Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 18

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 18
ÆSKAN Verðlaunagetraun I. Hina réttu ráðningu sjáið þið hér á myndinni. Alls bárust 1028 ráðningar, þar af voru 934 réttar. Dregið var um, hverjir skyldu hljóta verðlaunin. Nöfn þessara komu upp: Anna M. Björnsdóttir, Egilsbraut 19, Neskaupstað; Haraldur Bjarna- son, Vesturgötu 123, Akranesi; Magnús Helgi Friðriksson, Laugarhvammi, Lýtingsstaða- lireppi, Skagafirði; Borgný Gunnarsdó 11 i r, B yggða r enda, Þingeyri og Margrét Bárðar- dóttir, Kjartansgötu 8, Reykja- vík. Hvað lieita þau? Ráðning á getrauninni um jólasveininn, sem hafði tekið tæknina í þjónustu sína, varð sú, að börnin, sem hann var að heimsækja, liétu: Ingibjörg, Ingólfur, Jónína og Jósafat. Alls bárust 876 ráðningar, þar af voru 786 réttar. Dregið var um, hverjir skyldu hljóta verð- launin. Nöfn þessara komu upp: Sigurbjörg Héðinsdóttir, Fjöllum II, Kelduhverfi, Norð- ur-Þingeyjarsýslu; Bergþóra Kr. Ásgeirsdóttir, Drafnargötu 2, Flateyri; Þórir Magnús Lárus- son, Þórukoti, Víðidal, Norður- Húnavatnssýslu; Guðmundur Ólafur Ingvarsson, Urðargötu 9, Patreksfirði, og Margrét B. Eiríksdóttir, Hafnargötu 129, Bolungarvík. Teningnum kastað. Alls hjálpuðu 968 lesendur Æskunnar okkur til að finna týnda teninginn í jólablaðinu, en hann fannst á blaðsíðu 395. Réttar ráðningar voru 804. Dregið var um, hverjir skyldu hljóta verðlaun. Nöfn þessara komu upp: Jón Ólafur Svans- son, Sóleyjargötu 7, Vestmanna- eyjum; Margrét Vigfúsdóttir, Hlíðarhvoli, Staðarsveit, Snæ- fellsnesssýslu; Hilmar Jóhannes- son, Syðra-Langholti III, Hrunamannahr., Árnessýslu; Heiðrún Kristjánsd., Reykja- nesi, Norður-ísafjarðarsýslu og Kristrún Ástvaldsdóttir, Hóla- vegi 11, Siglufirði. Verðlaunin verða send til verðlaunahafa nú á næstunni. Ekki verður annað sagt, en að getraunirnar hafi fallið lesendunum, ef dæma má eftir þátttöku. Æskan færir öll- um þátttakendum þakkir sínar. HJÁLPA MÖMMU • Spanskgrænu má auðveld- lega ná af látúni eða eir með ])ví að nudda hlutinn upp úr vel þynntri salmíaks- blöndu. • Leggið ávallt efnisbút inn- an í ]>unnt efni, áður en töl- ur eru festar á ]>að eða hnappagöt saumuð í ]>að. Þá rifnar efnið siður. • Ef loðkápur hafa bælzt á blettum í sumargeymslunni, er hezt að bleyta ]>á dálitið og bursta síðan cins og liár- in liggja. Síðan er kápan hengd til þerris. • Ýmsa skinnfeldi má hreinsa með því að bursta þá upp úr heitum og hreinum sandi og berja svo allan sandinn vandlega burt. • Mjólk má halda kaldri í liita, ef mjólkurflaskan er látin í skál með vatni og lagt er yfir hana baðmullar- stykki þannig, að það vökni i skálinni. Loftstraumur þarf að vera, þar sem mjólk- in er geymd á þennan hátt. • Þegar marrar í hjörum og smurningsolía er ekki við höndina, er gott að nudda ásinn með blýanti. • Hár- og fatabursta er ágætt að hreinsa ineð því að nudda ]>á upp úr grófu rúgmjöli og hrista mjölið svo vandlega úr þeirn. Séu þeir úr nælon- efni, má aldrei ]>vo ]>á upp úr heitu vatni, heldur úr köldu vatni blönduðu með salmíaki. * Grammófón- platan. Mamma sat í stól og var að staga sokka, eii Pési litli var að leika sér á gólfiuu. Fyrst lagðist lianu á bakið og söng, og svo velti hann sér á mag- ann og söng annað lag, og þetta lét hann ganga hvað eftir ann- að. Mamma gaf honum horu- auga við og við og skildi ekk- ert í þessu, svo að seinast varð henni að orði: — Hvað ertu að gera, Pési? — Ég er að leika grammó- fónplötu. 102

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.