Heima er bezt - 01.11.2000, Page 33
Kajjið okkar kæra er,
kónga- og þrœladropi.
Yljað hefur ætíð mér,
sá alda mærði sopi.
Og nú skyldi sem sagt ort um kaffið, án þess að byrja
þyrfti á sérstökum upphafsstaf.
Undirtektir eru nokkuð góðar og berum við fyrst niður
í vísu eftir Dulrúnu, en hún segir:
Kajjið yljar í kulda mér,
kvöld og nætur gleður,
kóngs- ogþræla kynni her,
krafti oss það hleður.
Magnús Guðmundsson frá Akureyri tekur undir kaffi-
löngunina og hans framlag er þetta:
Heimur væri heldur grár
og heilsan allavega,
ef kœmi ekki kaffitár
í kroppinn reglulega.
Já, kaffidrykkinn kneyfa ég,
kræfur alla daga,
lagaðan á vissan veg
og vitaskuld frá Braga.
Sigurjón Björnsson frá Hafnarfirði hefur líka skoðun á
þessum eðla drykk og hefur þessi orð um hann:
Kœra, góða kaffið mitt,
sem kœttir mig í gamla daga,
nú ei koffein þoli þitt,
en það er önnur saga.
Aðalbjörn Úlfarsson, Höfn í Hornafirði hefur líka
nokkrar taugar til kaffisins og nefnir hann vísur sínar að
sjálfsögðu
Kaffivísur
Kaffið er mér kœrast drykkja,
kannan mín því heldur heitu.
Ólmast ég svo sem ótömd bykkja,
eftir slíka magableytu.
Neskaffið er náðardrykkur,
nœrir, hressir hug og maga.
Væri mér gerður vondur grikkur,
veittist mér annað nú um daga.
Lij'nar hugur léttist brá,
Ijómar á mér andlitið.
Bara ef ég bragða má
blessaö norska Neskajfið.
Ingvar Gíslason frá Reykjavík sendir okkur einnig vís-
ur sínar sem hann nefnir
Kaffigæla
Ekki er lánið öllum gæft,
örlög spara og veita.
Mörgum hefur meinin bætt
mergjað kaffið heita.
Sopann góða súptu hress,
syngdu lof um kaffið.
Sá er lastar sóma þess,
seint mun flýja straffið.
Og þá mundi vera tímabært að varpa fram nýrri áskor-
un og er ekki rétt að hafa hana um þá árstíð sem nýgeng-
in er í garð, veturinn? Kári Kortsson gefur tóninn og seg-
ir:
Vetur núað vakurfer,
vistin fer að kólna,
samt í höfði svífur þér
sumblið foldar jólna.
Því láttu hljóma Ijóðamál,
lyftu Grettistaki,
Ijóðaðu af lífi og sál,
listamaður spaki.
Til skýringar er rétt að geta þess að “jólna sumbl” er
gamalt skáldamái og merkir skáldamjöð eða skáldskap.
Skorum við því nú á lesendur að binda hugmyndir sínar
um Vetur konung í “jólna sumbl” og senda okkur.
Guðjón Baldvinsson.
Dægurljóð
Góðir lesendur.
Kominn er vetur eftir almanakinu. Þegar þetta er ritað,
snemma í nóvember, er fagurt haust. Sumir kjósa að lifa
sífellt surnar. Ekki er ég þeirrar skoðunar. Mér finnst árs-
tíðamunurinn skemmtilegur. Einhvern tíma sagði ég
þetta um íslensku veðráttuna:
Eg elska hið íslenska veður,
sem aldrei er heitt né kalt.
Það huga minn hressir, gleður,
svo hæfúega svalt.
En ljóðaþátturinn að þessu sinni átti ekki að fjalla um
veðrið, þó að það sé verðugt umræðuefni. Hugarheimur
okkar mannanna mótast að vísu af ýmsu ytra áreiti. Nú
þegar vetur er að koma til okkar, finnst mér tilvalið að
birta hér ljóð, sem fjallar um veturinn og veldi hans. Hún
Heima er bezt 425