Æskan - 01.04.1966, Síða 10
LITLA SAGAN
Einu sinni átti lítill drengur, sem hét Abraham
Lincoln, Jieima í svolitlum landnemakofa í
Indiana í Bandaríkjunum. Hann langaði mikið til
að fá að fara í skóla. Hann hafði lært að lesa heima
og las allt, sem hann náði í, en hann langaði til
að læra meira og verða „eitthvað mikið“.
En liann vissi engin ráð til þess. Hann vissi aðeins
eitt: það var um að gera að vera duglegur.
Móðir hans dó, þegar hann var lítill. Hún hafði
alltaf sagt, að drengurinn mætti lesa eins mikið og
hann vildi, en þegar hún var dáin, varð hann að
strita með föður sínum myrkranna á milli. Hann
var stór og sterkur og þess vegna fannst föður hans
ekki viðlit, að hann lægi í bókum í stað þess að
sinna búskapnum.
Hann las allt, sem hann náði í.
HANN fékk að fara í skóla.
Þegar Abraham var níu ára og Sara systir hans
ellefu, kom faðir þeirra einn góðan veðurdag heim
með nýja konu og þrjú börn.
Sem betur fór var það góð stjúpa, sem börnin
fengu. Henni fannst sjálfsagt, að Abraham fengi að
fara í skóla í næsta þorpi, en pabbi hans nöldraði:
„Bókvitið verður ekki látið í askana."
„En má ég fara í skóla, ef ég get sannað, að það
sé gagnlegt að kunna að lesa?“ spurði Abraham.
„Já,“ muldraði faðir hans, og Abraham fékk
tækifærið fyrr en liann hafði gert sér von um.
Faðir lians hafði hug á að selja nágrannanum
jarðarspildu. Og dag einn kom nágranninn til að
gera út um málið. „Ef þú undirskrifar þetta blað,“
sagði hann, „þá tek ég við spildunni, sem þú vilt
selja.“ Hvorugur þeirra kunni að lesa eða skrifa,
en nágranninn hafði fengið mann í þorpinu til að
skrifa kaupsamninginn.
„Lofaðu mér að lesa þetta blað, pabbi," sagði
Abraham. Hann fékk það og las línu eftir línu.
Allt í einu tók hann viðbragð: „Ef þú undirskrilar
Jætta, afsalar jrú jrér allri jörðinni," hrópaði hann.
Nágranninn sagði, að jrað gæti ekki verið rétt, en
gamli Lincoln sagði: „Ég veit, að Jn'x liefur ekki ætl-
að að pretta mig viljandi. En meinið er, að við þurf-
um báðir að fá aðra til að lesa og skrifa fyrir okk-
ur. Þess vegna fer ýmislegt öðruvísi en við ætlum.
En drengurinn Jrarna kann að lesa og skrifa — Jaað
er víst bezt að láta liann fara í skóla.“
Síðar varð Jxessi drengur málaflutningsmaður, og
árið 1861 varð hann forseti Bandaríkjanna. Þræla-
haldið var afnumið í stjórnartíð hans. Og hann er
talinn einn merkasti maðurinn í allri sögu Banda-
ríkjanna.
„Það er xíhætt að gela honum öl, Jrvi að hér eru þrjú
hundruð pund í aðra hönd,“ sagði Litli Jón, þegar hann
hafði talið peningana og látið í pyngjuna aftur.
„Lofið mér að fara, eða juð munuð kornast að Jrví full-
keyptu áður en þessi dagur er liðinn!" æpti bæjarfógetinn
og hljóp að hesti sínum.
Hrói gekk til hans til að hjálpa honum á hestbak. Hann
hélt í ístaðið, meðan fógetinn var að komast á bak. Hrói
,kila
óskaði lionum farsællar heimferðar og bað hann að s'
«rOXO
ástúðarkveðju til konu hans. Vesalings bæjarfógetinn v
guðsfeginn að sleppa burt heill á húfi og svaraði
Hann keyrði hestinn sporum, og var þegar horfinn
augsýn. Hinir glaðværu skógarmenn sneru Jrá aftu| ^
stöðvar sínar, drukku aftur minni bæjarfógetans, og ‘
uðu þess, að þeir fengju sem oftast slíka gesti.
í næsta blaði: fírói höttur o£ Vilhjíiltnuv ofuríiuái.
158