Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 38

Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 38
móður kné, svarar Hugborg með sakn- aðarhreimi í rómi. -Eg hef lítið kynnt mér þessa bók um ævina, segir Ástríður hljóðlega. -Geturðu lesið fyrir mig nokkur vers, Hugborg? -Já, en er einhver sérstakur kafli sem þig langar til að heyra núna Ástríður, spyr Hugborg alúðlega. -Nei, lestu þar sem þú flettir fyrst upp, svarar Ástríður og hagræðir sér í sætinu. Hugborg opnar Biblíuna af handa- hófi og les: “Jesús sagði við hana (Mörtu). Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sá sem lifir og trúir skal aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? Hún segir við hann: Já, herra, ég hefi trúað að þú ert Kristur Guðssonurinn sem koma á í heiminn. Og er hún hafði þetta inælt fór hún burt og kallaði á systur sína Maríu og sagði einslega. Meistarinn er hér og vill finna þig.” Á sama andartaki og Hugborg sleppir síðasta orðinu byrjar gamla klukkan á þilinu að slá og slög hennar eru tólf. Hugborgu bregður lítið eitt, hún minnist sinna skyldustarfa. -Komið hádegi og ég ekki farin að laga kaffið, segir hún afsakandi. -Það var mín vegna Hugborg, svarar Ástríður. - Þakka þér fyrir lesturinn. -Viltu líta sjálf í bókina á meðan ég kem kaffinu á borðið, spyr Hugborg. -Nei, ég þori ekki að taka hana mér í hönd og eiga það á hættu að glopra henni niður. Þessi bók þolir sýnilega ekki mikið hnjask. Ég fæ ef til vill að heyra meira síðar, svarar Ástríður. -Eins og þú óskar, segir Hugborg þýðlega. Hún leggur Biblíuna ofan á rúmið sitt og hraðar sér fram í eldhús. Feðgamir eru væntanlegir á hverri stundu og hún tekur rösklega til starfa. í þann mund sem Hugborg hefur lokið við að framreiða hádegishressinguna ganga feðgamir í bæinn. Þeir þurftu að ljúka aðkallandi verki og hnikruðu því stundvísinni aðeins til hliðar. Feðgamir setjast þegar að borðum og Hugborg rennir ilmandi kaffi i bollana hjá þeim. Svo gengur hún inn í bað- stofu. Hún þarf að láta húsfreyjuna vita að kaflfið sé framborið og bíði hennar. Ástríður rís hljóðlega úr sæti og fylgir Hugborgu íram í eldhúsið. Djúp haustró er yfir öllu og þögnin einráð um stund við borðhaldið. Matthíasi er ljóst að konu hans hrakar ört. Hún getur naumast lengur lyft kaffibolla upp að vömm sér án þess að missa meira og minna niður af drykknum. Hann rýfúr þögnina og segir með hægð: -Okkur feðgunum kom saman um það í morgun Ástríður, að hingað þyrfti að ráða hjálparstúlku fyrir kom- andi sláturtíð. Ertu ekki þessu sam- þykk? -Því skyldi ég ekki vera það, svarar Ástríður eins og annars hugar. - Þið megið ráða hingað þær stúlkur sem þið álítið vera þörf fyrir, en það annast engin um mig önnur en Hugborg. Feðgarnir líta báðir í djúpri undrun á Ástríði. Þá óraði ekki fyrir því að heyra slíka yfirlýsingu af hennar vör- um. Mikill er sigurmáttur kærleikans. í næstu andrá berst bamsgrátur frá baðstofunni. Hugborg sprettur á fætur og hraðar sér á vettvang. Pétur Geir rís einnig frá borðum og hverfúr á vit baðstofunnar. Hann ætlar að heilsa upp á son sinn og eiga smá dvöl með þeim tveimur, sem hann ann heitast. Hjónin sitja eftir við eldhúsborðið. Matthías ýtir drykkjarílátinu frá sér og segir með rósemd. -Svo þú vilt ekki Ástríður, að neinn annar en Hugborg annist þig í þessum veikindum þínum. -Nei, þá þjónustu rækir engin betur en hún, staðhæfir Ástríður. -Ertu þá ekki lengur ósátt við þann gjörning minn að taka hana á heimil- ið? spyr Matthías. -Nei, því máttu trúa. Þetta er það besta sem þú hefúr gert í mina þágu á langri samleið Matthías, svarar Ástríð- ur af einlægri sannfæringu. - Og drengurinn litli er eins og sólargeisli í þeim dimma dal sem mér er áskapað- ur á lokagöngunni. -Siturðu oft á daginn inn í baðstofu hjá drengnum Ástríður? spyr Matthías hlýjum rómi. -Já, þar á ég marga stund, svarar Ástríður. - En skyldi mér auðnast að lifa svo lengi að sjá drenginn stíga á bak rugguhestinum sínum? -Við skulum vona það Ástríður. Drengurinn þarf ekki að vera margra ára til þess að geta setið þennan fák, svarar Matthías uppörfandi. -Jæja, hvemig sem allt fer á hann þó þetta leikfang til minningar um ömmu á Lyngheiði, segir Ástríður dapurlega og rís frá borðum. Hún er orðin þreytt að sitja og ætlar að leggjast til hvíldar um stund. Sitthvað sækir líka á huga hennar, sem hún vill ígmnda í einveru og næði. Ástríður gengur inn í hjóna- herbergið og leggst í rekkju sína. Matthías bíður sonar síns í eldhús- inu. Og brátt halda þeir feðgarnir út til starfa að nýju. Ástríður er í þungum þönkum. Vers- in sem Hugborg las henni úr gömlu Biblíunni eru orðin eins og síendur- tekin hljómkviða í vitund hennar. -Meistarinn er hér og vill finna þig, voru skilaboðin mikilsverðu sem Marta flutti systur sinni Maríu. Eru þetta ef til vill einnig skilaboð til hennar? Undarleg tilviljun að Hug- borg skyldi af handahófi fletta upp á þessuin ritningarstað. Hún hefur vafa- laust oftar en einu sinni hlýtt á sömu orðsendingu flutta í kirkjunni en það hefur farið inn um annað eyrað og út um hitt hjá henni og hún aldrei hug- leitt alvöru málsins eða tileinkað sér hana. Nú er eins og þessi skilaboð á milli tveggja systra austur í Gyðinga- landi fyrir hart nær tvö þúsund árum styngi hana í hjartað. Er þá ekki kom- inn tími á það í lífi hennar að hún fari að hlusta eftir því sem hefur eilífðar- gildi? Enginn veit hvenær stunda- klukka ævinnar slær sín síðustu slög. Ástríður andvarpar þunglega. En kaíl- inn sem Hugborg las fyrir hana hafði líka að geyma þessi orð Meistarans sem vildi finna Maríu: “Ég er upprisan og lífið sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sá sem lifir og trúir skal aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? spurði Meistarinn Mörtu. Hún segir við hann. “Já, herra, ég hefi trúað að þú ert Kristur Guðssonurinn sem koma á í heiminn.” En hvert yrði svar hennar Ástríðar á Lyngheiði við slíkri spumingu? Framhald í nœsta blaði. 430 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.