Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1969, Qupperneq 8

Æskan - 01.09.1969, Qupperneq 8
tók póst til flutnings á öllum pósthúsum viðkomustaða, svo hægt er að rekja flug hans með bréfum og póststimplum. Nú skulum við snúa okkur að stærsta leiðangri þessa sumars, en það er hópflug nærri 30 flugvéla. Svo nákvæmar eru lýs- ingarnar í dagblöðum frá þessum iíma, að tekið er fram, að vélarnar séu af Savoia Marchetti gerð, hver með iveim Fiathreyfl- um og noti Stanavo benzin. Hreyflarnir eru 83 hestöfl hvor og til íslands varð að ilytja 83 tonn af benzíni, er notast skyldi við flug- ið frá Reykjavík til Cartwright í Labrador. Lindbergh hafði forðazt blaðamenn •— svo, að þess var getið í blöðunum, en General Balbo var á annarri skoðun. Hann var í opinberri heimsókn með öllu því um- stangi, er slíku fylgdi, og vitanlega með blaðamenn á hverjum fingri. Það var sem sé sjálfur flugmálaráðherra Ítalíu, sem var á ferðinni og stjórnaði leið- angrinum. Flugáætlun þessa leiðangurs var heldur ekkert smásmíði: Róm — Amster- dam — Londonderry — Reykjavík — Cart- wright — Quebec — Chicago — New York — Shediac — Shoal Harbour — Azoreyjar — Lissabon — Ostia. Þótt allar vélarnar kæmust ekki á leiðarenda og hin- ar fylgdust ekki að öllu leyti að í lokin, verður ekki annað sagt, en að leiðangur- inn hafi tekizt með afbrigðum vel. General Balbo tók póst á öllum hlutum leiðarinnar, en flutti einnig póst alla leið- ina, þannig að til eru bréf bæði írá vissum hlutum flugsins og líka einstök bréf, er sýna leiðina í heild. Hann flutti ekki aðeins póst á þennan hátt, heldur voru einnig gef- in út frímerki í ýmsum löndum til að minn- ast þess. Almenningur gat sent bréf með flugi Balbos, sem voru írímerkt með þess- um 3 frimerkjum auk 30 aura frímerkis og var þá um ábyrgðarbréf að ræða. Burðar- gjaldið var þannig kr. 16,30 fyrir bréf iil Chicago, er síðan skyldi endursendast. En komum seinna að frímerkjunum, lítum fyrst aðeins nánar á atburðinn sjálfan. Frá Ortebello á Ítalíu flaug flugsveitin undir stjórn Balbos ílugmálaráðherra 1. júlí 1933. Markmiðið var 7500 kílómetra ílug til Chicago í Bandaríkjunum. Fyrst var flogið yiir Milano, Zurich, Basel, Strassburg og Köln til Amsterdam. Flugið hófst klukkan 5.44 eftir íslenzkum tíma og lending var í Amsterdam klukkan 11.45. Eftir aðstæðum þess tíma var þetta stórkostlegur árangur. Daginn eftir flaug sveitin á rúmum 5 tímum til Londonderry, en varð að bíða þar vegna veðurs 3., 4. og 5. júlí. 5. júlí var svo flogið til Reykjavíkur á fimm og hálfri klukkustund og lent ( Vatnagörðum, þar sem aðeins var um sjó- flugvélar að ræða. Lending vélanna hófst klukkan 17.20, en Balbo gekk þó ekki á land íyrr en klukkan 19. ítalski ræðismaður- inn Tomasi og Altomare kafteinn sóttu hann út í vélina. Á bryggjunni tóku svo á móti honum þáverandi forsætisráðherra, Ásgeir Ásgeirsson og frú, Jón Þorláksson borgarstjóri og frú og sérstakur fulltrúi borgarstjórnar, Kristján Alertsson. Blóm voru afhent og fjöldi fólks hafði safnazt saman. Flugmálaráðherrann ók svo til bæjarins með forsætisráðherranum og sett- ist að á Hótel Borg. Að morgni voru svo allar vélarnar íyllt- ar af benzíni. Klukkan 10.30 fór Balbo í opinbera áheyrn til forsætisráðherrans, ásamt Tomasi ræðismanni. — Ræddu þeir tilgang íerðarinnar