Æskan - 01.05.1965, Side 16
SAGA
■plzti geimfarinn, sem á lof't hefur
■L~' farið til þessa, mun vera Pavél
Bélaéf, sem fór 17 hringi umhverfis
jörðu 18. marz s.l. Pavél Bélaéf verð-
ur fertugur á þessu ári, og líklega
hefur leiðin upp í geimfar engum ver-
ið svo erfið sem einmitt honum. Hug-
ur Pavéls stóð snemma til flugs, en
frá upphafi virtust atvikin leggjast
gegn því að það mætti takast. Þegar
hann kom ungur sveitastrákur til
borgarinnar Kaménsk-Úralsk til að
ganga á flugskóla, þá gat hann ekki
fengið skólavist, af því að heimavistar-
pláss var með öllu þrotið. Nokkru síð-
ar tókst honum þó að komast að við
flugnám og fór í sína fyrstu flugíerð
ásamt kennara í lítilli skíðavél og var
vitanlega ákaflega ánægður með sitt
hlutskipti, söng af kæti. En lending-
in tókst ekki betur en svo, að skíðin
stungust niður í djúpan snjó og
flugvélin steyptist yfir sig. Upp frá
þessu gekk Pavél allt í haginn lengi
vel. Daginn sem Þjóðverjar gáfust
upp, en það var 5. maí 1945, út-
skrifaðist hann sem orrustuflugmað-
ur, og eldskírn sína hlaut hann, þegar
hann síðustu vikur stríðsins fylgdi
sovézkum sprengjuflugvélum er þær
gerðu árásir á stöðvar japanska flot-
ans. Er stríðinu lauk hélt Pavél áfram
þjónustu sinni í flughernum og starf-
aði þar í 11 ár og var þá orðinn for-
ingi fyrir sveit orrustuflugmanna.
Árið 1956 var hafizt handa um að
þjálfa nokkra flugmenn til fyrirhug-
aðra geimferða og Pavél var einn
þeirra, sem valdir voru til að ganga
undir þær þrekraunir. Hann var elzt-
ur í þeim hópi, þá rúmlega þrítugur.
En ekki höfðu æfingar staðið nema
skamma stund, þegar hann varð fyrir
því óhappi, sem virtist dæma hann úr
leik með öllu. Geimfarar voru að
þjálfa sig í fallhlífarstökkum. Þeir
köstuðu sér út í allmikilli hæð og
áttu að láta sig hrapa í þrjátíu sek-
úndur áður en fallhlífin opnaðist.
Pavél varð síðastur til að stökkva og
var þá aðeins farið að hvessa. Fall-
hlífin opnaðist á réttum tíma, en er
hann átti skammt ófarið til jarðar,
kom snörp vindhviða og hálflokaði
fallhlífinni og jók þetta fallhraðann
fram úr hófi: Pavél kom illa niður og
tvíbraut á sér vinstri fótinn.
Verðandi geimfarar báru félaga
sinn í sjúkrabíl í þungum þönkum.
Þarna hafði sá fyrsti líklega helzt úr
lestinni; Pavél sjálfur var hins vegar
ekki á þeim buxunum að spá sjálfum
sér hrakspám, ekki frekar en þá, er
fyrstu flugferð hans lauk með því að
vélinni hvolfdi í skafli. Hann beið
þolinmóður í fjörutíu daga og fjöru-
tíu nætur á sjúkrahúsi meðan brot
hans var að gróa. Og þegar hann a®
lokum fékk að fara heim, tók haI111
til óspilltra málanna að styrkja þeI111
an brotna fót. Hann minntist þá y111
issa þjóðráða, sem faðir hans gaf sjúÚ
ingum sínum. Helzta aðferð hans val
sú, að standa lengi á vinstra fæti
setja á herðar sér ýmisleg aílrauna
tæki og smáþyngja byrðina. Og sV°
kom, að hann þóttist fær í flestan sí^'
Flestir aðrir voru þó á öðru máli- P‘l
vél gæti að vísu flogið og auðvita
lært við Akademíu flugliersins, en 11
geimferðir þýddi ekki að tala. En þa.
fór nú svo, að Pavél fór 17 hriuS1,
umhverfis jörðu og var stjórna11
geimskipsins.
geimfarans. 0
188