Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Síða 10

Æskan - 01.12.1940, Síða 10
Jólablað Æskunnar 1940 J ólagestirnir. Leikrit í einum þætti. — Margrét Jónsdóttir endursagði. PERSÓNUR: Dagur, Dagbjört, Sn jódrottningin, Kertaprinsinn, Krásakerlingin, Jólakarlinn, þern- ur, kertasveinar, krásamegjar og jólasveinar. Leiksviðið er barnaherbergi. Dag- ur leikur sér að bílunum sínum og öðrum leikföngum. Dagbjört situr og les i sögubók. Dagur fleggir leik- föngunum óþolinmóðlega frá sér, hlegpur til Dagbjartar, þrífur bólc- ina af henni og fleggir henni á gólfið. DAGUR: Hvernig stendur á því, að jólin geta aldrei nokkurntíma komið? Eg get ekki beðið eftir þeim lengur. Heldurðu, að eg fái skíðin, sem eg óskaði mér að fá? DAGBJÖRT: Uss, hvernig þú lætur, lilli bróðir. Það má ekki fara svona illa með bækurnar. (Tckur bókina upp og Isetur hana á borðið.) Skiði, segir þú! Hvað ætlar þú eig- inlega að gera við skiði núna, þegar enginn snjór er? DAGUR: Oj, hvað allt er leiðin- legt. Enginn snjór, og aldrei koma jól. (Það er drepið á dgrnar.) DAGBJÖRT: Nú er barið. Hver skyldi það vera? Kom inn! (Dgrn- ar eru opnaðar upp á gátt, og snjó- drottningin kemur inn. IJún er i mjallhvitum skrúða. Hún lineigir sig djúpt fgrir börnunum.) SNJÓDROTTNINGIN: Eg er komin hingað til ykkar langt að, frá fjarlægum, fannhvítum skýj- unum. Bráðum koma jólin, en hvít og snjólaus jól eru engin almenni- leg jól, þess vegna er eg hingað komin. DAGUR (ákafur): Ó, snjódrottn- ing! Ætlar þú þá að koma með snjó til okkar? Þá fæ eg að renna mér á nýju skíðunum mínum á jólunum. SNJÓDROTTNINGIN: ' Já, já, drengur minn. Og eg hefi lekið all- ar litlu þernurnar minar með mér. Líttu upp. Nú eru þær að koma! (Hrópar hátt:) Ljósar og léttar, liprar og nettar, dúnmjúkar, drifhvítar dansið, snjómeyjar! (Litlu þernurnar snjódrottning- arinnar koma dansandi inn. Þær eru allar hvitklæddar. — Snjó- drottningin sgngur og þernurnar taka undir:) Komið, litlu, lcæru þernur, komið, gleðjið börnin smá! Stígum dansinn létt og lipurt, likt og korn úr hvítum snjá. Bjartar stjörnur leiftra og ljóma, líða um geiminn silfurský. Stigum dansinn létt og lipurt, látum koma snjó á ný! DAGBJÖRT (hncigir sig fgrir sn jódrottningunni): Þakka þér ltærlega fyrir, kæra snjódrottning. Ósköp var það nú gaman, að þú skyldir koma og taka litlu, fallegu þernurnar þínar með þér. DAGUR: Já, nú verða almenni- leg jól, því að nú er kominn snjór. Húrra, húrra! DAGBJÖRT: En heyrðu til, litli sínum tima maður, sem sýgur í sig kjarnann — það mikilvægasta og besta í verkum þeirra, sem á undan voru, — lyftir þvi upp í hærra veldi — fullkomnar allt, stækkar allt. En Islendingar mega ekki vera óþolinmóðir. Það liefir tekið miljónaþjóðir langan tíma að skapa slíka menn, og sunium hefir jafnvel ekki heppnast það ennþá.“ 130

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.