Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1966, Blaðsíða 18

Æskan - 01.04.1966, Blaðsíða 18
JÓN Þ. ÓiAFSSON. íslandsmethafinn í hástökki er fæddur í Reykjavík 21. júní 1941. Hann hóf ungur að æfa frjálsar íþróttir, og þegar hann var 16 ára stökk hann 1,45 m í hástökki. Þá notaði Jón hinn svokallaða „saxstíl“. Árið 1960 byrjaði Jón að æfa „grúfu- stílinn“, og þá er það sem hann tekur stórstígum framförum. Og árið 1961 setur Jón nýtt íslandsmet, 2,01 m. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur bætir met sitt alltaf meir og meir á næstu árum, og í dag er fslandsmet hans 2,10 m, en innanhúss hefur hann stokkið 2,1 I m. En hvernig er hægt að ná svona góðum árangri? Þeirri spurningu svarar Jón á eftirfarandi hátt: — Það eru þau gömlu og nýju sannindi, að æfingin skap- ar meistarann. Ég hef alltaf æft mjög vel — og eftir því, sem árangurinn hefur batnað, hef ég æft betur af meiri og meiri einbeitni. Þetta eru orð Jóns Þ. Ólafssonar, eins mesta afreksmanns íslands í frjálsum íþróttuin. Allir, sem vilja ná langt í íþrótt- um, ættu að hafa ummæli hans í huga og fara eftir þeim. CD CO 1 A, J * «f SiS — J / 2 * MYND 5. Þið notið venjulegan lítinn bolta til að æla ykkur með, en bezt er að nota tennisbolta eins og notaður verður í keppninni. Þið haldið á boltanum eins og sýnt er á mynd 5. Til þess að ná góðum árangri í boltakastinu er nauðsynlegt að taka atrennu, 15—20 metra. Þið gerið ykkur hjálparmerki um það bil 8 m frá kastmerkinu. Ef þið kastið með hægri hendi, gætið þið þess i atrennunni, að vinstri fótur lendir á hjálparmerkinu. Síðan eiga síðustu 5 skrefin að vera eins og sýnt er á mynd 6. Þið hlaupið með boltann yíir hægri öxl í atrenn- unni. Síðan stígið þið á hjálparmerkið um leið og MYND G. þið teljið einn. Síðan stígið þið í hægri fót (2) og færið boltann í hendinni aftur. Næst stígið þið i vinstri fót og réttist þá alveg úr hægri olnboga (3)- Nú stígið þið í hægri fót í kross yfir þann vinstri og hallið ykkur vel aftur. Síðast stígið þið í vinstri fót um leið og þið vindið ykkur fram og kastið knett- inum yfir hægri öxl. Síðasta skrefið á að vera lengst- Gætið þess að kasta boltanum ekki langt út frá öxl- inni, því þá getið þið tognað um öxlina. Gott er að ganga þessi 5 skref fyrst meðan þið eruð að læra atrennuna. Kastið ekki mjög oft á hverri ælingu og hættið strax, ef þið finnið eymsli í öxlinni eða handleggH' um. Kastið aldrei án þess að hafa liitað vel upp áður.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.