Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 30

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 30
ÆSKAN LITLU VELTIKARLARNIR > 7. A'ð þessu sinni stökk Jack ekki burt, þegar Robbi kom, en hoppaði stöðugt hring eftir hring og gaf frá sér kynleg hijóð. „Slepptu þeim út,“ tísti hann. „Það er ekkert gaman án leik- hræðra. Þú átt liklega leikfétaga lika, eða hvað? Ég vil fá mina. Ftýttu þér, stepptu þeim út.“ Hann var svo ákafur, að Robbi byrj- aði að leysa hnútana á kassanum. „Ég vildi bara, að ég vissi, hvað þetta allt á að þýða,“ mutdraði Rohhi órór. í næsta vetfangi var tokið komið af og kassinn var futlur af sitkipappir, sem hreyfðist. Og nú tisti Jack hærra en áður. — 8. Á meðan Robbi starði undr- andi á þetta, urðu hreyfingarnar i kassanum kröftugri. Altt i einu fór Jack að krunka hátt, sneri sér við og hoppaði af stað. Silki- pappirnum var ýtt til hliðar, og hópur af fjöriegum litlum köri- um hoppaði upp úr kassanum og fylgdi honum. „Drottinn minn dýri! Hvað er nú þetta?" hrópaði Robbi upp yfir sig. „Hvað hef ég nú gert? Hæ, þið! Komið þið aftur! Komið þið hingað!" Enginn af litlu körlunum hafði neina fætur, þvi þeir voru ná- kvæmlega eins og egg að sjá, en þeir veltust kátlega á eftir Jack. — 9. Þó að þeir væru svona undarlegir i iaginu, veitust Jack og félagar hans áfram með svo miklum hraða, að Robhi átti fullt i fangi með að fyigja þeim eftir. Að stundarkorni liðnu kom hann auga á þá, þar sem þeir stóðu í þyrpingu og löluðu mikið. „Góðu vinir, komið þið aftur,“ bað Robbi. „Hvað á ég að segja við þann, sem á að sjá um ykkur, ef hann kemur og spyr mig, hvar þið séuð? Hann skammar mig.“ En Jaek og hinir 12 félagar hans þóttust ekkert heyra. Tistandi af ánægju veltust þeir áfram eftir freðinni jörðinni i áttina til skógarjaðarsins. á einstaklinginn og þjóðfélagið. Áfengi! Flestir hafa heyrt þetta orð og hlýtt á það með misjöfnum huga, sumir með velþóknun, aðrir með hryllingi. Margir eiga þvi grátt að gjalda. Það hefur lagt lífshamingju þeirra i rústir. Öðrum finnst, að þeir eigi því mikið að þakka, að það hafi oft huggað þá og hjálpað þeim til að gleyma basii og áhyggjum hins dag- !ega lifs. En þetta er að öllu leyti rangt, því að sorgin er enn þá sárari á eftir, þó að þeir gleymi i bili. Áfengið hefur mjög skaðleg áhrif á mannslíkamann og jafnvel á sálina lika. Eitt af ein- kennum hins siðmenntaða manns er valdið, sem hann hef- ur yfir sjálfum sér, hreyfing- um sinum og framkomu, orð- um sinum og athöfnum. Öllu þessu glatar sá maður, sem neytt hefur áfengis. Hreyfing- ar mannsins verða fálmandi og óvissar, röddin óstyrk og þá er oft miður skynsamlegt, sem hann segir. Einnig gera menn oft ýmsa hluti, scm þeir ann- ars mundu aldrei gera, vegna þess að þoka og sljóleiki rikir í huganum. Heilinn er hálf- lamaður og getur ekki liugsað skýrt. Mörg slys hafa lilotizt af neyzlu áfengis, einkum þó bif- reiðaslys. Það stafar af þvi, að ökumaður, sem neytt hefur áfengis, hefur ekki fullt vald yfir athöfnum sinum. Mörg eru tárin, sem runnið hafa um hrjúfa móðurkinn og mjúkan harnsvanga vegna drykkjuskap- ar liinna nánustu og slysa Jieirra, sem hlotizt hafa af áfengisneyzlu. Mörg heimili hafa eyðilagzt og börn ekki haft þar öruggt skjól til þess að fíýja i, eins og á að vera. Hugsið ykkur barn, sem er hrætt við föður sinn, jafnvel liatar liann eða fyrirlítur, barn- ið, sem á að geta borið virðingu fyrir foreldrum sinum, elskað þau og dáð. En allt þetta böl getur áfengið skapað. Menn, sem neyta áfengis, verða fyrr gamlir, slitnir og þreyttir. Þeir verða ófærir til vinnu og geta lolis endað sem sjúklingar. Ef margir slikir menn eru innan þjóðfélagsins, verður það ótraustara. Til þess að þjóðfélagið verði heilbrigt og til gagns, mega slíkir vesal- ingar ekki skapa það, þeir eru eins og skemmd i ávexti. Ef hann á nð verða að gagni, verð- ur að skera skemmdina burt. Þið hafið eflaust flest séð mann undir álirifum áfengis. Það er hryggileg sjón, og ég get ekki skilið, að nokkurn fýsi að líkjast honum. Því skora ég á þig, unga upprenn- andi kj’nslóð. Láttu ekki áfeng- ið skapa þér heim, sem er full- ur sorgar, skorts og vesaldónis. Settu þér háleitt rnark og stefndu beint að því. Kjörorð- ið er: Útrýmum áfenginu og losum okkur við hin mörgu skaðlegu áhrif þess. Magga Rósa. GAT LESIÐ SKRIFTINA. Pahbi var að kenna syni sin- um: — Á þessum tímum er alh komið undir sérþekkingu, og menn verða að kunna eitthvað eitt, til þess að komast áfraiö i heiminum. Menn verða að geta eitthvað, sem aðrir geta ekki. — Ég get það, sagði snáðinU- — Nú, hvað er það, sem Þu getur, en aðrir ekki? — Lesið skriftina mína. * LAGT RÉTT SAMAN. Það stóð yfir messa og 11 sálmatöflunni voru eftirfaf' andi sálmanúmer: 14 29 72 115 Mundi litli horfði lengi il töfluna og seinast snýr hann sér að mömmu sinni og seg’1 hátt: — Þetta er i fyrsta sinn, seJö presturinn hefur lagt rétt soiU' 114

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.