Grænlendingar væri al- kristnaðir 1015, svo að all nokkrir fúll-heiðnir menn hafa siglt vestur um haf 986 þeim 14 skipum, af 25, sem náðu heilu og höldnu fyrir Hvarf. Húsfreyjan eina vestanhafs Þjóðhildur Jörundsdóttir skyggndi hönd fyrir augu þegar hallaði út sumri í Brattahlíð, þar sem Eiríkur hafði valið þeim vítt og fagurt land- nám, áður en hann fór til heima- landsins til þess að laða fólk til vest- urfarar. f allri Guðs þolinmæði beið þessi merka og andlega styrka kona síns víggjarna og seka manns. Elzti sonurinn, hinn nafnkenndi Leifur, hefur þá verið unglingur. 14 árum síðar, líklega þrítugur, þegar Ólafur konungur kynnist trúkristni hans og felur honum kristniboð á hinu fjar- læga, óþekkta landi. — Leifs hefur verið minnzt, sem von er, á þessu sumri vegna landafundanna, m.a. í siglingu íslendings, hins heppna seglbáts. Slík fley voru kölluð skip fyrrum og íslendingur með réttu vík- ingaskip á siglingunni úr byggðum Breiðafjarðar vestur til Brattahlíðar, Vínlands og Norður-Ameríkuhafna. Varðandi skálana, sem upp eru gerðir í Brattahlíð og hjá Stóra Vatnshorni, er verðugt að minnast Þjóðhildar kristnu á þúsund ára hátíð kirkjunn- ar. Vitanlega var hún hinn andlegi aflvaki sonanna. Skal hér og einnig Bronsmynd Nínu Sæmundsson af Leifi Eiríkssyni var afhjúpuð á landa- funda- og kristnihátíðinni í Haukadal í Dölum í sumar. Mynd: Á.S. minnzt Þorsteins á Sandnesi, sem dó í taugaveikifaraldrinum í Vestri- byggð, er þar var enn kirkjulaust, en gröftur að Þjóðhildarkirkjunni í Brattahlíð. Þar hefur fundizt fjölda- gröf samansafnaðra beina. Gerð var þá og lengi síðan sú útför, að soðið var hold af beinum, sem flutt yrði í vígða mold. Þekktar eru sagnir um hungurmorða íslendinga, skipreka í Óbyggð á Grænlandi. Sumir þeirra voru svo sannir íslendingar, að þeir varðveittu sjóslyss söguna og afdrif- in skráð á skinnblöð á brjósti sér, vandlega vafin í selskinn, sem er næsta endingargott, þegar rangan veit að réttu. Þjóðhildarminning með skálagerð- inni á Eiríksstöðum, hið næsta henn- ar foreldragarði, og svo vestur í Brattahlíð þeirra Eiríks, og kirkju- bygging þar i líkingu þúsund ára tím- ans firrðar, er merk og verðug. En á hátíðarári Þjóðkirkju íslendinga, er enn meir um vert að minnast kon- unnar frá og á Stóra-Vatnshorni, en sonarins í Brattahlíð. Hún gaf, hann naut arfsins til hinnar andlegu trú- veru. Ekki skal þó minnkað álit landafundamannsins, sem hafði allt áræði til siglinga suður úr innlandsís- báknunum til heldur hlýrri stranda á stjórnborð. — Mildara var þá á heimalandi Leifs Eiríkssonar og á Grænlandi og í Noregi, en nokkru síðar varð. 420 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.