Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1965, Qupperneq 22

Æskan - 01.05.1965, Qupperneq 22
Læknirinn, Luigi Picardo. TTZ" lukkan var sjö að kvölcli hinn 9. -^^október 1964. Á litla sjúkrahús- inu í bænum Galtanisetta á Sikiley virtist allt ganga sinn vana gang. Eins og venjulega voru öll sjúkrarúm lull af sjúklingum, og það hafði meira að segja verið nauðsynlegt að bæta við rúmum á einn sjúkrahúsganginn. Hjúkrunarkona, sem var á kvöldvakt, gekk milli sjúklinganna og athugaði líðan þeirra fyrir nóttina. Þó var þetta kvöld frábrugðið öll- um öðrum kvöldum í þessu litla sjúkrahúsi, því að á stofu 12 biðu fimm bræður eftir mikilli örlaga- stundu í lífi sínu. Þessir fimm dreng- ir voru: Paolo, 15 ára, Carmelo, 13 ára, Gioacchino, 11 ára, Giuseppe, 9 ára og litli Calogera, sem aðeins er 5 ára gamall. Þeir hafa allir verið blind- ir frá fæðingu vegna vagls á augn- himnu (starblindu). ☆ @e§ Biðtíminn. Læknirinn, Luigi Picardo, var ein- mitt nýkominn á sjúkrahúsið, og hafði ákveðið að gera aðgerðina á augum bræðranna þá um kvöldið. Hann var nú staddur í skrifstofu yíir- læknisins, Doktors Marira, sem ætl- 194 aði að aðstoða hann og voru þeir nú að ræða ýmislegt varðandi skurðað- gerðina. Það virðist hvíla mikil ró yfir þess- uin tveim mönnum, þar sem þeir ræða saman, þó undir niðri sé þeim ekki rótt. Þeir leggja nú tal sitt niður og fara að skipta um föt, en á meðan kemur svæfingarlæknirinn inn til þeirra og tilkynnir þeirn, að hann hafi valið ákveðið deyfingarlyf, sem muni verða sérlega heppilegt við þessa aðgerð. Þessir þrír menn undirbúa sig hljóðlega undir jressa miklu aðgerð. Allir virðast þeir rólegir á yfirborð- inu, en undir niðri er þeim þó ekki rótt, því hér, á þessum litla spítala í gleymdum, óþekktum smábæ á Sikil- ey, ætla þeir að reyna að gefa fimm drengjum sjónina. Móðir drengjanna limm beið hjá þeim inni í stolu 12. Hún heitir Grazia Rotolo. Nú kallaði yngsti drengurinn til mömmu sinnar: „Mamma! Mamma! Ertu þarna?“ Og hún tók um hendur hans og jtrýsti þeim að sér. Eldri drengirnir létu sér nægja að tala saman í lágum hljóðum. Svo kom hjúkrunarkonan, sem átti að aðstoða læknana, inn á stofuna. „Nú skulum við koma,“ sagði hún við Paolo, þann elzta. Hún tók í hönd

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.