Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1969, Page 16

Æskan - 01.09.1969, Page 16
uðu um skóginn og íuglarnir kvökuðu á greinum. Blómin fiigur og angandi prýddu skógarsvörðinn og náttúran öll lokkaði litln systurnar þrjár, Gunnu, Lóu og Borgu, í ævintýri á gönguför. Mamma þeirra veitti þeim leyfið og kyssti litlu stúlkurnar sínar og bað þær að fara nú varlega og gæta sín að villast ekki í skóg- inum. I>ær lofuðu öllu fögru og nú héldu þær af stað og leiddust. Þær Gunna og Borga voru báðar eklri en Lóa. Þær leiddu hana á milli sín og þóttust svo sem færar um að gæta sín og litlu syst- ur. Þetta var dásamlega skemmtilég ferð. Þær sáu margt merki- legt í skóginum, svo sem mauraþúfur, þar sem litln maurarnir skriðu iðnir út og inn, við sitt sííellda starf. Þær stóðu góða stund hjá einni jíúfunni og horfðu með athygli á aðfarir þeirra. Loks héldu þær samt áfram og gengu nú nokkra stund og röbb- uðu saman um það sem fyrir augun bar. Þarna sat lugl á kvisti og söng, þær héldu að það væri rauðbrystingur. Þarna stökk íkorni yfir götuna. Hann var ósköp lítill, með gríðarstórt skott, vel loðið og stór eyru og falleg ckikk augu. Hann flýtti sér að stökkva upp í tré og fela sig milli greinanna og leit svo forvitnislega ofan til litlu stúlknanna, sem höfðu staðnæmzt hjá trénu og horfðu upp til hans. „Er hann ekki fallegur?" sagði Lóa við systur sínar. ,,Jú, gaman væri að eiga hann?“ svaraði Borga. „Þá mundi hann deyja, ef við færum að eiga við hann,“ sagði Gunna. „Hann vill fá að vera frjáls, eins og við, annars líður honnm illa.“ Hún var elzt og mesti spekingurinn. Nú héldu Jrær ál'ram og komu eftir nokkra stund að eyðibýli, sem var í skóginum. Hafði Jrar verið bjálkakofi og ræktað tún um- hverfis og girðing í kring. Var nú búið að rífa húsið, en girðingin stóð eftir. Þær þurftu að fara þarna í gegnum hlið, inn á túnið. En J)á mætti J>eim stór freisting, |>ví að túnið var aljtakið litfiigru blómskrúði, svo að Jrær höfðu aldrei séð annað eins. Urðu þær nú frá sér numdar af gleði og fóru að tína blómin, hver í kapp við aðra. Hringsnerust ]>ær Jtarna og leituðu uppi fal- legustu blómin og gleymdu alveg tímanum, þangað til loks að Gunna vaknaði við vondan draum. „Nei, stelpur, nú verðum við að halda áfram, annars komumst við aldrei heim í kvöld," sagði Gunna. Jú, hinar rönkuðu Jiá líka við sér, enda voru þær búnar að ná sér í ljómandi fallega blóm- vendi og nú átti að halda af stað á ný. En í hvaða átt áttu Jtær að halda? Þær voru orðnar rammvilltar og höfðu ekki hugmynd um, út um hvort girðingarhliðið J>ær áttu að fara. Lóu fannst samt, að hún vissi hvaða hlið þær hefðu komið inn um, en hún var svo lítil, að systur hennar þorðu ekki að treysta því, að hún hefði rétt fyrir sér. Sjálfar höfðu Jjær ekki hugmynd um Jjað. Þær snerust nú þarna fram og al'tur í óvissu nokkurn tíma. Eldri systurnar fóru nú að verða alvarlega hræddar og byrjuðu að vatna músum. Nú hugsuðu þær ekki um annað en að komast heini til mömmu, en það var sama sagan, þær vissu ekki, hvor gatan lá heim. Gunna og Borga voru búnar, í angisl sinni, að henda frá sér blómvöndunum, en Lóa litla hélt dauðahaldi utan um sinn blóm- +---------------------------------------------+ [ unum, Jrannig að einn Jrráður sé á kafi í vatninu í einu. Og J>á skeður J>að eftir stutta stund, að vélin fer af stað, hægt að vísu, en örugglega. Bezt er að vera með vélina í hlýju her- bergi. Ef ykkur tekst [>etta, ]>á væri gam- an að fá línu frá einhverjum og J>á helzt með mynd af smið og vél. Og einnig skulið }>ið brjóta heilann um [>að hvers vegna vélin gengur. Robert Taylor Kvikmyndaleikarinn Robert Taylor lézt nýlega í Santa Monica, 57 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í lungum, og hefur hann verið alls sjö sinnum i sjúkra- húsi frá því í september s. I. í október var hægra lunga hans tekið úr honum. Robert Taylor var einn kunnasti kvik- myndaleikari Hollywood, og lék samtals í um 70 kvikmyndum. Hann kom til kvik- myndaborgarinnar 1934, og eftir að hafa leikið tvö minniháttar hlutverk, „sló hann í gegn“ og var þá oft nefndur arftaki Rudolfs Valentinos sem „elskhugi hvita tjaldsins." Hann var einnig nefndur „maðurinn með hinn fullkomna vangasvip", og í dag er honum jafnað við ýmsar hinar ódauðlegu „stjörnur" kvikmyndaheimsins á borð við Clark Gable, Jean Harlow, Cary Grant, Gretu Garbo og Gary Cooper. 372 -

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.