Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Side 35

Heima er bezt - 01.11.2000, Side 35
Fraríihaldssagan Ingibjörg Siguröardóttir: Tímans hjól, þetta óskeikula í tilverunni, lýtur sínu lögmáli, dagar verða að vikum, vikur að mánuðum, mánuðir að árum, ár að öldum og allt steíhir að einum ósi inn í eilífðina. • • • Sólskin og sunnanblær leika um angandi töðuflekki sem bylgjast um túnslétturnar á Lyngheiði. Heyskapur- inn gengur með ágætum. Skeggi, nýi kaupamaðurinn, kann vel að beita orfi og ljá og er röskur til allra verka. Sam- starf þeirra Péturs Geirs er hið ákjós- anlegasta og kaupamaðurinn deilir svefnherbergi með bóndasyninum eins og íýrirrennarar hans hafa gert um áraraðir. Heyvinnufólkið hefur nýlokið rifj- ingu. Tírni er kominn á hádegiskaffi og fólkið gengur til bæjar. í sömu andrá og það kemur heim á hiaðið stígur ferðamaður af baki reiðskjóta sínum hjá hestasteininum og festir við hann beislistauminn. Þar er kominn unglingspiltur sonur prestshjónanna á Hjalla. Hann heilsar fólkinu með handabandi dregur símskeyti upp úr vasa sínum og réttir Pétri Geir. - Gjörðu svo vel, segir hann hæversklega. - Þetta skeyti kom í morgun strax og landsímastöðin á Hjalla var opnuð. Pétur Geir tekur við skeytinu og þakkar fyrir. Hann flettir því sundur i skyndi og les. - Svona fljótt, segir hann stundar- hátt og brýtur saman skeytið. Hann býður gestinum að ganga í bæinn og pilturinn slæst í för með heimafólkinu inn í eldhúsið. Hádegis- kaffi er fram borið og nóg á borðum. Hugborg vísar gestinum til sætis við kaffiborðið og kernur með bollapör handa honum. Pétur Geir fær Hug- borgu símskeytið og sest að drykkju. Hugborg les orðsendinguna og hemii verður sarna að orði og Pétri Geir varð úti á hlaðinu: - Svona fljótt. - Já, Hugborg mín, segir Pétur Geir. - Þetta kom fyrr en ég bjóst við. Svo snýr hann sér að kaupafólkinu. - Skeytið er frá pabba, upplýsir hann. - Foreldrar mínir kornu með skipi til Brimness um dögun í morgun og bíða þess í húsi verslunarstjórans að ég sæki þau hið bráðasta. - Jæja, dvölin í höfuðborginni hefur ekki orðið löng, segir Þórkatla með hægð. Vonandi hafa þau haft árangur sem erfiði. - Það kemur í ljós, svarar Pétur Geir dauflega. - En ég verð að fara strax inn á Brimnes og sækja þau, annað dugar ekki. Ég fel ykkur kaupafólkinu að sjá um heyskapinn á meðan. - Já, við Þórkatla gerum okkar besta, svarar Skeggi glaðlega og brosir til Þórkötlu. Kaffidrykkjunni er lokið. Fólkið rís frá borðum og gengur út úr bænum. Skeggi og Þórkatla halda að nýju til starfa en Pétur Geir og prestssonurinn verða samferða niður heimtröðina. Þar sem hún endar kveðjast þeir. Sendill- inn stígur á bak reiðskjóta sínum og hleypir á sprett út þjóðveginn. Pétur Geir hraðar sér í bithagann þangað sem þörfústu þjónarnir hvílast og safna kröftum fyrir næstu átök, nýja þjónustu. Og innan stundar ríður Pénir Geir úr hlaði með tvo söðlaða gæð- inga ásamt einum burðargrip undir farangur ferðalanganna sem hann veit ekki hve mikill kann að vera orðinn að vöxtum eftir höfuðborgardvölina. Og sólin brosir í heiði. Hjónin á Lyngheiði njóta gestrisni Heima er bezt 427

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.