Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 11

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 11
’Já, ég er trúlofaður prestsdóttur,“ hélt Traddles áfram. )Tau eru tíu systkinin! ... Það er nú yndisleg stúlka, skal eg segja þér> Dg hún vill bíða eftir mér, þó svo það væri 1 20 ár! ... En nú skal ég sýna þér nokkuð! Ég er byrj- •'ður að kaupa mér húsgögn.“ Síðan sýndi Traddles mér jurtapottsstand og lítið, kringlótt borð, sem stóð dúkað úti í einu horni á her- berginu. >,Við verðum að kaupa nauðsynlega hluti smátt og Srnátt,“ hélt Traddles áfram glaður í bragði, „og það fer allt vel! ... Ég eyði litlu sjálfur. . . . Ég borða hjá fjöl- skyldunni hérna niðri; það er allra bezta fólk, . .. bæði herra Micawber og eins konan hans.“ >»Micawber!“ hrópaði ég. „Þau hjón þekki ég vel! .. . Það hefur þá verið vinnustúlkan þeirra, sem var að þjarka Vl® mjólkurpóstinn þarna niðri á götunni." T raddles leit undrandi á mig, en hann fékk ekki tóm t]l að segja neitt, 'því að í þessum svifum var drepið á CV» og herra Micawber kom inn í herbergið. »Fyrirgefið þér, herra Traddles, . .. ég vissi ekki, að neinn ókunnugitr væri hjá yður.“ Hann hneigði sig kæruleysislega fyrir mér og hysjaði UPP háa krag ann sinn. »»Hvernig iíður yður, herra Micawber?" spurði ég. >=Þakka yður fyrir, herra minn, það er fjarska fallegt al yður að spyrja, hvernig mér líði!“ anzaði hann dræmt. ”°g hvernig liður frú Micawber ... og börnunum?" >»Sem betur fer eru þau góð til heilsu.“ Hann stóð þarna og góndi á mig, en þekkti mig ekki. g brosti og horfði á hann á móti. »En er þetta ekki?“ sagði hann hikandi. ... „Er þetta ebki? ... jó, ekki ber á öðru. . .. Þetta er hann gamli V]nur minn og æskufélagi, hann Davíð Copperfield! ... kleyrðu, lambið mitt, ... komdu hingað upp! ... Héma er ntaður, sem vill gjarnan fá að sjá framan í þig!“ Skömmu síðar kom frú Micawber. Hún varð svo hissa, Vgar hún sá mig, að hún féll í öngvit, og það varð að skvetta framan í hana köldu vatni. En þegar hún raknaði Vl^, varð hún himinlifandi yfir, að fundum okkar skyldi ^afa borið saman. Við áttum nú skemmtilegt samtal og ákváðum dag, þegar þau Micawberhjónin ásamt Traddles áttu að koma °8 borða miðdegisverð hjá mér. begar ég var á förum, sagði herra Micawber: >»Eins og þér sjáið, herra Copperfield, búum við hér v*b þröngan kost, og ég get ekki borið á móti því, að ég et aldrei komizt í aðrar eins fjárkröggur og nú. En engu síður er bezta útlit fyrir, að þetta lagist svo, að ég og essuð fjölskyldan mín komist á réttan kjöl ... bezta t'ulit!“ „Kúrir sóttu at þeim fast ok mest með lögum ok skotum, enn gengu ekki í höggorrustu. Þeir Egill fundu eigi fyrr, er þeir ganga með gorð- unum, enn garðr gekk á aðra hönd þeim ok mátti eigi fram komast. Kúrir sóttu eftir þeim í kvína, enn sumir sóttu útan at ok lögðu spjót- um ok sverðum í gegnum garðana, enn sumir báru klæði á vápn þeirra. Egils saga Skallagrímssonar. TUTTUGASTI OG ANNAR KAFLI Eg held aðra veizlu til. Micawber-hjónin og Traddles voru búin að lofa að heimsækja mig og borða hjá mér tveim dögum eftir að ég hafði heimsótt þau, og nú hafði ég nóg að gera að undirbúa allt sem bezt. I þetta skipti ætlaði húsmóðir mín að annast móttöku gestanna einsömul, og ég keypti þess vegna stóran bita af steiktu lambaketi og auk þess alls konar kræsingar, því að ég vissi, að herra Micawber kunni vel að meta góðan mat. Ég lét leggja í ofninn í svefnherbergi mínu, og á þvottaborðið lagði ég eitt títuprjónabréf, en lét þar auk þess flösku með Kölnarvatni, hvort tveggja handa frú Micawber, til þess að hún gæti lagað sig til, áður en sezt væri að borðum. Gestir mínir komu stundvíslega, og ég fagnaði þeim úti á tröppum hússins. Herra Micawber var með enn hærri flibba en venja var til, og frú Micaw’ber var með höfuðbúnað sinn á handleggnum og hafði búið um hann í gráan pappír. FRAMHALD. 95

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.