Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1969, Side 3

Æskan - 01.09.1969, Side 3
það er kunnara en frá þurfi að segja, hve samgöngur eiga ríkan þátt í lífi manna, störfum og allri afkomu. Þetta finna auðvit- að þeir betur, sem við samgönguerfiðleika búa, en hinir, sem I þéttbýli eru, og geta valið um greiðar leiðir til allra átta. Ekki verður ranglega á neinn hallað, þótt full- yrt sé, að flugið hafi fært okkur stærstan skerf í samgöngubótum síðastliðinna ára- tuga. Og sé um þessi mál hugsað, hlýtur hverjum og einum að verða Ijóst, hve geysileg bylting hefur á orðið í samgöngu- málum hér á íslandi og reyndar um heim allan, ef undan eru skildir einstakir hlutar, sem af landfræðilegum eða stjórnmálaleg- um ástæðum hafa orðið afskiptir. Á þessu ári eru einmitt liðin 50 ár, síðan flugvél hófst til flugs á íslandi í fyrsta sinn. Heimsstyrjöldin 1914—1918 færði stríðs- Þjóðunum ólýsanlegar þjáningar, og hún kollvarpaði hugmyndum ýmissa mætra karla og kvenna, sem talið höfðu öld friðar upprunna meðal manna. Tímabilið áður hafði reyndar, miðað við söguna, verið til- fölulega friðsamlegt. Þrátt fyrir ógnir og Þjáningar hildarleiksins mikla urðu á þessu h'mabili margar og merkilegar framfarir I tæknimálum. Flugvélin var meðal þess, sem kannski tók hvað mestum stökkbreyt- ingum. í upphafi ófriðarins voru flugvélar mjöf ófullkomnar og hreyflar næsta óör- uggir. Það er oft sagt, að þótt engir pen- ingar séu til á íriðartímum til rannsókna og endurbóta á hlutum til friðsamlegra nota, Þá opnist allar flóðgáttir fjármagns, um leið °g fyrsta skotinu hafi verið hleypt af. Stríðs- aðilar sáu fljótlega, að flugvélin, sem í fyrstu var eingöngu notuð til njósna um at- hafnir óvinanna, gat orðið hættulegt vopn, er fram liðu stundir. í stríðslok áttu stríðs- aðilar stórar sveitir flugvéla og þjálfaðra flugmanna, og enn í dag lifa á vörum manna nöfn; margra þeirra, sem flugu þessum frumstæðu flugvélum til árása á óvinina á landi eða léku listir sínar í loft- bardögu/n og guldu enda margir þá frægð með lífinu. Á áliðinni fyrri heimsstyrjöld var nokkuð um það rætt, hvern þátt flugvélar gætu átt í bættum samgöngum. Framtakssamir menn á íslandi eygðu þarna möguleika til samgöngubóta í okkar fátæka og þá vega- snauða landi. Þeir hófust handa, og stofn- dagur Flugfélags íslands hins fyrsta telst 22. marz 1919. Félagið hófst þegar handa um öflun flugvélar og ráðningu flugliða, og brátt varð Ijóst, að flugvél mundi félagið hafa til umráða síðsumars. Sem að líkum lætur þóttu þetta mikil tíðindi hér á landi, og voru menn ekki á einu máli um gagn- semi eða framtíðarmöguleika fyrirtækisins. Þegar að lokinni heimsstyrjöld höfðu flug- ferðir hafizt með farþega og póst í Evrópu. Stríðflugvélunum var breytt í farþegaflug- vélar, og Fokker-verksmiðjurnar i Hollandi og fleiri hófu smiði sérstakra farþegaflug- véla. Þá kom strax í Ijós, að eðlis síns vegna vgr flugvélin óháðari landamærum og leiðum en önnur samgöngutæki. Um far- þegaflutninga I lofti og flug yrði að setja alveg sérstakar reglur. Það var miðsumars árið 1919, að fyrsti vísir að Alþjóðasambandi flugfélaga, IATA, var stofnaður í Haag I Hollandi. En vleiri stórviðburðir gerðust þetta sögulega sumar. Hinn 15. júní berst sú frétt út um heim, að tveir brezkir ofurhugar hafi flogið frá Ný- fundnalandi til írlands á 15 klukkustundum og 57 mínútum. Þarna voru þeir Alcock og Brown á ferðinni og rituðu með þessu frækilega flugi nöfn sín óafmáanlega á spjöld sögunnar. En hvað okkur (slendinga áhrærir, er 3. september 1919 sögulegur dagur. Þá hóf Faber flugstjóri hina litlu Avro flugvél Flugfélagsins á loft í fyrsta sinn. Eitt dagblaðanna sagði: „Kvöldstund- in 3. september 1919 mun lengi verða mörgum minnisstæð. Fólkið var í einhverri alveg nýrri stemning, er það horfði upp í himinblámann og sá nýjasta galdraverk nú- tímans svífa loftsins vegu laugað geislum sólarinnar, sem ekki náðu lengur til þeirra, er niðri voru.“ Örlög Flugfélags íslands hins fyrsta urðu þau, að félagið varð gjaldþrota eftir tveggja sumra flug og flugvélin var seld úr landi. Árið 1928 er aftur hafizt handa. Flugfélag islands, annað í röðinni, var stofnað, og rak það hér innanlandsflug í 4 ár. Óhöpp og heimskreppan mikla urðu því að grandi. Það er því kannski að vonum, að menn væru varkárir og ófúsir að leggja út í stofnun nýs flugfélags árið 1937. Samt fór svo, að nokkrir menn fundust, sem höfðu framsýni og áræði og er sú saga kunn. í dag Fyrsta flugvélin á íslandi var litil íþróttavél, ,,Avro“, er hafði 110 hestafla hreyfil og gat tekið tvo farþega og benzín til Þhggja stunda flugs. Þann 3. september árið 1919 tók flugvél Þessi sig á loft í Reykjavík, og þar með hófst fyrsta flugferð hér Á landi. Flugmaður var brezkur kapteinn, Cecil Faber að nafni.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.