Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 36

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 36
RINGO STARR KVÆNTUR. Þann 11. febrúar sl. kvæntist hinn frægi Ringo Starr hár- greiðslustúlku að nafni Maureen Cox, frá Liverpool. Mynd- in er tekin rétt eftir brúðkaupið, sem fór fram í Ieyni. Þegar Jóa litia sá sótarann í fyrsta skipti varð hún ekki beinlinis hrædd, en ákaflega undrandi. Hún hljóp inn i stofu til mömmu sinnar og hrópaði: — Mamma, mamma, komdu og sjáðu, það er kominn tam- inn svertingi i húsið. — Hvað er að sjá til þin, Nonni, sagði mamma. Heldurðu að þú megir eta sætumaukið með skeið? Þú átt að hafa það ofan á brauð. ■— Ég reyndi það, en það tollir þar ekki, því það er svo laugaveiklað, sagði Nonni. Mamma hafði farið með Jónu litlu til hárgreiðslukonu og lát- ið greiða hár hennar með ný- tizku sniði. Þegar þær komu heim, varð pabbi bálvondur, er hann sá þetta. — Hvað er að sjá á þér höf- uðið, það er alveg eins og kúst- ur, sagði hann. Og Jóna litla spurði i hjart- ans einfeldni: — Hvað er kústur? SKRÝTLUR Kennarinn: Hvernig er fleir- talan af barni? Óii litli: Tvihurar! * Jón: í sumar datt bróðir minn af mótorhjóli og varð að liggja í tvær vikur. Hans: Vesalings drengurinn! Bjó enginn i nágrenninu, sem gat hjálpað honum? Faðir: Komdu þér á lappir, drengur. Klukkan er orðin sjö. Hvernig heldurðu að Abraham Lincoln hafi hagað sér á þín- um aldri? Sonur: Það veit ég ekki, en ég veit, að hann var orðinn for- seti Bandarikjanna, þegar hann var á þinum aldri. * — Jæja, sagði gamli læknir- inn, ég held að það sé bezt að við fáum okkur stóra inntöku af laxerolíu. — Gerðu svo vel, sagði sjúk- lingurinn, ég hef ekki lyst á henni. * Mamma: Hvað voruð þið að gera i skólanum í dag? Siggi: Við vorum að syngja- Mamma: Og hvað sunguð þið? Siggi: Ég veit ekki, hvað hinir krakkarnir sungu, en ég söng Siggi var úti með ærnar í haga. 16250 VINNINGAR FJORÐI HVER MIÐI VINNUR DREGIÐ 5. HVERS MÁNAÐAR AÐALVINNINGUR 1.5 MIIUON 120

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.