Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 32

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 32
SPURNINGAR OG SVÖR svcitinni, að það væri aldrei að vita nema hljómsveitin færi nt á land næsta sumar (en það gerði hún ekki í fyrra), svo að lesendur Æskunnar, sem úti á landi búa, geta jafnvei átt von á góðri heimsókn að sumri. ••••••••« Margir hafa óskað eftir mynd af Mick Jagger. Hann er 20 ára gamall. Leikskólar í Reykjavík. Kæra Æska. Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Mig langar til að biðja þig um upp- týsingar um teikskóla. Hvað eru margir teikskólar starfandi í Reykjavik, og þarf að hafa gagnfræðapróf til að fá inn- göngu? Er visst aldurstak- mark? Hvað þarf að sækja um inngöngu með iöngum fvrir- vara? Eru teikskótarnir kvötd- skótar? Ég vona, að þú svarir þessum spurningum fyrir mig sem fijótast. Með fyrirfram þakktæti fyrir svarið. Bella. Svar: Nú munu vera tveir fullkomnir leikskólar starfandi í Reykjavík, það er Leikskóli l’jóðleikhússins og Lcikskóli Leikfélags Reykjavikur, og auk þeirra er svo undirbúnings leik- skóli. sem Ævar Kvaran rekur. Við leikskóla Þjóðeikhússins og Leikfélagsins þurfa nemend- ur að hafa lokið gagnfræða- prófi til að fá inngöngu, og aldurstakmarkið mun vera 17 ár. Skólar leikliúsanna eru tveggja vetra nám, og fer kennsla þeirra fram 2—3 tima á dag. Ef þessar upplýsingar nægja þér ekki, þá ættir þú að skrifa skólastjóra Leikskóla hjóðleikhússins, Guðlaugi Rós inkrans, og fá hjá honum þær upplýsingar, sem þig vanhagar um. Iþróttir í skólum. Kæra Æska. Ég las svar þitt i blaðinu um leiksvæði skól- anna. Það svar var fróðlegt fyr- ir okkur nemendurna. Nú lang- ar okkur nokkra skólanemend- ur að spyrja þig, hvort þú get- ir ekki frætt okkur um þær iþróttir, sem nemendur eru skyldugir til að stunda i barna- og framhaldsskólunum, og hvaða markmið sé með iðkun- um þeirra. Nokkrir nemendur. Svar: í öllum barnaskólum og framhaldsskólum, sem kost- aðir eru eða styrktir af al- mannafé, skulu skólaiþróttir kenndar og iðkaðar. Markmið skólaíþrótta er að stuðla að andlegum, Jíkamlegum og fé- lagslegum þroska nemenda, að koma í veg fyrir likamsgalla og lagfæra þá. Nánara tiltekið er markmiðið: a) að efla mátt nemenda' og þol, b) að herða þol og vilja, c) að temja nem- endum hugþekka og frjálsa framkomu, kurteisi og reglu- semi, d) að venja nemendur við drengilegt samstarf, e) að kenna nemendum nærgætni við andstæðing, skilja og virða rétt hans og þekkja eigin rétt, f) að orka á heilbrigði nemenda, temja þeim hollar venjur og heilsuvernd daglegs lifs, g) að vekja hug nemenda og skiln- ing á iðkun íþrótta, svo að þeir iðki íþróttir i tómstundum sinum og haldi áfram íþróttn- iðkunum að skóla ioknum, h) að vekja varúðar- og öryggis- kennd nemenda með því að kenna þeim nauðsynlegustu umíerðarreglur og hjálp í við- Jögum, i) að glæða tilfinningu nemenda fyrir hrynjandi og hljóðfalli. — Börn á aldrinum 7—10 ára skulu fá a. m. k. 2ja stunda kennslu i leikfimi á viku, en 11 ára börn og eldri 3 st. I farskólum og öðrum skól-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.