Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 34

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 34
BRIGITTE BARDOT leikur um þessar mundir í kvikmynd, sem verið er að taka í Mexíkó. Kailast kvikmyndin „Viva Maria“ og á að gerast um alda- mótin. Er þetta gamanleikur. Svar: Eftir þeim upplýsing- um, sem komu fram á skáta- þingi á Akureyri i júní sl. voru þá starfandi hér á landi 37 skátafélög með um 4000 félög- um. Mannslíkaminn. Kæra Æska. Mig langar til að vita, hvort mannslíkaminn er þyngri, þegar hann er á hrey'fingu, eða þegar hann er kyrr. Björn Jónsson. Svar: Likaminn er þyngri, þegar hann er á hreyfingu. Maður, sem rís skyndilega á fætur, getur til dæmis tvöfald- að þyngd sína, að því er séð verður á vigt. 118 Hve mörg hestöfl? Kæra Æska. Vélastyrkur er oft miðaður við svo og svo mörg hestöfl. En hvað er reikn- að með að mörg „mannöfl" séu i einu hestafli? Agúst. Svar: Maður, sem ekki er að flýta sér, þarf um það bil 15 sekúndur til að ganga upp stiga milli tveggja hæða. Á 60 sek. fer hann þá 4 stiga eða ca. 12 m. Ef hann er 75 kg að þyngd, verður vinna hans 75x12 = 900 metrakilógrömm (metrakilógr. er sú vinna að lyfta einu kg einn m), en afl hans 900:60 = 15 metrakílógrömm á sek. Nú er 1 hestafl jafnt og 75 metra- kílógrömm á sek, svo afl mannsins verður þá % úr hest- afli. Að læra ljósmyndun. Kæra Æska. Hvað tekur það langan tima að læra Ijósmynd- un, og þarf maður að hafa náð vissum aldri til að byrja slíkt nám? Björgvin. Kr. 50,00. Kr. 45,00. Svar: Ejósmyndanám cr venjuleg iðngrein og tekur þrjú ár. Lágmarksaldur er 16 ár. Nú eru starfandi i Reykjavik á milli 10 og 20 Ijósmyndastofur. Paul Anka til Bretlands. Bækur Æskunnar Höfum ennþá til ýmsar úrvals barna- og unglinga- bækur við lágu verði: Kæra Æska. Hvað er að frétta af hinum fræga dægur- lagasöngviara Paul Anka? Jón. Svar: Paul Anka hefur nú í huga að setjast að i London á þessu ári, enda er Bretland nú að verða miðstöð dægurlaga- tónlistarinnar i heiminum. Paul Anka hefur þegar keypt sér stóra lúxusibúð i London. Robertino fullorðinn. Kæra Æska. Er Robertino, it- alski drengurinn, sem setti allt á annan endann með söng sin- um fyrir nokkrum árum, hætt- ur að syngja? Helga. Svar: Robertino er ekki leng- ur barnastjarna. — Hann er orðinn fullorðinn, og hefur sem slikur fest sig allvel i sessi i lieimalandi sinu, ítaliu, en þar náði hann aldrei miklum vin- sældum sem barnastjarna. Ný- lega tók hann þátt i mikilli há- tíð, sem aðrir frægir dægur- lagasöngvarar tóku Jjátt í, svo sem Gigliola Cinquette, Bobby Sola, Modugno, Pat Boone og Jack Jones. Bjarnarkló (Sigurður Gunnarsson þýddi) Ilóra sér og sigrar (Ragnheiður Jónsdóttir Didda dýralæknir (Sig. Gunnarsson þýddi) Dagur frækni (Sig. Gunnarsson þýddi) Elsa og ÓIi (Sig. Gunnarsson þýddi) Ennþá gerast ævintýri (Óskar Aðalsteinn) Geira glókollur (Margrét Jónsdóttir) Geira glókollur í Reykjavík (Margrét Jónsd.) Glaðheimakvöld (Ragnheiður Jónsdóttir) Kappar úr Islendinga sögum (Marinó Stef.) Kibba kiðlingur (Hörður Gunnarsson þýddi) Oft er kátt í koti (Margrét Jónsdóttir) Steini í Asdal (Jón Björnsson) Snjallir snáðar (Jenna og Heiðar) Tveggja daga ævintýri (G. M. Magnússon) Uppi í öræfum (Jóh. Friðlaugsson) Vala og Dóra (Ragnheiður Jónsdóttir) Vormcnn íslands (Óskar Aðalsteinn) Sumargestir (Sig. Gunnarsson) kr. 32.00 — 35.00 — 50.00 — 25.00 — 48.00 — 25.00 — 45.00 — 45.00 — 35.00 — 28.00 — 18.00 — 17.00 — 45.00 — 45.00 — 25.00 — 30.00 — 38.00 — 30.00 — 45.00 Ef greiðsla fylgir pöntun, þá sendum við burðargjaldsfríÚ' BÖKABtíÐ ÆSKUNNAR Kirkjuhvoli, Box 14, Reykjavík.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.