og markmið. Klukkan 14 fór svo hluti leiðangursins í ferðalag um Suðurlandsundirlendið, þ. e. a. s. til Hvera- gerðis til að sjá Grýtu gjósa og drukku þar síðan kaffi. Þaðan lá svo leiðin að Sel- fossi og Stokkseyri og til baka til Reykja- víkur, en þangað kom hópurinn kl. 21. Með- al annarra í ferðinni voru yfirmennirnir Pellegrini og Longo, sem margir kannast við af áritunum þeirra á umslög, er send voru með leiðangrinum. Um kvöldið var svo boð inni hjá forsætisráðherra, þar sem bæði hann og Balbo héldu langar ræður. 7. júlí' var svo unnið í flughöfninni í Vatnagörðum og er líða tók á daginn íóru svo um 200 manns í hópferð til Þingvalla. Þetta gerði það að verkum, að nær því all- ir bílar bæjarins voru í notkun í íerðinni. Ekkert markvert skeði hjá leiðangrinum hinn 8. júlí, en þann 9., sem var sunnudag- ur, fóru allir í hámessu í Landakotskirkiu og troðfylltu kirkjuna. Hinn 10. var heldur ekk- ert sérstakt um að vera, en daginn eftir, þann 11., átti að leggja af stað að nýju- Er allt var tilbúið til flugtaks, reyndist vélin. sem Balbo flaug, vera biluð. Olíusía var stífluð, svo að ekkert varð úr flugi þann daginn. Þann 12. júlí hófu svo fyrstu vélarnar sig til flugs á leið til Cartwright i Labrador. Klukkan 8.23 sendir svo Balbo flugmála- ráðherra skeyti til forsætisráðherra íslands, með þökk fyrir móttökurnar. Forsætisráð- herra sendi svarskeyti og þakkaði fyrir komuna. Vélarnar komu svo til Labrador eftir 12 stunda flug eða klukkan 18. Ef við lítum nú á hvernig ferðin gekk eftir þetta, þá var það í stuttu máli þannig: 13. júlí, farið til Shediac (New Bruns- wick). 14. júli, farið til Montreal, póstur afhentur 15. júlí. 16. júlí, farið til Chicago, póstur afhentur 17. júlí. 19. júlí, farið til New York. 25. júlí, farið til Shediac. 26. júlí, farið til Shoal Harbour, þaðan komst leiðangurinn ekki fyrr en 8. ágúst til Azoreyja. 9. ágúst, farið til Lissabon. 12. ágúst kemur svo hópflugið heim til Ostia aftur og er þá lokið mesta hópflugi ' heiminum til þess tíma. Var lent kl. 18.35 eftir staðartima. Nú skulum við aftur snúa okkur að frí' merkjafræðilegu hliðinni, þ. e. a. s. íslandi- Þann 16. júní voru gefin út þrjú yfirprent- uð frímerki á islandi i tilefni þess, að uh1 sumarið átti hópflug itala að koma þar við- Merki þessi voru yfirprentuð „Hópflug jtala 1933“. Númer merkjanna i „íslenzk frímerki" eru 188—190. 5 krónur Kristján X. frá 5. 6. 1920, prentunarnúmer 379 G* ísl. irímerki nr. 123. 1 króna Kristján X. ff® 9. 6. 1931, prentunarnúmer 410 J, isl. fh' merki nr. 185. 10 krónur Kristján X. fi^ 22. 6. 1931, prentunarnúmer 407 J, íslenzk frímerki nr. 187. Upplag merkjanna vaf- Nr. 188, 5000. Nr. 189, 3700. Nr. 190, 3100' Auk þessa voru prentaðar 900 samstæðuf fyrir Alþjóða póstmálastofnunina. 2. júlí var svo tekið á móti bréfum lil fiutnings til Chicago. Bréfin máttu ekki vera fleiri en 300, er máttu vega 100 grömm o9 burðargjaldið var 44,75 lírur, eða jafnvirði 16,00 íslenzkra króna vyrir almennt bréf- Væri um ábyrgðarbréf að ræða, varð bæta við 30 aurum íyrir skráningu. Halda mætti að mikil aðsókn hefði verið í þessJ bréf, en svo var þó ekki. Aðeins 298 bré voru send, og þar af sendi einn aðili bréf. Það er því ekki að ástæðulausu, að ^ 364

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.